Notaðir eru drónar til að leita úr lofti meðfram ströndum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 18. nóvember 2015 07:00 Hörður Björnsson Leitin að Herði Björnssyni hefur enn engan árangur borið. Ágúst Svansson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, heldur utan um leitina og segir auðvelt að fela sig á höfuðborgarsvæðinu. Enn sé aðeins rúmur mánuður síðan hann hvarf og því ekki útilokað að hann haldi einhvers staðar til. „Það kom mér í raun á óvart eftir því sem leið á leitina hversu margir staðir eru á höfuðborgarsvæðinu sem hægt er að halda til á. Við erum alltaf að benda á að það er hér fjöldi útihúsa, sumarbústaða, skipa og báta þar sem fólk getur haldið til.“ Ágúst segir nánast útilokað að hann hafi komist úr landi. „Hann var allslaus þegar hann hvarf, ekki með debetkort eða vegabréf eða nokkuð slíkt.“ Leitað með drónum við strendurÞótt björgunarsveitir haldi ekki úti skipulegri leit þá vakta þær leit að Herði í útköllum sínum. Þá er leitað meðfram ströndum með drónum. „Leitin er búin að vera mjög víðtæk. Við erum hættir formlega að leita með björgunarsveit en erum með vöktun, þegar björgunarsveitir fara í útköll þá hafa meðlimir augun opin. Við erum einnig að fara meðfram ströndum með drónum. Hún er verst fyrir aðstandendur, þessi bið. Ég er svo þver, maður reynir til þrautar að hafa uppi á honum, það er ekki hægt að setja sig í spor aðstandenda sem upplifa það að barnið þeirra er horfið. Það vakna svo margar spurningar sem er ósvarað, er hann virkilega sjálfur að fela sig? Er einhver að hjálpa honum? Hvert einasta púsl inn í heildarmyndina færir okkur nær einhverjum svörum.“ Lögregla hefur unnið að leitinni í góðu samstarfi við aðstandendur og leitað upplýsinga hjá vinum og kunningjum en án árangurs. „Vinir og aðstandendur eru samvinnufúsir og reyna að aðstoða við leitina eins og þeir geta. Ég held að enginn sé svo illa innrættur að fela hann á meðan hans er svo ákaft leitað.“ Engar vísbendingarHarðar hefur verið leitað síðan 14. október og engar vísbendingar hafa borist um ferðir hans. Vísbendingar sem hafa borist hafa leitt til manna líkra honum í útliti. Um tvö hundruð manns hafa komið að leitinni og Ágúst biðlar enn til fólks að hafa augun opin. Hörður er 188 cm á hæð, grannur, ljóshærður með rautt skegg. Síðast sást til hans á Laugarásvegi í Reykjavík um kl. 04.00 þann fjórtánda október. kristjanabjorg@frettabladid.is Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Leitin að Herði Björnssyni hefur enn engan árangur borið. Ágúst Svansson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, heldur utan um leitina og segir auðvelt að fela sig á höfuðborgarsvæðinu. Enn sé aðeins rúmur mánuður síðan hann hvarf og því ekki útilokað að hann haldi einhvers staðar til. „Það kom mér í raun á óvart eftir því sem leið á leitina hversu margir staðir eru á höfuðborgarsvæðinu sem hægt er að halda til á. Við erum alltaf að benda á að það er hér fjöldi útihúsa, sumarbústaða, skipa og báta þar sem fólk getur haldið til.“ Ágúst segir nánast útilokað að hann hafi komist úr landi. „Hann var allslaus þegar hann hvarf, ekki með debetkort eða vegabréf eða nokkuð slíkt.“ Leitað með drónum við strendurÞótt björgunarsveitir haldi ekki úti skipulegri leit þá vakta þær leit að Herði í útköllum sínum. Þá er leitað meðfram ströndum með drónum. „Leitin er búin að vera mjög víðtæk. Við erum hættir formlega að leita með björgunarsveit en erum með vöktun, þegar björgunarsveitir fara í útköll þá hafa meðlimir augun opin. Við erum einnig að fara meðfram ströndum með drónum. Hún er verst fyrir aðstandendur, þessi bið. Ég er svo þver, maður reynir til þrautar að hafa uppi á honum, það er ekki hægt að setja sig í spor aðstandenda sem upplifa það að barnið þeirra er horfið. Það vakna svo margar spurningar sem er ósvarað, er hann virkilega sjálfur að fela sig? Er einhver að hjálpa honum? Hvert einasta púsl inn í heildarmyndina færir okkur nær einhverjum svörum.“ Lögregla hefur unnið að leitinni í góðu samstarfi við aðstandendur og leitað upplýsinga hjá vinum og kunningjum en án árangurs. „Vinir og aðstandendur eru samvinnufúsir og reyna að aðstoða við leitina eins og þeir geta. Ég held að enginn sé svo illa innrættur að fela hann á meðan hans er svo ákaft leitað.“ Engar vísbendingarHarðar hefur verið leitað síðan 14. október og engar vísbendingar hafa borist um ferðir hans. Vísbendingar sem hafa borist hafa leitt til manna líkra honum í útliti. Um tvö hundruð manns hafa komið að leitinni og Ágúst biðlar enn til fólks að hafa augun opin. Hörður er 188 cm á hæð, grannur, ljóshærður með rautt skegg. Síðast sást til hans á Laugarásvegi í Reykjavík um kl. 04.00 þann fjórtánda október. kristjanabjorg@frettabladid.is
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira