Fisker Karma fær BMW vélar og rafmagnsdrifrásir Finnur Thorlacius skrifar 13. nóvember 2015 09:37 Fisker Karma bílar hafa vakið athygli fyrir fagurlega hönnun. Autoblog Nýr eigandi hins gjaldþrota Fisker Karma, sem nú ber nafnið Karma Automotive, hefur greint frá samningi við BMW um útvegun véla og rafmagnsdrifrása í nýja bíla Karma. Það sem mest kemur á óvart varðandi þetta samstarf er að BMW mun útvega rafhlöður, rafmótora og brunavélar í Karma bíla. Margir hefðu haldið að samstarfið væri tvíhliða og að Karma myndi aðstoða BMW við útvegun rafhlaða og rafmótora á móti brunavélum frá BMW, rétt eins og Tesla hefur útvegað Toyota og Daimler rafmagnsdrifrásir. Það sýnir ef til vill best hvað BMW er komið langt í þróun rafbíla sjálft, en Fisker Karma bílar voru með rafmagnsdrifrás áður en að gjaldþroti þess kom. BMW hefur náð mikilli sölu á i3 og i8 rafmagnsbílum sínum, sem og í tvinnaflbílum BMW 3, 5 og 7 bíla sinna. Eigendur Karma Automotive eru kínverskir, en það var Wanxiang bílaframleiðandinn sem keypti hið gjaldþrota Fisker Karma. Ekki kemur fram hvenær vænta megi nýrra bíla frá Karma Automotive. Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent
Nýr eigandi hins gjaldþrota Fisker Karma, sem nú ber nafnið Karma Automotive, hefur greint frá samningi við BMW um útvegun véla og rafmagnsdrifrása í nýja bíla Karma. Það sem mest kemur á óvart varðandi þetta samstarf er að BMW mun útvega rafhlöður, rafmótora og brunavélar í Karma bíla. Margir hefðu haldið að samstarfið væri tvíhliða og að Karma myndi aðstoða BMW við útvegun rafhlaða og rafmótora á móti brunavélum frá BMW, rétt eins og Tesla hefur útvegað Toyota og Daimler rafmagnsdrifrásir. Það sýnir ef til vill best hvað BMW er komið langt í þróun rafbíla sjálft, en Fisker Karma bílar voru með rafmagnsdrifrás áður en að gjaldþroti þess kom. BMW hefur náð mikilli sölu á i3 og i8 rafmagnsbílum sínum, sem og í tvinnaflbílum BMW 3, 5 og 7 bíla sinna. Eigendur Karma Automotive eru kínverskir, en það var Wanxiang bílaframleiðandinn sem keypti hið gjaldþrota Fisker Karma. Ekki kemur fram hvenær vænta megi nýrra bíla frá Karma Automotive.
Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent