Eiður um landsliðsfélagana: Spiluðu mig í PlayStation Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. nóvember 2015 13:00 Eiður Smári fagnar marki í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Getty BBC birtir í dag ítarlega úttekt á uppgangi íslenska landsliðsins í fótbolta og segir frá því hvernig þjóð með svipaðan íbúafjölda á Coventry tryggði sér sæti á EM 2016. Rætt er við Eið Smára Guðjohnsen, Heimi Hallgrímsson og Lars Lagerbäck í greininni og sagt frá því hvernig bætt vetraraðstaða og tilkoma knattspyrnuhalla hefur hjálpað knattspyrnunni á Íslandi að dafna. Bent er á að Ísland er fámennasta þjóðin sem hefur komist á stórmót í knattspyrnu. Íbúafjöldi El Salvador, sem komst á HM 1982, er fjórfaldur íbúafjöldi Íslands og Wales, sem komst á sitt fyrsta stórmót í síðasta mánuði í 58 ár, er með tífaldan íbúafjölda miðað við Ísland. Þess má geta að El Salvador tapaði 10-1 í fyrsta leik sínum á HM 1982 en fáir reikna með að það Ísland hljóti önnur eins örlög á EM næsta sumar.Lars og Heimir.VísirÍslendingar leggja mikið á sig Heimir segir að miklu máli skiptir hversu margir þjálfarar á Íslandi eru með þjálfararéttindi og að það skili sér í því að börn sem æfi knattspyrnu á Íslandi, hvar sem er á landinu, fái góða þjálfun. Lagerbäck bendir á dæmi Gylfa Þórs Sigurðssonar sem fór ungur að árum til Reading og vann sig upp í gegnum akademíu félagsins. Áður en hann sló í gegn hafði hann farið að láni til bæði Crewe og Shrewsbury. „Jafnvel þó svo að hann hafi ekki notið velgengni í upphafi ferilsins er hann virkilega góður leikmaður í dag. Ég held að þetta sé hluti af menningu íslensku þjóðarinnar. Þeir eru vanir því að leggja mikið á sig og hugsa vel um sjálfa sig. Það virkilega gaman að vinna með hópi slíkra leikmanna,“ sagði Lagerbäck.Gylfi fagnar marki.VísirÉg er bara hluti af hópnum Eiður Smári hefur unnið marga sigra á ferlinum en aldrei notið svo mikillar velgengni með landsliðinu og nú. Hann stefnir nú að því að uppfylla draum sinn að spila með íslenska landsliðinu á stórmóti, þó svo að hann sé nú án félags. „Maður fær það á tilfinninguna að margir þessara leikmanna líta upp til mín,“ sagði hann um félaga sína í yngri landsliðinu. „Þeir ólust sjálfsagt upp við það að spila mig í PlayStation.“ „Það er skrýtið. En þetta er fljótt að gleymast á æfingum og á vellinum. Ég er bara hluti af hópnum og við erum allir að berjast fyrir því sama.“ „Ég vona að þeir hafi notið þess að spila með mér jafn mikið og ég hef notið þess að spila með þeim. Þetta hefur verið ferskur andblær fyrir íslenska knattspyrnu.“Eiður Smári.VísirLandsliðið lykilþáttur Eiður Smári gekk í sumar til liðs við Shijiazhuang Ever Bright en tímabilinu er nú lokið í Kína. Hann útilokar ekki að fara þangað aftur en segist nú vera að skoða sig um. „Ég held að það sé óhætt að segja að það væri best fyrir mig að spila í Evrópu. Að reyna að spila eins góðan fótbolta og hægt er til að vera í sem bestu formi þegar EM hefst.“ „Velgengni landsliðsins hefur verið einn lykilþátturinn í því að ég hef haldið áfram. Hún hefur hvatt mig til að halda áfram þangað til næsta sumar að minnsta kosti.“ „En ég elska íþróttina svo mikið að það hefur ekki verið erfitt að halda áfram. Þetta hefur bara verið góður bónus - smá auka í lokin.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Sjá meira
BBC birtir í dag ítarlega úttekt á uppgangi íslenska landsliðsins í fótbolta og segir frá því hvernig þjóð með svipaðan íbúafjölda á Coventry tryggði sér sæti á EM 2016. Rætt er við Eið Smára Guðjohnsen, Heimi Hallgrímsson og Lars Lagerbäck í greininni og sagt frá því hvernig bætt vetraraðstaða og tilkoma knattspyrnuhalla hefur hjálpað knattspyrnunni á Íslandi að dafna. Bent er á að Ísland er fámennasta þjóðin sem hefur komist á stórmót í knattspyrnu. Íbúafjöldi El Salvador, sem komst á HM 1982, er fjórfaldur íbúafjöldi Íslands og Wales, sem komst á sitt fyrsta stórmót í síðasta mánuði í 58 ár, er með tífaldan íbúafjölda miðað við Ísland. Þess má geta að El Salvador tapaði 10-1 í fyrsta leik sínum á HM 1982 en fáir reikna með að það Ísland hljóti önnur eins örlög á EM næsta sumar.Lars og Heimir.VísirÍslendingar leggja mikið á sig Heimir segir að miklu máli skiptir hversu margir þjálfarar á Íslandi eru með þjálfararéttindi og að það skili sér í því að börn sem æfi knattspyrnu á Íslandi, hvar sem er á landinu, fái góða þjálfun. Lagerbäck bendir á dæmi Gylfa Þórs Sigurðssonar sem fór ungur að árum til Reading og vann sig upp í gegnum akademíu félagsins. Áður en hann sló í gegn hafði hann farið að láni til bæði Crewe og Shrewsbury. „Jafnvel þó svo að hann hafi ekki notið velgengni í upphafi ferilsins er hann virkilega góður leikmaður í dag. Ég held að þetta sé hluti af menningu íslensku þjóðarinnar. Þeir eru vanir því að leggja mikið á sig og hugsa vel um sjálfa sig. Það virkilega gaman að vinna með hópi slíkra leikmanna,“ sagði Lagerbäck.Gylfi fagnar marki.VísirÉg er bara hluti af hópnum Eiður Smári hefur unnið marga sigra á ferlinum en aldrei notið svo mikillar velgengni með landsliðinu og nú. Hann stefnir nú að því að uppfylla draum sinn að spila með íslenska landsliðinu á stórmóti, þó svo að hann sé nú án félags. „Maður fær það á tilfinninguna að margir þessara leikmanna líta upp til mín,“ sagði hann um félaga sína í yngri landsliðinu. „Þeir ólust sjálfsagt upp við það að spila mig í PlayStation.“ „Það er skrýtið. En þetta er fljótt að gleymast á æfingum og á vellinum. Ég er bara hluti af hópnum og við erum allir að berjast fyrir því sama.“ „Ég vona að þeir hafi notið þess að spila með mér jafn mikið og ég hef notið þess að spila með þeim. Þetta hefur verið ferskur andblær fyrir íslenska knattspyrnu.“Eiður Smári.VísirLandsliðið lykilþáttur Eiður Smári gekk í sumar til liðs við Shijiazhuang Ever Bright en tímabilinu er nú lokið í Kína. Hann útilokar ekki að fara þangað aftur en segist nú vera að skoða sig um. „Ég held að það sé óhætt að segja að það væri best fyrir mig að spila í Evrópu. Að reyna að spila eins góðan fótbolta og hægt er til að vera í sem bestu formi þegar EM hefst.“ „Velgengni landsliðsins hefur verið einn lykilþátturinn í því að ég hef haldið áfram. Hún hefur hvatt mig til að halda áfram þangað til næsta sumar að minnsta kosti.“ „En ég elska íþróttina svo mikið að það hefur ekki verið erfitt að halda áfram. Þetta hefur bara verið góður bónus - smá auka í lokin.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Sjá meira