
Þorsteinn Már með réttarstöðu sakbornings

Áður en vitnaleiðslan yfir Þorsteini Má hófst hófst kynnti dómsformaðurinn Símon Sigvaldsson honum réttindi sín. Sagði Símon að samkvæmt upplýsingum sem hann hefði væri Þorsteinn Már með réttarstöðu sakbornings í öðru máli sem væri til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara. Tilkynnti Símon Þorsteini Má að ef svör hans við spurningum saksóknara í Stím-málinu gætu mögulega varpað á hann sök í öðrum málum mætti Þorsteinn neita að svara.
Þorsteinn Már var stjórnarformaður Glitnis árið 2008 en samkvæmt heimildum Vísi er hann með réttarstöðu sakbornings vegna rannsóknar embættis sérstaks saksóknara á málum tengdum Glitni.
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, vildi ekki tjá sig um málið við Vísi.
Í Stím-málinu eru Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, ákærður ásamt þeim Jóhannesi Baldurssyni, einum stjórnenda bankans, og Þorvaldi Lúðvík Sigurjónsyni, fyrrverandi forstjóri Saga Capital, fyrir lánveitingar Glitnis til hlutabréfakaupa í Glitni og FL Group. Mennirnir neita allir sök.
Forsaga málsins er sú að félagið Stím fékk tæplega 20 milljarða króna að láni frá Glitni til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group í nóvember árið 2007. Seljandi bréfanna var Glitnir en um var að ræða rúmlega 4 prósenta hlut í hvoru tilfelli. Veðin fyrir láni Stíms voru í hlutabréfunum í Glitni og FL Group.
Tengdar fréttir

Stím-málið: Einn sakborninga neitaði að gefa skýrslu fyrir dómi
Jóhannes Baldursson var varla meira en mínútu í vitnastúkunni í dag.

„Ef ég væri Lalli liði mér djöfulli illa með mína stærstu hluthafa í svona skítamálum“
Fyrrverandi forstjóri Sögu Capital skildi það sem svo að Hannes Smárason hafi verið búinn að panta hlutabréf í FL Group og Glitni en síðan "gengið úr skaftinu vegna fjárhagsörðugleika.“ Þess vegna hafi verið stofnað til Stím-viðskiptanna.

Þótti Stím óþægilega mikið skuldsett félag strax í upphafi
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital og einn sakborninga í Stím-málinu, gaf skýrslu fyrir héraðsdómi í gær og í dag.

Vitni í Stím-málinu neitaði alfarið að tjá sig fyrir dómi
Elmar Svavarsson, sem var verðbréfamiðlari í Glitni fyrir hrun, var kallaður til sem vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Sérstakur saksóknari hefur fellt niður Samherjamálið
Þorsteinn segir málið hafa haft gríðarlegt tjón í för með sér fyrir fyrirtækið en rannsóknin stóð yfir í á fjórða ár.

Sagði Stím-kaupin vera óverjandi
Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi starfsmaður Glitnis, segist hafa haft frumkvæði að því að hann nýtur friðhelgi í Stím-málinu hvað varðar saksókn. Þetta kom fram í vitnaleiðslum yfir honum í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Skattrannsóknarstjóri sér ekki ástæðu til að skoða Samherjamálið frekar
Sérstakur saksóknari felldi niður Samherjamálið fyrr í haust.