Hraðatakmörkunum létt af Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 13. nóvember 2015 09:18 Nürburgring brautin í Þýskalandi. Autoblog Margir kætast við það nú að hraðatakmörkunum hefur verið létt frá og með næstu áramótum af kappakstursbrautinni Nürburgring í Þýskalandi. Þær voru settar vegna tíðra slysa, meðal annars banaslysa á brautinni. Í kjölfarið var eigendum brautarinnar gert að bæta öryggi á henni og hefur verið bætt við vegriðum, fletja út miklar hækkanir hennar á ýmsum stöðum og banna áhorfendur á öðrum hættulegum stöðum. Það er akstursíþróttasambandið FIA sem samþykkt hefur þessar breytingar og með henni má aka eins hratt á henni og hver kýs. Með því er áfram hægt að keppa að metbætingum á henni og búast má við að ýmsir bílaframleiðendur nýti sér það á næstunni en þessi braut hefur verið viðmið fyrir getu bestu bíla heims og þar hefur farið fram mikil samkeppni í ýmsum flokkum bíla og tímar þeirra reglulega bættir. Í mars síðastliðnum varð banaslys á brautinni í VLN Endurance Championship keppni og í kjölfar þess voru hraðatakmarkanir settar á hluta brautarinnar og það fyrir alla bíla. Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent
Margir kætast við það nú að hraðatakmörkunum hefur verið létt frá og með næstu áramótum af kappakstursbrautinni Nürburgring í Þýskalandi. Þær voru settar vegna tíðra slysa, meðal annars banaslysa á brautinni. Í kjölfarið var eigendum brautarinnar gert að bæta öryggi á henni og hefur verið bætt við vegriðum, fletja út miklar hækkanir hennar á ýmsum stöðum og banna áhorfendur á öðrum hættulegum stöðum. Það er akstursíþróttasambandið FIA sem samþykkt hefur þessar breytingar og með henni má aka eins hratt á henni og hver kýs. Með því er áfram hægt að keppa að metbætingum á henni og búast má við að ýmsir bílaframleiðendur nýti sér það á næstunni en þessi braut hefur verið viðmið fyrir getu bestu bíla heims og þar hefur farið fram mikil samkeppni í ýmsum flokkum bíla og tímar þeirra reglulega bættir. Í mars síðastliðnum varð banaslys á brautinni í VLN Endurance Championship keppni og í kjölfar þess voru hraðatakmarkanir settar á hluta brautarinnar og það fyrir alla bíla.
Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent