Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Afturelding 25- 20 | Dýrmæt stig heimamanna Ólafur Haukur Tómasson í KA-heimilinu skrifar 12. nóvember 2015 20:00 vísir/vilhelm Heimamenn í Akureyri byrjuðu leikinn af miklum krafti og gáfu tóninn strax í upphafi. Þeir höfðu yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn en náðu samt aldrei að hrista Mosfellingana alveg af sér. Forysta Akureyrar var alltaf á bilinu tvö til fjögur mörk og leiddu þeir með fjórum mörkum í hálfleik, 13-9. Athygli vakti að markverðir Aftureldingar vörðu ekki skot í fyrri hálfleiknum þó kannski megi deila um að þeir hafi varið einn bolta eftir að dómarinn hafði dæmt aukakast. Markverðirnir voru báðir úti á velli í leikhlé og reyndu að hita sig betur upp. Pálmar Pétursson mætti töluvert heitari inn í seinni hálfleikinn og tókst að verja sjö bolta. Aukin markvarsla í upphafi seinni hálfleiks varð til þess að Afturelding komst loks inn í leikinn og náðu fljótlega að jafna í 13-13. Þeir héldu í við heimamenn þar til um miðjan seinni hálfleik en voru þó alltaf skrefi á eftir. Heimamönnum tókst svo að skríða aftur fram úr gestunum og unnu að lokum verðskuldaðan fimm marka sigur og næla sér í mjög dýrmæt stig. Kristján Orri Jóhannsson með sjö mörk og Bergvin Gíslason með sex voru atkvæðamestir í sóknarleik Akureyrar og Heiðar Levý Guðmundsson átti fínan leik á bak við vörn Akureyrar og varði ellefu skot, þar af nokkur mikilvæg undir lok leiks. Gunnar Þórsson með sex mörk, þar af fimm úr vítum, og Birkir Benediktsson með fimm mörk voru atkvæðamestir í sókn Aftureldingar og Pálmar, sem átti mjög góðan seinni hálfleik, varði sjö skot í markinu.Gunnar: Ef það vantar markvörslu þá þurfa hinir að bæta það upp „Þetta var ekki nógu gott. Ég veit ekki hvað það var sem gerðist, ég vil ekki segja að við höfum verið hræddir við að fara í KA-heimilið en það leit þannig út. Við mættum ekki tilbúnir og vorum alltaf einu skrefi á eftir þó við náum að jafna þá annað slagið en þá verðum við að halda áfram því þetta kemur ekki af sjálfu sér,“ sagði Gunnar Þórsson leikmaður Aftureldingar eftir leikinn en hann var ekki alltof sáttur með frammistöðu sinna manna í leiknum í kvöld. Eins og áður kom fram var markvarsla Aftureldingar í fyrri hálfleiknum engin og hefur það eflaust haft eitthvað að segja með forystu heimamanna þegar hann var flautaður af. Gunnar taldi markvörsluna hafa vantað þá vildi hann ekki kenna henni um og hélt því fram að þá hefði vörnin og sóknin bara átt að gera betur. „Það vantaði klárlega markvörsluna í fyrri hálfleik. Það má kannski segja að ef heppnin hefði verið með okkur í fyrri hálfleik að þá hefðum við kannski getað verið nær þessu eða jafnvel tekið þetta. Stundum er markvarslan ekki í lagi og þá verðum við í vörninni bara að stíga upp og við verðum að skora meira,“ sagði Gunnar, sem var markahæstur í liði Aftureldingar í kvöld.Sverre Jakobsson: Við erum að leiðrétta slaka byrjun „Við sýndum frábæra liðsheild. Þetta eru flottir strákar og eru búnir að vinna hörðum höndum frá því við byrjuðum að spila þessa leiki í haust og hafa unnið sig í gegnum mikið mótlæti sem skilar sér í frábæri liðsheild. Liðsheildin small, karakterinn small og það er okkar styrkleiki,“ sagði Sverre, þjálfari Akureyrar, sem var mjög ánægður með sína menn í kvöld. Akureyri byrjaði leiktíðina afar illa og tapaði fyrstu fimm leikjum tímabilsins og útlitið var ekki bjart norðan heiða. Liðið hefur hins vegar tekist að snúa blaðinu ágætlega við og hafa nælt í átta stig úr sex leikjum eftir það. „Strákarnir hafa lagt gífurlega mikið á sig og það er ekki sjálfsagt að snúa blaðinu við eftir að lenda í svona sterku mótlæti í upphafi tímabils en þeir eiga skilið mikið hrós en það er enn mikið verk fyrir höndum. Við erum rétt að leiðrétta kaflan sem við lentum í í byrjun svo við erum kannski nokkurn veginn á pari. Við erum að leitast eftir stöðugleika í liðið svo við getum mætt samkeppnishæfir í hvaða leik sem er. Við erum að nálgast það, við getum gefið okkur það. Við erum á betri vegferð núna en í byrjun,“ sagði Sverre. Olís-deild karla Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
Heimamenn í Akureyri byrjuðu leikinn af miklum krafti og gáfu tóninn strax í upphafi. Þeir höfðu yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn en náðu samt aldrei að hrista Mosfellingana alveg af sér. Forysta Akureyrar var alltaf á bilinu tvö til fjögur mörk og leiddu þeir með fjórum mörkum í hálfleik, 13-9. Athygli vakti að markverðir Aftureldingar vörðu ekki skot í fyrri hálfleiknum þó kannski megi deila um að þeir hafi varið einn bolta eftir að dómarinn hafði dæmt aukakast. Markverðirnir voru báðir úti á velli í leikhlé og reyndu að hita sig betur upp. Pálmar Pétursson mætti töluvert heitari inn í seinni hálfleikinn og tókst að verja sjö bolta. Aukin markvarsla í upphafi seinni hálfleiks varð til þess að Afturelding komst loks inn í leikinn og náðu fljótlega að jafna í 13-13. Þeir héldu í við heimamenn þar til um miðjan seinni hálfleik en voru þó alltaf skrefi á eftir. Heimamönnum tókst svo að skríða aftur fram úr gestunum og unnu að lokum verðskuldaðan fimm marka sigur og næla sér í mjög dýrmæt stig. Kristján Orri Jóhannsson með sjö mörk og Bergvin Gíslason með sex voru atkvæðamestir í sóknarleik Akureyrar og Heiðar Levý Guðmundsson átti fínan leik á bak við vörn Akureyrar og varði ellefu skot, þar af nokkur mikilvæg undir lok leiks. Gunnar Þórsson með sex mörk, þar af fimm úr vítum, og Birkir Benediktsson með fimm mörk voru atkvæðamestir í sókn Aftureldingar og Pálmar, sem átti mjög góðan seinni hálfleik, varði sjö skot í markinu.Gunnar: Ef það vantar markvörslu þá þurfa hinir að bæta það upp „Þetta var ekki nógu gott. Ég veit ekki hvað það var sem gerðist, ég vil ekki segja að við höfum verið hræddir við að fara í KA-heimilið en það leit þannig út. Við mættum ekki tilbúnir og vorum alltaf einu skrefi á eftir þó við náum að jafna þá annað slagið en þá verðum við að halda áfram því þetta kemur ekki af sjálfu sér,“ sagði Gunnar Þórsson leikmaður Aftureldingar eftir leikinn en hann var ekki alltof sáttur með frammistöðu sinna manna í leiknum í kvöld. Eins og áður kom fram var markvarsla Aftureldingar í fyrri hálfleiknum engin og hefur það eflaust haft eitthvað að segja með forystu heimamanna þegar hann var flautaður af. Gunnar taldi markvörsluna hafa vantað þá vildi hann ekki kenna henni um og hélt því fram að þá hefði vörnin og sóknin bara átt að gera betur. „Það vantaði klárlega markvörsluna í fyrri hálfleik. Það má kannski segja að ef heppnin hefði verið með okkur í fyrri hálfleik að þá hefðum við kannski getað verið nær þessu eða jafnvel tekið þetta. Stundum er markvarslan ekki í lagi og þá verðum við í vörninni bara að stíga upp og við verðum að skora meira,“ sagði Gunnar, sem var markahæstur í liði Aftureldingar í kvöld.Sverre Jakobsson: Við erum að leiðrétta slaka byrjun „Við sýndum frábæra liðsheild. Þetta eru flottir strákar og eru búnir að vinna hörðum höndum frá því við byrjuðum að spila þessa leiki í haust og hafa unnið sig í gegnum mikið mótlæti sem skilar sér í frábæri liðsheild. Liðsheildin small, karakterinn small og það er okkar styrkleiki,“ sagði Sverre, þjálfari Akureyrar, sem var mjög ánægður með sína menn í kvöld. Akureyri byrjaði leiktíðina afar illa og tapaði fyrstu fimm leikjum tímabilsins og útlitið var ekki bjart norðan heiða. Liðið hefur hins vegar tekist að snúa blaðinu ágætlega við og hafa nælt í átta stig úr sex leikjum eftir það. „Strákarnir hafa lagt gífurlega mikið á sig og það er ekki sjálfsagt að snúa blaðinu við eftir að lenda í svona sterku mótlæti í upphafi tímabils en þeir eiga skilið mikið hrós en það er enn mikið verk fyrir höndum. Við erum rétt að leiðrétta kaflan sem við lentum í í byrjun svo við erum kannski nokkurn veginn á pari. Við erum að leitast eftir stöðugleika í liðið svo við getum mætt samkeppnishæfir í hvaða leik sem er. Við erum að nálgast það, við getum gefið okkur það. Við erum á betri vegferð núna en í byrjun,“ sagði Sverre.
Olís-deild karla Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira