Notaðir eru drónar til að leita úr lofti meðfram ströndum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 18. nóvember 2015 07:00 Hörður Björnsson Leitin að Herði Björnssyni hefur enn engan árangur borið. Ágúst Svansson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, heldur utan um leitina og segir auðvelt að fela sig á höfuðborgarsvæðinu. Enn sé aðeins rúmur mánuður síðan hann hvarf og því ekki útilokað að hann haldi einhvers staðar til. „Það kom mér í raun á óvart eftir því sem leið á leitina hversu margir staðir eru á höfuðborgarsvæðinu sem hægt er að halda til á. Við erum alltaf að benda á að það er hér fjöldi útihúsa, sumarbústaða, skipa og báta þar sem fólk getur haldið til.“ Ágúst segir nánast útilokað að hann hafi komist úr landi. „Hann var allslaus þegar hann hvarf, ekki með debetkort eða vegabréf eða nokkuð slíkt.“ Leitað með drónum við strendurÞótt björgunarsveitir haldi ekki úti skipulegri leit þá vakta þær leit að Herði í útköllum sínum. Þá er leitað meðfram ströndum með drónum. „Leitin er búin að vera mjög víðtæk. Við erum hættir formlega að leita með björgunarsveit en erum með vöktun, þegar björgunarsveitir fara í útköll þá hafa meðlimir augun opin. Við erum einnig að fara meðfram ströndum með drónum. Hún er verst fyrir aðstandendur, þessi bið. Ég er svo þver, maður reynir til þrautar að hafa uppi á honum, það er ekki hægt að setja sig í spor aðstandenda sem upplifa það að barnið þeirra er horfið. Það vakna svo margar spurningar sem er ósvarað, er hann virkilega sjálfur að fela sig? Er einhver að hjálpa honum? Hvert einasta púsl inn í heildarmyndina færir okkur nær einhverjum svörum.“ Lögregla hefur unnið að leitinni í góðu samstarfi við aðstandendur og leitað upplýsinga hjá vinum og kunningjum en án árangurs. „Vinir og aðstandendur eru samvinnufúsir og reyna að aðstoða við leitina eins og þeir geta. Ég held að enginn sé svo illa innrættur að fela hann á meðan hans er svo ákaft leitað.“ Engar vísbendingarHarðar hefur verið leitað síðan 14. október og engar vísbendingar hafa borist um ferðir hans. Vísbendingar sem hafa borist hafa leitt til manna líkra honum í útliti. Um tvö hundruð manns hafa komið að leitinni og Ágúst biðlar enn til fólks að hafa augun opin. Hörður er 188 cm á hæð, grannur, ljóshærður með rautt skegg. Síðast sást til hans á Laugarásvegi í Reykjavík um kl. 04.00 þann fjórtánda október. kristjanabjorg@frettabladid.is Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Leitin að Herði Björnssyni hefur enn engan árangur borið. Ágúst Svansson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, heldur utan um leitina og segir auðvelt að fela sig á höfuðborgarsvæðinu. Enn sé aðeins rúmur mánuður síðan hann hvarf og því ekki útilokað að hann haldi einhvers staðar til. „Það kom mér í raun á óvart eftir því sem leið á leitina hversu margir staðir eru á höfuðborgarsvæðinu sem hægt er að halda til á. Við erum alltaf að benda á að það er hér fjöldi útihúsa, sumarbústaða, skipa og báta þar sem fólk getur haldið til.“ Ágúst segir nánast útilokað að hann hafi komist úr landi. „Hann var allslaus þegar hann hvarf, ekki með debetkort eða vegabréf eða nokkuð slíkt.“ Leitað með drónum við strendurÞótt björgunarsveitir haldi ekki úti skipulegri leit þá vakta þær leit að Herði í útköllum sínum. Þá er leitað meðfram ströndum með drónum. „Leitin er búin að vera mjög víðtæk. Við erum hættir formlega að leita með björgunarsveit en erum með vöktun, þegar björgunarsveitir fara í útköll þá hafa meðlimir augun opin. Við erum einnig að fara meðfram ströndum með drónum. Hún er verst fyrir aðstandendur, þessi bið. Ég er svo þver, maður reynir til þrautar að hafa uppi á honum, það er ekki hægt að setja sig í spor aðstandenda sem upplifa það að barnið þeirra er horfið. Það vakna svo margar spurningar sem er ósvarað, er hann virkilega sjálfur að fela sig? Er einhver að hjálpa honum? Hvert einasta púsl inn í heildarmyndina færir okkur nær einhverjum svörum.“ Lögregla hefur unnið að leitinni í góðu samstarfi við aðstandendur og leitað upplýsinga hjá vinum og kunningjum en án árangurs. „Vinir og aðstandendur eru samvinnufúsir og reyna að aðstoða við leitina eins og þeir geta. Ég held að enginn sé svo illa innrættur að fela hann á meðan hans er svo ákaft leitað.“ Engar vísbendingarHarðar hefur verið leitað síðan 14. október og engar vísbendingar hafa borist um ferðir hans. Vísbendingar sem hafa borist hafa leitt til manna líkra honum í útliti. Um tvö hundruð manns hafa komið að leitinni og Ágúst biðlar enn til fólks að hafa augun opin. Hörður er 188 cm á hæð, grannur, ljóshærður með rautt skegg. Síðast sást til hans á Laugarásvegi í Reykjavík um kl. 04.00 þann fjórtánda október. kristjanabjorg@frettabladid.is
Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira