Verkfallsboðun virðist hafa komið hreyfingu á viðræður Óli Kristján Ármannsson skrifar 14. nóvember 2015 07:00 Háskólanemar eru langþreyttir á truflun sem ítrekaðar verkfallsaðgerðir hafa á nám þeirra. vísir/Ernir „Það er kominn gangur í þessar viðræður núna og þar held ég nú að atkvæðagreiðslan [um verkfallsaðgerðir] hafi hjálpað til,“ segir Rúnar Vilhjálmsson, formaður Félags prófessora við ríkisháskóla, um yfirstandandi kjaraviðræður félagsins og Félags háskólakennara við ríkið. Fundað var í vikunni og boðað til nýs fundar í deilunni á mánudag. Prófessorafélagið boðaði undir lok október undirbúning aðgerða í desember. Í vikunni var svo samþykkt með 85 prósentum atkvæða verkfall 2. til 18. desember náist ekki samningar. „En núna er sem betur fer komin töluverð hreyfing á málin,“ segir Rúnar og segir samninganefndina alltaf leyfa sér að vera vongóða um að saman náist. Fundurinn á mánudag sé hins vegar mjög mikilvægur og ráði töluverðu um framhaldið.Rúnar Vilhjálmsson formaður Félags prófessora við ríkisháskóla„Það vill enginn stefna háskólastarfinu í upplausn eins og ef verst færi. Það myndum við síst vilja.“ Hins vegar hafi verið „ótrúlegur dráttur og tregða“ í viðræðunum. Félögin hafi fallist á að bíða bæði eftir niðurstöðu í deilu BHM og hjúkrunarfræðinga sem endaði með gerðardómi og svo eftir niðurstöðu SALEK-hópsins. Þó hafi viðræður lítið þokast áfram þegar þau mál lágu fyrir, þrátt fyrir að gefið hafi verið í skyn að samningar yrðu greiðari þegar þau mál leystust. „En ég leyfi mér að vera bjartsýnn og trúi ekki öðru en að ríkið vilji koma til móts við sanngjarnar kröfur félagsins,“ segir Rúnar, en það vilji verja kaupmátt prófessora. „Og það má ekki gerast að þeir dragist aftur úr öðrum á vinnumarkaði.“ Þar fyrir utan þurfi að horfa á málið í alþjóðlegu samhengi því um sé að ræða hóp sem geti fengið vinnu um allan heim. „Og lætur auðvitað ekki bjóða sér hvað sem er hér heima.“ Verkfall 2016 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira
„Það er kominn gangur í þessar viðræður núna og þar held ég nú að atkvæðagreiðslan [um verkfallsaðgerðir] hafi hjálpað til,“ segir Rúnar Vilhjálmsson, formaður Félags prófessora við ríkisháskóla, um yfirstandandi kjaraviðræður félagsins og Félags háskólakennara við ríkið. Fundað var í vikunni og boðað til nýs fundar í deilunni á mánudag. Prófessorafélagið boðaði undir lok október undirbúning aðgerða í desember. Í vikunni var svo samþykkt með 85 prósentum atkvæða verkfall 2. til 18. desember náist ekki samningar. „En núna er sem betur fer komin töluverð hreyfing á málin,“ segir Rúnar og segir samninganefndina alltaf leyfa sér að vera vongóða um að saman náist. Fundurinn á mánudag sé hins vegar mjög mikilvægur og ráði töluverðu um framhaldið.Rúnar Vilhjálmsson formaður Félags prófessora við ríkisháskóla„Það vill enginn stefna háskólastarfinu í upplausn eins og ef verst færi. Það myndum við síst vilja.“ Hins vegar hafi verið „ótrúlegur dráttur og tregða“ í viðræðunum. Félögin hafi fallist á að bíða bæði eftir niðurstöðu í deilu BHM og hjúkrunarfræðinga sem endaði með gerðardómi og svo eftir niðurstöðu SALEK-hópsins. Þó hafi viðræður lítið þokast áfram þegar þau mál lágu fyrir, þrátt fyrir að gefið hafi verið í skyn að samningar yrðu greiðari þegar þau mál leystust. „En ég leyfi mér að vera bjartsýnn og trúi ekki öðru en að ríkið vilji koma til móts við sanngjarnar kröfur félagsins,“ segir Rúnar, en það vilji verja kaupmátt prófessora. „Og það má ekki gerast að þeir dragist aftur úr öðrum á vinnumarkaði.“ Þar fyrir utan þurfi að horfa á málið í alþjóðlegu samhengi því um sé að ræða hóp sem geti fengið vinnu um allan heim. „Og lætur auðvitað ekki bjóða sér hvað sem er hér heima.“
Verkfall 2016 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira