Fótbolti

Sex breytingar á byrjunarliðinu í Slóvakíu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Byrjunarliðið frá leiknum gegn Póllandi er mjög breytt.
Byrjunarliðið frá leiknum gegn Póllandi er mjög breytt. vísir/adam jasztrebowski
Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfarar í fótbolta, gera sex breytingar á byrjunarliðinu fyrir leikinn gegn Slóvakíu sem hefst klukkan 19.45.

Haukur Heiðar Hauksson kemur inn í hægri bakvörðinn, Sverrir Ingi Ingason og Kári Árnason eru í hjarta varnarinnar og Rúnar Már Sigurjónsson er á miðjunni.

Arnór Ingvi Traustason heldur sæti sínu, en Jóhann Berg Guðmundsson kemur inn frá síðasta leik sem og Alfreð Finnbogason sem skoraði í 4-2 tapinu gegn Póllandi.

Leikur Slóvakíu og Íslands verður í beinni textalýsingu á Vísi.

Byrjunarlið Íslands gegn Slóvakíu

Markvörður: Ögmundur Kristinsson

Bakverðir: Haukur Heiðar Hauksson og Ari Freyr Skúlason

Miðverðir: Kári Árnason og Sverrir Ingi Ingason

Miðjumenn: Birkir Bjarnason og Rúnar Már Sigurjónsson

Kantmenn: Arnór Ingvi Traustason og Jóhann Berg Guðmundsson

Framherjar: Alfreð Finnbogason og Kolbeinn Sigþórsson (fyrirliði)


Tengdar fréttir

Tvær hliðar íslenska karlalandsliðsins

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki unnið leik síðan liðið komst á EM og slök frammistaða í seinni hálfleik síðustu leikja á mikinn þátt í því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×