Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Valur 25-22 | Janus í aðalhlutverki í sigri Hauka Ingvi Þór Sæmundsson í Schenker-höllinni skrifar 13. nóvember 2015 21:45 Janus Daði Smárason skoraði 13 mörk. vísir/stefán Janus Daði Smárason átti stórkostlegan leik þegar Haukar unnu topplið Vals, 25-22, í Olís-deild karla í kvöld. Með sigrinum minnkuðu Haukar forskot Valsmanna á toppnum í tvö stig en Íslandsmeistararnir eiga einnig leik til góða.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari 365, var á vellinum í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Janus stjórnaði sýningunni í kvöld og var hreinlega allt í öllu í sóknarleik Hauka. Hann skoraði 13 mörk, þar af níu í fyrri hálfleik, og átti auk þess fjölda stoðsendinga á félaga sína. Það er ekki óvarlegt að áætla að Janus hafi komið með beinum hætti að um 20 mörkum í kvöld en Valsmenn áttu engin svör við Selfyssingnum sem héldu engin bönd. Fyrri hálfleikurinn var stórskemmtilegur, með eindæmum hraður og bæði lið léku vel. Valsmenn hafa oft átt í vandræðum með Giedrius Morkunas, markvörð Hauka, en þeir skutu vel á hann í fyrri hálfleik en Litháinn varði þá aðeins fimm skot sem þykir lítið á þeim bænum. Sóknarleikur Vals var þó langt frá því að vera fullkominn en liðið skoraði ekki mark í 10 mínútur um miðbik fyrri hálfleiks. Haukar gengu á lagið og breyttu stöðunni úr 6-7 í 11-7. Valsmenn voru þó ekki dauðir úr öllum æðum og svöruðu með þremur mörkum í röð, öll eftir hraðaupphlaup sem skiluðu gestunum fimm mörkum í fyrri hálfleik. Haukar skoruðu hins vegar ekki mark úr hraðaupphlaupi í fyrri hálfleik en leiddu samt, 13-11, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Valsmenn komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og þá sérstaklega Daníel Ingason. Þessi efnilegi leikmaður skoraði þrjú af fyrstu fimm mörkum Vals í seinni hálfleiks en hann jafnaði metin í 16-16 þegar 21 mínúta var eftir af leiknum. Í stöðunni 16-14 urðu Valsmenn fyrir miklu áfalli þegar fékk Geir Guðmundsson fékk að líta rauða spjaldið. Geir, sem var að leika sinn fyrsta leik síðan í 2. umferð, hafði spilað vel fram að brottvísuninni og án hans hökti sóknarleikur Vals verulega enda engin önnur örvhent skytta í leikmannahópi gestanna. Janus kom Haukum yfir, 17-16, með sínu 13. og síðasta marki í leiknum. Það sem eftir lifði leiks einbeitti hann sér að því að mata félaga sína og átti margar stórglæsilegar sendingar sem skiluðu mörkum. Til að bæta gráu ofan á svart fyrir Valsmenn fór Giedrius að verja í markinu og smám saman dró í sundur með liðunum. Haukar komust í 20-16 en Valsmenn minnkuðu muninn í eitt mark þökk sé þremur mörkum í röð frá Guðmundi Hólmari Helgasyni. En þá féll gestunum allur ketill í eld og Haukar gengu á lagið. Meistararnir gerðu fimm mörk gegn einu og komust fimm mörkum yfir, 25-20. Valur náði að laga stöðuna undir lokin en sigri Hauka var ekki ógnað. Lokatölur 25-22. Janus var langmarkahæstur í liði Hauka með 13 mörk en þeir Einar Pétur Pétursson og Elías Már Halldórsson komu næstir með þrjú mörk hvor. Giedrius varði 12 skot í seinni hálfleik. Guðmundur og Daníel skoruðu báðir sjö mörk fyrir Val og Geir gerði fjögur mörk meðan hans naut við.Gunnar: Urðum að vinna til bjarga fótboltaferlinum hans Janusar Janus Daði Smárason átti stórleik þegar Haukar lögðu Val að velli, 25-22, í 12. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Janus skoraði 13 mörk, þar af níu í fyrri hálfleik, og átti auk þess fjölda stoðsendinga á félaga sína. Það var þó alls óvíst að Janusi gæti spilað leikinn en hann varð fyrir meiðslum í fótbolta á æfingu Hauka á mánudaginn. "Hann var frábær en hann spilaði svolítið á samviskunni í dag," sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka. "Hann meiddist illa á ökkla í fótbolta á æfingu á mánudaginn og ég ákvað að fresta þessum fótboltafundi framyfir þennan leik. "Hann vissi alveg hvað var í húfi, við urðum að vinna þennan leik til að bjarga fótboltaferlinum hans," sagði Gunnar léttur í bragði en sjálfur var Janus fastur í maraþonviðtali við finnska sjónvarpsstöð. "Hann mætti hérna á hækjum og hefur ekki getað stigið í löppina síðan á mánudaginn. Hann var teipaður í dag og svo ætluðum við að sjá hvort hann gæti hitað upp eða ekki. Ég var alls ekki viss um að hann gæti spilað," sagði Gunnar ennfremur. Þjálfarinn var að vonum hæstánægður með sigur Hauka en þeir hafa unnið báða leikina gegn Val í deildinni og eru því búnir að tryggja sér betri stöðu í innbyrðis viðureignum liðanna. "Þetta var frábær sigur og frábær liðsheild. Varnarleikurinn var góður og við vorum agaðir í sóknarleiknum og hleyptum þeim ekki oft í hraðaupphlaupin sín. "Þótt Janus hafi verið frábær var liðsheildin stórkostleg," sagði Gunnar en það munaði miklu fyrir Hauka að Giedrius Morkunas fór að verja eins og berserkur í seinni hálfleik eftir að hafa verið rólegur í þeim fyrri. "Hann var svona upp og miður en tók góða bolta. Hann var góður líkt og vörnin og mér fannst við hafa góða stjórn á leiknum," sagði Gunnar að lokum.Guðmundur Hólmar: Janus var frábær og klúðraði varla skoti Guðmundur Hólmar Helgason skoraði sjö mörk þegar Valur tapaði fyrir Haukum í toppslag í Olís-deild karla í kvöld. Akureyringurinn var að vonum svekktur með tapið sem var það fyrsta hjá Val síðan 17. september en þá töpuðu Valsmenn einmitt fyrir Haukum. "Það var svona sitt lítið af hvoru," sagði Guðmundur aðspurður hvað hafi farið úrskeiðis í leiknum. "Það vantaði bara 5% ofan á, bæði í vörn og sókn. Við stóðum vörnina ágætlega en svo komu svona aulamörk sem drápu okkur. "Janus (Daði Smárason) var auðvitað frábær í dag og klúðraði varla skoti," sagði Guðmundur ennfremur en umræddur Janus fór illa með Valsmenn í kvöld og skoraði 13 mörk. Guðmundur segir að það hafi verið áfall fyrir Val að missa Geir Guðmundsson út af með rautt spjald í byrjun seinni hálfleiks. "Við missum Geira út af og við erum ekki alveg nógu vanir því að spila með rétthentan mann hægra megin fyrir utan. Það reyndist okkur erfitt," sagði Guðmundur en hvað fannst honum um rauða spjaldið? "Mér fannst þetta vera tvær mínútur. Hann fór ekki í andlitið á honum en þetta leit illa út. Dómararnir gera það besta í stöðunni eins og við og ég ætla ekki að væla yfir þessum dómi," sagði Guðmundur að endingu. Olís-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Fótbolti Fleiri fréttir Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Leik lokið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Sjá meira
Janus Daði Smárason átti stórkostlegan leik þegar Haukar unnu topplið Vals, 25-22, í Olís-deild karla í kvöld. Með sigrinum minnkuðu Haukar forskot Valsmanna á toppnum í tvö stig en Íslandsmeistararnir eiga einnig leik til góða.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari 365, var á vellinum í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Janus stjórnaði sýningunni í kvöld og var hreinlega allt í öllu í sóknarleik Hauka. Hann skoraði 13 mörk, þar af níu í fyrri hálfleik, og átti auk þess fjölda stoðsendinga á félaga sína. Það er ekki óvarlegt að áætla að Janus hafi komið með beinum hætti að um 20 mörkum í kvöld en Valsmenn áttu engin svör við Selfyssingnum sem héldu engin bönd. Fyrri hálfleikurinn var stórskemmtilegur, með eindæmum hraður og bæði lið léku vel. Valsmenn hafa oft átt í vandræðum með Giedrius Morkunas, markvörð Hauka, en þeir skutu vel á hann í fyrri hálfleik en Litháinn varði þá aðeins fimm skot sem þykir lítið á þeim bænum. Sóknarleikur Vals var þó langt frá því að vera fullkominn en liðið skoraði ekki mark í 10 mínútur um miðbik fyrri hálfleiks. Haukar gengu á lagið og breyttu stöðunni úr 6-7 í 11-7. Valsmenn voru þó ekki dauðir úr öllum æðum og svöruðu með þremur mörkum í röð, öll eftir hraðaupphlaup sem skiluðu gestunum fimm mörkum í fyrri hálfleik. Haukar skoruðu hins vegar ekki mark úr hraðaupphlaupi í fyrri hálfleik en leiddu samt, 13-11, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Valsmenn komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og þá sérstaklega Daníel Ingason. Þessi efnilegi leikmaður skoraði þrjú af fyrstu fimm mörkum Vals í seinni hálfleiks en hann jafnaði metin í 16-16 þegar 21 mínúta var eftir af leiknum. Í stöðunni 16-14 urðu Valsmenn fyrir miklu áfalli þegar fékk Geir Guðmundsson fékk að líta rauða spjaldið. Geir, sem var að leika sinn fyrsta leik síðan í 2. umferð, hafði spilað vel fram að brottvísuninni og án hans hökti sóknarleikur Vals verulega enda engin önnur örvhent skytta í leikmannahópi