Björgvin Karl og Katrín Tanja Íslandsmeistarar í Crossfit | Myndir Anton Ingi Leifsson skrifar 15. nóvember 2015 15:01 Björgvin Karl er Íslandsmeistari í karlaflokki og Katrín Tanja í kvennaflokki. vísir/daníel Björgvin Karl Guðmundsson og Katrín Tanja Davíðsdóttir eru Íslandsmeistarar í Crossfit 2015, en Reebok Throwdown 2015, fór fram um helgina. Spennan var mikil fyrir lokadaginn, en lokagreinarnar fóru fram í Digranesinu í dag. Björgvin Karl Guðmundsson, úr Crossfit Hengli, hafði tólf stiga forystu fyrir lokadaginn í dag. Hann hélt forystunni í dag og vann samanlagða stigakeppnina þrátt fyrir að hafa ekki unnið neina grein í dag. Björgvin, sem fékk brons á síðustu heimsmeistaraleikum, vann með 818 stig, en næstur kom Jakob Daníel Magnússon, Crossfit Hafnarfirði, með 805 stig. Þriðja sætið hreppti Árni Björn Kristjánssonar úr Crossfit XY með 725 stig.Sjá einnig: Björgvin Karl og Katrín Tanja leiða á Íslandsmótinu í Crossfit fyrir lokadaginn | Myndir Spennan var líka mikil kvennamegin. Heimsmeistarinn Katrín Tanja Davíðsdóttir, Reebok Crossfit Reykjavík, leiddi fyrir lokadaginn í dag og hélt hún forystunni. Hún vann með fimmtán stiga mun, en hún vann eina grein í dag. Samtals hlaut Katrín Tanja 895 stig. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir úr Crossfit Suðurnes, þriðja sætið frá síðustu heimsmeistaraleikum, lenti í öðru sæti með 880 stig og Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, Þuríður Erla Helgadóttir úr Crossfit Sport, lenti í þriðja sæti með 842 stig.Katrín Tanja, til vinstri, stóð uppi sem sigurvegari, en Ragnheiður Sara, til hægri, lenti í öðru sæti.vísir/daníelÍ flokki 35-39 ára varð Arnar Elíasson úr Crossfit Hamri hlutskarpastur með 476 stig, en í kvennaflokki var það Ingunn Lúðvíksdóttir sem vann með 482 stig. Hún kemur úr Crossfit Sport. Harpa Melsteð úr Crossfit Hafnarfirði vann í flokki 40-44 í kvennaflokki með 482 stig, en hjá körlunum í flokki 40-44 vann Evert Víglundsson með 494 stig. Hann keppir fyrir Reebok Crossfit Reykjavík. Í flokki 45-49 fékk Guðjón Arinbjörnsson 382 stig og stóð uppi sem meistari, en hann keppir fyrir Crossfit XY. Í kvennaflokki var það Þórdís Ingvadóttir úr Crossfit Akureyri sem vann með 394 stig. Í 50+ voru þrír keppendur karlamegin og þrír kvenanmegin, en Benedikt Hálfdanarson vann karlakeppnina með 388 stig. Hann keppir fyrir Crossfit Sport, en Ingibjörg Gunnarsdóttir vann hjá konunum með 400 stig. Hún keppir einnig fyrir Crossfit Sport. Myndaveislu frá mótinu í boði Daníels Rúnarssonar má sjá hér efst í greinni og einnig verður innslag frá mótinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.Vísir/Daníel CrossFit Tengdar fréttir Björgvin Karl og Katrín Tanja leiða á Íslandsmótinu í Crossfit fyrir lokadaginn | Myndir Mikil spenna er fyrir lokadaginn á Íslandsmótinu í Crossfit, Reebok Throwdown 2015, en fyrstu tveir dagarnir hafa verið fjörugir. Björgvin Karl Guðmundsson leiðir karlamegin, en hjá konunum er heimsmeistarinn Katrín Tanja Davíðsdóttir. 14. nóvember 2015 21:27 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sjá meira
Björgvin Karl Guðmundsson og Katrín Tanja Davíðsdóttir eru Íslandsmeistarar í Crossfit 2015, en Reebok Throwdown 2015, fór fram um helgina. Spennan var mikil fyrir lokadaginn, en lokagreinarnar fóru fram í Digranesinu í dag. Björgvin Karl Guðmundsson, úr Crossfit Hengli, hafði tólf stiga forystu fyrir lokadaginn í dag. Hann hélt forystunni í dag og vann samanlagða stigakeppnina þrátt fyrir að hafa ekki unnið neina grein í dag. Björgvin, sem fékk brons á síðustu heimsmeistaraleikum, vann með 818 stig, en næstur kom Jakob Daníel Magnússon, Crossfit Hafnarfirði, með 805 stig. Þriðja sætið hreppti Árni Björn Kristjánssonar úr Crossfit XY með 725 stig.Sjá einnig: Björgvin Karl og Katrín Tanja leiða á Íslandsmótinu í Crossfit fyrir lokadaginn | Myndir Spennan var líka mikil kvennamegin. Heimsmeistarinn Katrín Tanja Davíðsdóttir, Reebok Crossfit Reykjavík, leiddi fyrir lokadaginn í dag og hélt hún forystunni. Hún vann með fimmtán stiga mun, en hún vann eina grein í dag. Samtals hlaut Katrín Tanja 895 stig. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir úr Crossfit Suðurnes, þriðja sætið frá síðustu heimsmeistaraleikum, lenti í öðru sæti með 880 stig og Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, Þuríður Erla Helgadóttir úr Crossfit Sport, lenti í þriðja sæti með 842 stig.Katrín Tanja, til vinstri, stóð uppi sem sigurvegari, en Ragnheiður Sara, til hægri, lenti í öðru sæti.vísir/daníelÍ flokki 35-39 ára varð Arnar Elíasson úr Crossfit Hamri hlutskarpastur með 476 stig, en í kvennaflokki var það Ingunn Lúðvíksdóttir sem vann með 482 stig. Hún kemur úr Crossfit Sport. Harpa Melsteð úr Crossfit Hafnarfirði vann í flokki 40-44 í kvennaflokki með 482 stig, en hjá körlunum í flokki 40-44 vann Evert Víglundsson með 494 stig. Hann keppir fyrir Reebok Crossfit Reykjavík. Í flokki 45-49 fékk Guðjón Arinbjörnsson 382 stig og stóð uppi sem meistari, en hann keppir fyrir Crossfit XY. Í kvennaflokki var það Þórdís Ingvadóttir úr Crossfit Akureyri sem vann með 394 stig. Í 50+ voru þrír keppendur karlamegin og þrír kvenanmegin, en Benedikt Hálfdanarson vann karlakeppnina með 388 stig. Hann keppir fyrir Crossfit Sport, en Ingibjörg Gunnarsdóttir vann hjá konunum með 400 stig. Hún keppir einnig fyrir Crossfit Sport. Myndaveislu frá mótinu í boði Daníels Rúnarssonar má sjá hér efst í greinni og einnig verður innslag frá mótinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.Vísir/Daníel
CrossFit Tengdar fréttir Björgvin Karl og Katrín Tanja leiða á Íslandsmótinu í Crossfit fyrir lokadaginn | Myndir Mikil spenna er fyrir lokadaginn á Íslandsmótinu í Crossfit, Reebok Throwdown 2015, en fyrstu tveir dagarnir hafa verið fjörugir. Björgvin Karl Guðmundsson leiðir karlamegin, en hjá konunum er heimsmeistarinn Katrín Tanja Davíðsdóttir. 14. nóvember 2015 21:27 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sjá meira
Björgvin Karl og Katrín Tanja leiða á Íslandsmótinu í Crossfit fyrir lokadaginn | Myndir Mikil spenna er fyrir lokadaginn á Íslandsmótinu í Crossfit, Reebok Throwdown 2015, en fyrstu tveir dagarnir hafa verið fjörugir. Björgvin Karl Guðmundsson leiðir karlamegin, en hjá konunum er heimsmeistarinn Katrín Tanja Davíðsdóttir. 14. nóvember 2015 21:27