Umfjöllun: Pólland - Ísland 4-2 | Hrun í síðari hálfleik 13. nóvember 2015 21:45 Kolbeinn fellur í teignum. Stuttu síðar var dæmd vítaspyrna sem Gylfi nýtti. vísir/ap Mjög slakur síðari hálfleikur varð Íslandi að falli í 4-2 tapi gegn Póllandi í vináttulandsleik, en leikið var í Póllandi í kvöld. Ísland leiddi í hálfleik, 1-0. Leikurinn var fyrsti liðurinn í undirbúningi Íslands fyrir undankeppni EM sem fram fer í Frakklandi næsta sumar. Gylfi kom Íslandi yfir í fyrri hálfleik úr vítaspyrnu og staðan var 1-0 í hálfleik. Í síðari hálfleik var vörnin hins vegar götótt og mörkin láku inn. Lokatölur 4-2 sigur Pólverja. Byrjunin hjá Íslandi var draumi líkast. Eftir þrjár mínútur vann Kolbeinn Sigþórsson boltinn rétt fyrir utan teiginn hjá Póllandi, keyrði á vörnina og fiskaði víti. Gylfi Sigurðsson steig á punktinn og skoraði eitt öruggasta víti sem hefur verið tekið á Stadion Narodowy í Varsjá, en Kolbeinn þurfti að fara af velli nokkru síðar vegna meiðsla. Strákarnir héldu vel á spilunum eftir það. Þeir spiluðu agaðan og góðan varnarleik þar sem Aron Einar Gunnarsson stýrði miðjunni mjög vel og þar fyrir aftan voru Ragnar og Hólmar Örn mjög traustir. Inn á milli átti Ísland fínar sóknir. Ein þeirra skilaði nærri marki, en skot Gylfa var þó naumlega framhjá. Ísland einu marki yfir í hálfleik og fyrri hálfleikurinn virkilega jákvæður, bæði varnar- og sóknarlega, en einu neikvæðu fréttirnar voru meiðsli Kolbeins Sigþórssonar.Strákarnir okkar fagna marki Alfreðs.vísir/adam jastrzebowskiÍ hálfleik gerðu Lars og Heimir tvær breytingar. Rúnar Már Sigurjónsson og Theodór Elmar Bjarnason komu inná. Byrjunin á síðari hálfleik var ekki merkileg hjá Íslandi; liðið hélt boltanum illa innan liðsins og Pólverjar færðu sig upp á skaftið. Söknuður af Aroni og Birki sem eru liðinu rosalega mikilvægir. Kamil Grosicki jafnaði svo eftir sjö mínútna leik í síðari hálfleik með hörkuskoti, en þar hefði Ögmundur líklega getað gert betur. Stundarfjórðungi síðar var staðan skyndilega orðni 2-1 og einhverjir héldu þá að Pólverjar myndu salla inn mörkum á okkur, enda var Ísland í vandræðum á þeim tímapunkti. Alfreð Finnbogason var ekki á sama máli. Hann fékk boltann af harðfylgi inn fyrir vörn Pólverja og skoraði með góðu skoti framhjá Szczesny í markin og staðan skyndilega orðin 2-2. Vel gert hjá Alfreð sem hefði þó getað skorað annað mark skömmu síðar, en þá avr hann of lengi að athafna sig og varnarmenn Pólverja komust fyrir. Eftir það snerist leikurinn upp í hendur Pólverja. Þeir fengu góð færi og varnarleikur Ísland í heild sinni var slakur. Robert Lewandowski bætti við tveimur mörkum áður en yfir lauk, en síðara markið átti Ögmundur Kristinsson að verja. Lokatölur 4-2. Aron Einar Gunnarsson fór af velli í hálfeik og í síðari hálfleik fengu strákarnir á sig fjögur mörk. Það þarf ekki stjörnufræðing til að sjá að hann er liðinu gífurlega mikilvægur og jafnvel mikilvægari en einhverjir halda. Varnarleikur liðsins var ekki nægilega góður, þá ser í lagi í síðari hálfleik. Liðið fékk á sig fjögur mörk, en fékk á sig sex mörk í tíu leikjum í undankeppni Evrópumótsins. Ekki gott, en vissulega vantaði Hannes og Kára í öftustu línurnar og spiluðu þeir all flesta leikina í riðlinum. Ísland fékk þó nokkur færi og það er eitthvað jákvætt sem þjálfararnir taka út úr leiknum, en strákarnir okkar hefðu getað skorað fleiri mörk. Hólmar Örn og Ragnar voru ágætir saman, þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Gylfi er alltaf yfirvegaður og spilar nánast alltaf vel og nýliðinn Arnór Ingvi komst vel frá frumraun sinni. Hann mun klárlega vera í plönum þjálfaranna í næstu leikjum. Liðið saknaði vinnslusemi Arons Einars og Birkis í síðari hálfleik. Ísland mætir Slóvakíu á þriðjudag og munum við þá líklega fá einhverja aðra tilraunastarfsemi en sást í kvöld. Þar verður athyglisvert að sjá hvort Ingvar Jónsson, Hjörtur Hermannsson, Oliver Sigurjónsson og fleiri fái að spreyta sig. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Sjá meira
Mjög slakur síðari hálfleikur varð Íslandi að falli í 4-2 tapi gegn Póllandi í vináttulandsleik, en leikið var í Póllandi í kvöld. Ísland leiddi í hálfleik, 1-0. Leikurinn var fyrsti liðurinn í undirbúningi Íslands fyrir undankeppni EM sem fram fer í Frakklandi næsta sumar. Gylfi kom Íslandi yfir í fyrri hálfleik úr vítaspyrnu og staðan var 1-0 í hálfleik. Í síðari hálfleik var vörnin hins vegar götótt og mörkin láku inn. Lokatölur 4-2 sigur Pólverja. Byrjunin hjá Íslandi var draumi líkast. Eftir þrjár mínútur vann Kolbeinn Sigþórsson boltinn rétt fyrir utan teiginn hjá Póllandi, keyrði á vörnina og fiskaði víti. Gylfi Sigurðsson steig á punktinn og skoraði eitt öruggasta víti sem hefur verið tekið á Stadion Narodowy í Varsjá, en Kolbeinn þurfti að fara af velli nokkru síðar vegna meiðsla. Strákarnir héldu vel á spilunum eftir það. Þeir spiluðu agaðan og góðan varnarleik þar sem Aron Einar Gunnarsson stýrði miðjunni mjög vel og þar fyrir aftan voru Ragnar og Hólmar Örn mjög traustir. Inn á milli átti Ísland fínar sóknir. Ein þeirra skilaði nærri marki, en skot Gylfa var þó naumlega framhjá. Ísland einu marki yfir í hálfleik og fyrri hálfleikurinn virkilega jákvæður, bæði varnar- og sóknarlega, en einu neikvæðu fréttirnar voru meiðsli Kolbeins Sigþórssonar.Strákarnir okkar fagna marki Alfreðs.vísir/adam jastrzebowskiÍ hálfleik gerðu Lars og Heimir tvær breytingar. Rúnar Már Sigurjónsson og Theodór Elmar Bjarnason komu inná. Byrjunin á síðari hálfleik var ekki merkileg hjá Íslandi; liðið hélt boltanum illa innan liðsins og Pólverjar færðu sig upp á skaftið. Söknuður af Aroni og Birki sem eru liðinu rosalega mikilvægir. Kamil Grosicki jafnaði svo eftir sjö mínútna leik í síðari hálfleik með hörkuskoti, en þar hefði Ögmundur líklega getað gert betur. Stundarfjórðungi síðar var staðan skyndilega orðni 2-1 og einhverjir héldu þá að Pólverjar myndu salla inn mörkum á okkur, enda var Ísland í vandræðum á þeim tímapunkti. Alfreð Finnbogason var ekki á sama máli. Hann fékk boltann af harðfylgi inn fyrir vörn Pólverja og skoraði með góðu skoti framhjá Szczesny í markin og staðan skyndilega orðin 2-2. Vel gert hjá Alfreð sem hefði þó getað skorað annað mark skömmu síðar, en þá avr hann of lengi að athafna sig og varnarmenn Pólverja komust fyrir. Eftir það snerist leikurinn upp í hendur Pólverja. Þeir fengu góð færi og varnarleikur Ísland í heild sinni var slakur. Robert Lewandowski bætti við tveimur mörkum áður en yfir lauk, en síðara markið átti Ögmundur Kristinsson að verja. Lokatölur 4-2. Aron Einar Gunnarsson fór af velli í hálfeik og í síðari hálfleik fengu strákarnir á sig fjögur mörk. Það þarf ekki stjörnufræðing til að sjá að hann er liðinu gífurlega mikilvægur og jafnvel mikilvægari en einhverjir halda. Varnarleikur liðsins var ekki nægilega góður, þá ser í lagi í síðari hálfleik. Liðið fékk á sig fjögur mörk, en fékk á sig sex mörk í tíu leikjum í undankeppni Evrópumótsins. Ekki gott, en vissulega vantaði Hannes og Kára í öftustu línurnar og spiluðu þeir all flesta leikina í riðlinum. Ísland fékk þó nokkur færi og það er eitthvað jákvætt sem þjálfararnir taka út úr leiknum, en strákarnir okkar hefðu getað skorað fleiri mörk. Hólmar Örn og Ragnar voru ágætir saman, þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Gylfi er alltaf yfirvegaður og spilar nánast alltaf vel og nýliðinn Arnór Ingvi komst vel frá frumraun sinni. Hann mun klárlega vera í plönum þjálfaranna í næstu leikjum. Liðið saknaði vinnslusemi Arons Einars og Birkis í síðari hálfleik. Ísland mætir Slóvakíu á þriðjudag og munum við þá líklega fá einhverja aðra tilraunastarfsemi en sást í kvöld. Þar verður athyglisvert að sjá hvort Ingvar Jónsson, Hjörtur Hermannsson, Oliver Sigurjónsson og fleiri fái að spreyta sig.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Sjá meira