gestanna. Janus kom Haukum yfir, 17-16, með sínu 13. og síðasta marki í leiknum. Það sem eftir lifði leiks einbeitti hann sér að því að mata félaga sína og átti margar stórglæsilegar sendingar sem skiluðu mörkum. Til að bæta gráu ofan á svart fyrir Valsmenn fór Giedrius að verja í markinu og smám saman dró í sundur með liðunum. Haukar komust í 20-16 en Valsmenn minnkuðu muninn í eitt mark þökk sé þremur mörkum í röð frá Guðmundi Hólmari Helgasyni. En þá féll gestunum allur ketill í eld og Haukar gengu á lagið. Meistararnir gerðu fimm mörk gegn einu og komust fimm mörkum yfir, 25-20. Valur náði að laga stöðuna undir lokin en sigri Hauka var ekki ógnað. Lokatölur 25-22. Janus var langmarkahæstur í liði Hauka með 13 mörk en þeir Einar Pétur Pétursson og Elías Már Halldórsson komu næstir með þrjú mörk hvor. Giedrius varði 12 skot í seinni hálfleik. Guðmundur og Daníel skoruðu báðir sjö mörk fyrir Val og Geir gerði fjögur mörk meðan hans naut við.Gunnar: Urðum að vinna til bjarga fótboltaferlinum hans Janusar Janus Daði Smárason átti stórleik þegar Haukar lögðu Val að velli, 25-22, í 12. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Janus skoraði 13 mörk, þar af níu í fyrri hálfleik, og átti auk þess fjölda stoðsendinga á félaga sína. Það var þó alls óvíst að Janusi gæti spilað leikinn en hann varð fyrir meiðslum í fótbolta á æfingu Hauka á mánudaginn. "Hann var frábær en hann spilaði svolítið á samviskunni í dag," sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka. "Hann meiddist illa á ökkla í fótbolta á æfingu á mánudaginn og ég ákvað að fresta þessum fótboltafundi framyfir þennan leik. "Hann vissi alveg hvað var í húfi, við urðum að vinna þennan leik til að bjarga fótboltaferlinum hans," sagði Gunnar léttur í bragði en sjálfur var Janus fastur í maraþonviðtali við finnska sjónvarpsstöð. "Hann mætti hérna á hækjum og hefur ekki getað stigið í löppina síðan á mánudaginn. Hann var teipaður í dag og svo ætluðum við að sjá hvort hann gæti hitað upp eða ekki. Ég var alls ekki viss um að hann gæti spilað," sagði Gunnar ennfremur. Þjálfarinn var að vonum hæstánægður með sigur Hauka en þeir hafa unnið báða leikina gegn Val í deildinni og eru því búnir að tryggja sér betri stöðu í innbyrðis viðureignum liðanna. "Þetta var frábær sigur og frábær liðsheild. Varnarleikurinn var góður og við vorum agaðir í sóknarleiknum og hleyptum þeim ekki oft í hraðaupphlaupin sín. "Þótt Janus hafi verið frábær var liðsheildin stórkostleg," sagði Gunnar en það munaði miklu fyrir Hauka að Giedrius Morkunas fór að verja eins og berserkur í seinni hálfleik eftir að hafa verið rólegur í þeim fyrri. "Hann var svona upp og miður en tók góða bolta. Hann var góður líkt og vörnin og mér fannst við hafa góða stjórn á leiknum," sagði Gunnar að lokum.Guðmundur Hólmar: Janus var frábær og klúðraði varla skoti Guðmundur Hólmar Helgason skoraði sjö mörk þegar Valur tapaði fyrir Haukum í toppslag í Olís-deild karla í kvöld. Akureyringurinn var að vonum svekktur með tapið sem var það fyrsta hjá Val síðan 17. september en þá töpuðu Valsmenn einmitt fyrir Haukum. "Það var svona sitt lítið af hvoru," sagði Guðmundur aðspurður hvað hafi farið úrskeiðis í leiknum. "Það vantaði bara 5% ofan á, bæði í vörn og sókn. Við stóðum vörnina ágætlega en svo komu svona aulamörk sem drápu okkur. "Janus (Daði Smárason) var auðvitað frábær í dag og klúðraði varla skoti," sagði Guðmundur ennfremur en umræddur Janus fór illa með Valsmenn í kvöld og skoraði 13 mörk. Guðmundur segir að það hafi verið áfall fyrir Val að missa Geir Guðmundsson út af með rautt spjald í byrjun seinni hálfleiks. "Við missum Geira út af og við erum ekki alveg nógu vanir því að spila með rétthentan mann hægra megin fyrir utan. Það reyndist okkur erfitt," sagði Guðmundur en hvað fannst honum um rauða spjaldið? "Mér fannst þetta vera tvær mínútur. Hann fór ekki í andlitið á honum en þetta leit illa út. Dómararnir gera það besta í stöðunni eins og við og ég ætla ekki að væla yfir þessum dómi," sagði Guðmundur að endingu.
Olís-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Fótbolti Fleiri fréttir Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Leik lokið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Sjá meira