Ráðherra telur erfiða stöðu á húsnæðismarkaði ekki endilega ástæðuna fyrir landflótta ungs fólks Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. nóvember 2015 11:29 Eygló Harðardóttir Vísir/Ernir Eygló Harðardóttir, félags-og húsnæðismálaráðherra, telur ekki að húsnæðismálin séu endilega ástæða þess að ungt og menntað fólk flýr Ísland og flytur til útlanda. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Mikil umræða hefur verið síðustu misseri um slæma stöðu á húsnæðismarkaði. Erfitt er fyrir ungt fólk að fjárfesta í húsnæði þar sem fáir eiga nokkrar milljónir fyrir útborgun í íbúð. Sú staða fléttast saman við stöðuna á leigumarkaði þar sem leiguverð er afar hátt og framboðið mun minna en eftirspurn. Ástandið endurspeglast meðal annars í því að 25 prósent Íslendinga á þrítugsaldri býr enn hjá foreldrum sínum.Húsnæðisfrumvörp haustþingsins ekki verið lögð fram Húsnæðismálaráðherra hefur boðað sex húsnæðisfrumvörp á yfirstandandi haustþingi og spurði Steingrímu J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, út í frumvörpin þar sem ekkert þeirra hefur verið lagt fram á þingi. Sagði hann ekki nóg að halda fjölskipaða ráðherrafundi út í bæ ef ekkert gerðist svo í málaflokknum. Spurði hann hvort ráðherrann teldi eina ástæðuna fyrir landflótta ungs fólks vera vegna þess að „húsnæðismálin eru í þvílíkum ólestri,“ eins og Steingrímur orðaði það. Þá innti hann Eygló eftir því hvort ágreiningur væri um frumvörpin eða hvort hún hefði einfaldlega gefist upp á málinu. Eygló sagði að unnið væri hörðum höndum að því að klára frumvörpin en lykilatriði vær að ná sátt um þau. Hún sagði víðtækt samráð felast í vinnunni við þau en aðilar vinnumarkaðarins og sveitarfélögin koma meðal annars að henni.Húsnæðismarkaðurinn verri í öðrum löndum að mati ráðherra Hvað varðaði svo spurninguna um hvort að brottflutningar ungs fólks tengdist húsnæðismálum sagði ráðherrann á að staðan á húsnæðismarkaði á Norðurlöndunum og Bretlandi væri á mörgum stöðum verri en hér á landi. „Þannig að ég held að við verðum að horfa til einhverra annarra þátta en húsnæðismála hvað það varðar. Síðan vil ég líka benda á að menn hafa rætt um áhyggjur vegna möguleika ungs fólks á að taka lán. Það tengist að vísu náttúrulega neytendalánalöggjöfinni sem háttvirtur þingmaður stóð að og talaði fyrir á sínum tíma sem hefti mjög möguleika fólks á að fá lán.“ Alþingi Tengdar fréttir IKEA kynnir ódýr einingahús fyrir Íslendingum IKEA og Skanska hafa í tuttugu ár byggt blokkir, parhús og raðhús sem eru um helmingi ódýrari en hefðbundin hús. Hagkvæmni í að byggja alltaf eins hús. 20. október 2015 19:00 Stærri íbúðir eru að detta úr tísku Eftirspurn eftir minni íbúðum hefur aukist töluvert og er fermetraverð þeirra orðið 50 prósentum hærra en stærra húsnæðis. 9. nóvember 2015 09:00 „Íslensk heimili í alþjóðlegum samanburði í tiltölulega öfundsverðri stöðu“ Skuldastaða heimilanna hefur batnað hratt að undanförnu og telst ekki lengur há í alþjóðlegum samanburði. 30. október 2015 12:00 Telur GAMMA-sjóði hafa jákvæð áhrif á leigumarkaðinn Forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans telur að sjóðir á borð við GAMMA hafi ýtt undir fasteignaverð en stutt við leigumarkaðinn. 28. október 2015 12:09 Boða aðgerðir á húsnæðismarkaði Búast má við því að byggingarreglugerð verði breytt og hugmyndasamkeppni sett af stað um hagkvæmar húsnæðislausnir, til að lækka byggingarkostnað. Þetta kom fram á fjölmennum samráðsfundi stjórnvalda um aðgerðir á sviði húsnæðismála. 21. október 2015 18:45 Fólk með lágar tekjur líklegra til að búa í leiguhúsnæði 7,9 prósent 25-34 ára bjuggu í skuldlausu eigin húsnæði árið 2014. 9. nóvember 2015 11:03 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni þegar það var lokað inni í einveruherbergi í Mýrarhúsaskóla Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira
Eygló Harðardóttir, félags-og húsnæðismálaráðherra, telur ekki að húsnæðismálin séu endilega ástæða þess að ungt og menntað fólk flýr Ísland og flytur til útlanda. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Mikil umræða hefur verið síðustu misseri um slæma stöðu á húsnæðismarkaði. Erfitt er fyrir ungt fólk að fjárfesta í húsnæði þar sem fáir eiga nokkrar milljónir fyrir útborgun í íbúð. Sú staða fléttast saman við stöðuna á leigumarkaði þar sem leiguverð er afar hátt og framboðið mun minna en eftirspurn. Ástandið endurspeglast meðal annars í því að 25 prósent Íslendinga á þrítugsaldri býr enn hjá foreldrum sínum.Húsnæðisfrumvörp haustþingsins ekki verið lögð fram Húsnæðismálaráðherra hefur boðað sex húsnæðisfrumvörp á yfirstandandi haustþingi og spurði Steingrímu J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, út í frumvörpin þar sem ekkert þeirra hefur verið lagt fram á þingi. Sagði hann ekki nóg að halda fjölskipaða ráðherrafundi út í bæ ef ekkert gerðist svo í málaflokknum. Spurði hann hvort ráðherrann teldi eina ástæðuna fyrir landflótta ungs fólks vera vegna þess að „húsnæðismálin eru í þvílíkum ólestri,“ eins og Steingrímur orðaði það. Þá innti hann Eygló eftir því hvort ágreiningur væri um frumvörpin eða hvort hún hefði einfaldlega gefist upp á málinu. Eygló sagði að unnið væri hörðum höndum að því að klára frumvörpin en lykilatriði vær að ná sátt um þau. Hún sagði víðtækt samráð felast í vinnunni við þau en aðilar vinnumarkaðarins og sveitarfélögin koma meðal annars að henni.Húsnæðismarkaðurinn verri í öðrum löndum að mati ráðherra Hvað varðaði svo spurninguna um hvort að brottflutningar ungs fólks tengdist húsnæðismálum sagði ráðherrann á að staðan á húsnæðismarkaði á Norðurlöndunum og Bretlandi væri á mörgum stöðum verri en hér á landi. „Þannig að ég held að við verðum að horfa til einhverra annarra þátta en húsnæðismála hvað það varðar. Síðan vil ég líka benda á að menn hafa rætt um áhyggjur vegna möguleika ungs fólks á að taka lán. Það tengist að vísu náttúrulega neytendalánalöggjöfinni sem háttvirtur þingmaður stóð að og talaði fyrir á sínum tíma sem hefti mjög möguleika fólks á að fá lán.“
Alþingi Tengdar fréttir IKEA kynnir ódýr einingahús fyrir Íslendingum IKEA og Skanska hafa í tuttugu ár byggt blokkir, parhús og raðhús sem eru um helmingi ódýrari en hefðbundin hús. Hagkvæmni í að byggja alltaf eins hús. 20. október 2015 19:00 Stærri íbúðir eru að detta úr tísku Eftirspurn eftir minni íbúðum hefur aukist töluvert og er fermetraverð þeirra orðið 50 prósentum hærra en stærra húsnæðis. 9. nóvember 2015 09:00 „Íslensk heimili í alþjóðlegum samanburði í tiltölulega öfundsverðri stöðu“ Skuldastaða heimilanna hefur batnað hratt að undanförnu og telst ekki lengur há í alþjóðlegum samanburði. 30. október 2015 12:00 Telur GAMMA-sjóði hafa jákvæð áhrif á leigumarkaðinn Forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans telur að sjóðir á borð við GAMMA hafi ýtt undir fasteignaverð en stutt við leigumarkaðinn. 28. október 2015 12:09 Boða aðgerðir á húsnæðismarkaði Búast má við því að byggingarreglugerð verði breytt og hugmyndasamkeppni sett af stað um hagkvæmar húsnæðislausnir, til að lækka byggingarkostnað. Þetta kom fram á fjölmennum samráðsfundi stjórnvalda um aðgerðir á sviði húsnæðismála. 21. október 2015 18:45 Fólk með lágar tekjur líklegra til að búa í leiguhúsnæði 7,9 prósent 25-34 ára bjuggu í skuldlausu eigin húsnæði árið 2014. 9. nóvember 2015 11:03 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni þegar það var lokað inni í einveruherbergi í Mýrarhúsaskóla Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira
IKEA kynnir ódýr einingahús fyrir Íslendingum IKEA og Skanska hafa í tuttugu ár byggt blokkir, parhús og raðhús sem eru um helmingi ódýrari en hefðbundin hús. Hagkvæmni í að byggja alltaf eins hús. 20. október 2015 19:00
Stærri íbúðir eru að detta úr tísku Eftirspurn eftir minni íbúðum hefur aukist töluvert og er fermetraverð þeirra orðið 50 prósentum hærra en stærra húsnæðis. 9. nóvember 2015 09:00
„Íslensk heimili í alþjóðlegum samanburði í tiltölulega öfundsverðri stöðu“ Skuldastaða heimilanna hefur batnað hratt að undanförnu og telst ekki lengur há í alþjóðlegum samanburði. 30. október 2015 12:00
Telur GAMMA-sjóði hafa jákvæð áhrif á leigumarkaðinn Forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans telur að sjóðir á borð við GAMMA hafi ýtt undir fasteignaverð en stutt við leigumarkaðinn. 28. október 2015 12:09
Boða aðgerðir á húsnæðismarkaði Búast má við því að byggingarreglugerð verði breytt og hugmyndasamkeppni sett af stað um hagkvæmar húsnæðislausnir, til að lækka byggingarkostnað. Þetta kom fram á fjölmennum samráðsfundi stjórnvalda um aðgerðir á sviði húsnæðismála. 21. október 2015 18:45
Fólk með lágar tekjur líklegra til að búa í leiguhúsnæði 7,9 prósent 25-34 ára bjuggu í skuldlausu eigin húsnæði árið 2014. 9. nóvember 2015 11:03