Frakkar munu halda áfram loftárásum sínum á ISIS í Sýrlandi Atli Ísleifsson skrifar 14. nóvember 2015 20:30 Francois Hollande Frakklandsforseti heimsótti fyrr í kvöld sjúkrahús í Paríarborg þar sem hann ræddi við heilbrigðisstarfsfólk og nokkra þá sem lifðu af árásirnar. Vísir/AFP Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, greindi frá því í kvöld að Frakklandsher muni halda loftárásum á skotmörk hryðjuverkasamtakanna ISIS í Sýrlandi áfram af fullu afli. Sky News greinir frá þessu. Fjöldi sjónarvotta hafa greint frá að árásarmennirnir í París hafi hrópað að árásirnar væru hefnd vegna loftárása Frakka í Sýrlandi. Þá hefur ISIS lýst yfir ábyrgð á árásum gærdagsins. Franskar orrustuþotur hafa tekið þátt í fjölþjóðlegri hernaðaraðgerð undir stjórn Bandaríkjahers gegn vígasveitum ISIS í Sýrlandi og Írak.Sjá einnig: Einn sjálfsvígssprengjumannanna var með miða á völlinn Valls greindi jafnframt frá því að stjórnvöld muni líklegast framlengja neyðarástand sem lýst var yfir í landinu í gærkvöldi. Francois Hollande Frakklandsforseti heimsótti fyrr í kvöld sjúkrahús í Paríarborg þar sem hann ræddi við heilbrigðisstarfsfólk og nokkra þá sem lifðu af árásirnar í gær.Þrítugur Frakki á meðal árásarmannaSaksóknarinn Francois Molins staðfesti fyrr í kvöld að 129 hafi fallið og 352 særst í árásunum. Þá staðfesti Molins að allir sjö árásarmennirnir hafi drepist. Þrír menn voru handteknir í Belgíu fyrr í dag vegna gruns um að þeir hafi komið að skipulagningu hryðjuverkaárásanna. Molins staðfesti að einn árásarmannanna hafi verið þrítugur Frakki. Sá hafi verið með sakaskrá en aldrei setið í fangelsi. Hann hafi búið í bænum Courcouronnes, 25 kílómetrum vestur af París, og ekki verið undir sérstöku eftirliti vegna gruns um að tengjast hryðjuverkastarfsemi. Allir árásarmenn eru sagðir hafa notast við Kalashnikov–riffla og sömu gerð af sprengjuvestum..@fhollande s'est rendu à l'hôpital Saint-Antoine pour faire un point avec les équipes https://t.co/kDSudp9i6u pic.twitter.com/8VLilj77iA— Élysée (@Elysee) November 14, 2015 Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Sýna Frökkum stuðning með að lýsa byggingar með fánalitunum Frakkar eru ekki einir í baráttunni. 14. nóvember 2015 02:23 Á annað hundrað látnir eftir hryðjuverkaárásir í París Sjö árásir áttu sér stað víðsvegar um París í gærkvöldi 14. nóvember 2015 05:30 Búið að bera kennsl á einn árásarmanninn Minnst 128 eru látnir eftir árásir ISIS í París í gærkvöldi. 14. nóvember 2015 14:59 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira
Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, greindi frá því í kvöld að Frakklandsher muni halda loftárásum á skotmörk hryðjuverkasamtakanna ISIS í Sýrlandi áfram af fullu afli. Sky News greinir frá þessu. Fjöldi sjónarvotta hafa greint frá að árásarmennirnir í París hafi hrópað að árásirnar væru hefnd vegna loftárása Frakka í Sýrlandi. Þá hefur ISIS lýst yfir ábyrgð á árásum gærdagsins. Franskar orrustuþotur hafa tekið þátt í fjölþjóðlegri hernaðaraðgerð undir stjórn Bandaríkjahers gegn vígasveitum ISIS í Sýrlandi og Írak.Sjá einnig: Einn sjálfsvígssprengjumannanna var með miða á völlinn Valls greindi jafnframt frá því að stjórnvöld muni líklegast framlengja neyðarástand sem lýst var yfir í landinu í gærkvöldi. Francois Hollande Frakklandsforseti heimsótti fyrr í kvöld sjúkrahús í Paríarborg þar sem hann ræddi við heilbrigðisstarfsfólk og nokkra þá sem lifðu af árásirnar í gær.Þrítugur Frakki á meðal árásarmannaSaksóknarinn Francois Molins staðfesti fyrr í kvöld að 129 hafi fallið og 352 særst í árásunum. Þá staðfesti Molins að allir sjö árásarmennirnir hafi drepist. Þrír menn voru handteknir í Belgíu fyrr í dag vegna gruns um að þeir hafi komið að skipulagningu hryðjuverkaárásanna. Molins staðfesti að einn árásarmannanna hafi verið þrítugur Frakki. Sá hafi verið með sakaskrá en aldrei setið í fangelsi. Hann hafi búið í bænum Courcouronnes, 25 kílómetrum vestur af París, og ekki verið undir sérstöku eftirliti vegna gruns um að tengjast hryðjuverkastarfsemi. Allir árásarmenn eru sagðir hafa notast við Kalashnikov–riffla og sömu gerð af sprengjuvestum..@fhollande s'est rendu à l'hôpital Saint-Antoine pour faire un point avec les équipes https://t.co/kDSudp9i6u pic.twitter.com/8VLilj77iA— Élysée (@Elysee) November 14, 2015
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Sýna Frökkum stuðning með að lýsa byggingar með fánalitunum Frakkar eru ekki einir í baráttunni. 14. nóvember 2015 02:23 Á annað hundrað látnir eftir hryðjuverkaárásir í París Sjö árásir áttu sér stað víðsvegar um París í gærkvöldi 14. nóvember 2015 05:30 Búið að bera kennsl á einn árásarmanninn Minnst 128 eru látnir eftir árásir ISIS í París í gærkvöldi. 14. nóvember 2015 14:59 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira
Sýna Frökkum stuðning með að lýsa byggingar með fánalitunum Frakkar eru ekki einir í baráttunni. 14. nóvember 2015 02:23
Á annað hundrað látnir eftir hryðjuverkaárásir í París Sjö árásir áttu sér stað víðsvegar um París í gærkvöldi 14. nóvember 2015 05:30
Búið að bera kennsl á einn árásarmanninn Minnst 128 eru látnir eftir árásir ISIS í París í gærkvöldi. 14. nóvember 2015 14:59