Bjarni: Liðið getur betur og því varð ég að líta í eigin barm og stíga til hliðar Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. nóvember 2015 14:30 Bjarni Magnússon er hættur hjá ÍR. vísir/vilhelm Bjarni Magnússon, þjálfari ÍR í Dominos-deild karla í körfubolta sagði upp störfum í gær eftir dapra byrjun liðsins. ÍR er með fjögur stig eftir tvo sigra í sex leikjum. Makedóníumaðurinn Borce Ilievski, aðstoðarþjálfari Bjarna, var ráðinn í hans stað og verður hans fyrsta verkefni að stýra liðinu í Ljónagryfjunni gegn Njarðvík í kvöld. „Þetta var algjörlega mín ákvörðun. Það var enginn þrýstingur frá neinum og engir krísufundir með stjórn eða formanni. Þetta er bara ákvörðun sem ég tók eftir að hugsa þetta um helgina,“ sagði Bjarni í viðtali í Akraborginni í gær. ÍR hefur ekki bara verið að tapa leikjum heldur tapa sumum þeirra ansi stórt. Liðið er nýlega búið að fá væna skelli gegn Grindavík og nú síðast Haukum í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.ÍR-ingar fengu vænan skell gegn Grindavík.vísir/stefánMjög erfið ákvörðun „Við höfum tapað nokkrum leikjum mjög illa þar sem mér fannst holningin á liðinu mjög slæm. Þá verð ég sem þjálfari aðeins að líta í eigin barm, sjá hvað er í gangi og í framhaldi af því var það ákvörðun mín að stíga til hliðar,“ sagði Bjarni. „Mér fannst þetta rétti tímapunkturinn. Ég fann bara á mér að þetta væri réttur tímapunktur fyrir annan mann að stíga inn því eitthvað var ekki að klikka.“ „Þó liðið sé með góða leikmenn var eitthvað ekki að tikka og ég fann ekki neinn spotta til að kippa í sem gat lagað þetta,“ sagði Bjarni. Bjarni tók við starfinu í fyrra og hélt ÍR-ingum uppi eftir fallbaráttu á síðustu leiktíð. Hann segir liðið eiga að gera betri hluti en raun ber vitni. „Þetta var mjög erfið ákvörðun. Þetta er góður hópur og í Breiðholtinu er vel haldið utan um liðið. Mér fannst við eiga gera betur en við vorum að gera því hópurinn er góður og þess vegna er ég að hætta,“ sagði Bjarni Magnússon. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan. Dominos-deild karla Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Hágrét eftir heimsmeistaratitil Sport Fleiri fréttir Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Sjá meira
Bjarni Magnússon, þjálfari ÍR í Dominos-deild karla í körfubolta sagði upp störfum í gær eftir dapra byrjun liðsins. ÍR er með fjögur stig eftir tvo sigra í sex leikjum. Makedóníumaðurinn Borce Ilievski, aðstoðarþjálfari Bjarna, var ráðinn í hans stað og verður hans fyrsta verkefni að stýra liðinu í Ljónagryfjunni gegn Njarðvík í kvöld. „Þetta var algjörlega mín ákvörðun. Það var enginn þrýstingur frá neinum og engir krísufundir með stjórn eða formanni. Þetta er bara ákvörðun sem ég tók eftir að hugsa þetta um helgina,“ sagði Bjarni í viðtali í Akraborginni í gær. ÍR hefur ekki bara verið að tapa leikjum heldur tapa sumum þeirra ansi stórt. Liðið er nýlega búið að fá væna skelli gegn Grindavík og nú síðast Haukum í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.ÍR-ingar fengu vænan skell gegn Grindavík.vísir/stefánMjög erfið ákvörðun „Við höfum tapað nokkrum leikjum mjög illa þar sem mér fannst holningin á liðinu mjög slæm. Þá verð ég sem þjálfari aðeins að líta í eigin barm, sjá hvað er í gangi og í framhaldi af því var það ákvörðun mín að stíga til hliðar,“ sagði Bjarni. „Mér fannst þetta rétti tímapunkturinn. Ég fann bara á mér að þetta væri réttur tímapunktur fyrir annan mann að stíga inn því eitthvað var ekki að klikka.“ „Þó liðið sé með góða leikmenn var eitthvað ekki að tikka og ég fann ekki neinn spotta til að kippa í sem gat lagað þetta,“ sagði Bjarni. Bjarni tók við starfinu í fyrra og hélt ÍR-ingum uppi eftir fallbaráttu á síðustu leiktíð. Hann segir liðið eiga að gera betri hluti en raun ber vitni. „Þetta var mjög erfið ákvörðun. Þetta er góður hópur og í Breiðholtinu er vel haldið utan um liðið. Mér fannst við eiga gera betur en við vorum að gera því hópurinn er góður og þess vegna er ég að hætta,“ sagði Bjarni Magnússon. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan.
Dominos-deild karla Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Hágrét eftir heimsmeistaratitil Sport Fleiri fréttir Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Sjá meira