Forseti áminnir höfund "bankaskítafýlunnar“ Heimir Már Pétursson skrifar 11. nóvember 2015 19:00 Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir nóg komið af sóðaskap í viðskiptum og hvetti landsmenn á Alþingi í dag til að hætta viðskiptum við Símann. Hjá fyrirtækinu virtist skítastuðullinn kominn upp í rjáfur eins og hann hafi verið fyrir kreppu. Þingforseti gerði athugasemd við orðbragð þingmannsins. Í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag rifjaði þingmaðurinn upp þegar hann fyrstur manna notaði orðið „bankaskítafýlu" í tengslum við sölu Arion banka á hlutabréfum í Símanum í síðasta mánuði. Þau ummæli hefðu vakið mikil viðbrögð og m.a. leitt til þess að bankastjóri Arion hafi viðurkennt viss mistök við sölu hlutabréfa til útvalins hóps, meðal annars yfirmanna Símans, framhjá almennu hlutafjárútboði. „En hjá Símanum eru þau mistök ekki viðurkennd. Þar virðist skítastuðullinn vera kominn upp í rjáfur aftur eins og hann var hérna fyrir kreppu. Þar ætla menn ekki að skila illa fengnum ránsfeng eins og þjófarnir eru tregir til,“ sagði Ásmundur. Það þyrfti þjóðarsókn gegn spillingu í bankakerfinu og atvinnulífinu. „Og ég hvet til þess að hið háa Alþingi hætti nú viðskiptum við svona fyrirtæki, eins og Símann. Það ætla ég að gera og ég hvet þjóðina til að segja upp viðskiptum við þetta fyrirtæki,“ sagði Ásmundur. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis var greinilega ekki sáttur við orðbragð þingmannsins. „Forseti vill biðja háttvirta þingmenn um að gæta orðavals í ræðum sínum. Það er vel hægt að koma sjónarmiðum sínum á framfæri án óþarfa stóryrða,“ sagði Einar úr sæti forseta eftir að Ásmundur lauk ræðu sinni. Í samtali við fréttastofu sagði Ásmundur að það hafi misboðið þjóðinni þegar yfirmenn Símans hafi fengið hlutabréf í fyrirtækinu frá Arion banka á sérkjörum. „Ég hvatti þá til að skila þessum hlutabréfum og sitja við sama borð og aðrir. Alla vega við sama borð og aðrir starfsmenn. Ég held að þjóðinni og okkur finnist nóg komið af þessum sóðaskap. Honum verði að linna og Íslendingar geti farið að búa við umhverfi sem er eðlilegt. Þar sem fólk getur treyst hvort öðru og við getum treyst því að þessi fyrirtæki og þeirra yfirmenn séu að vinna samkvæmt eðlilegum vinnureglum á markaði,“ segir Ásmundur Friðriksson. Alþingi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir nóg komið af sóðaskap í viðskiptum og hvetti landsmenn á Alþingi í dag til að hætta viðskiptum við Símann. Hjá fyrirtækinu virtist skítastuðullinn kominn upp í rjáfur eins og hann hafi verið fyrir kreppu. Þingforseti gerði athugasemd við orðbragð þingmannsins. Í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag rifjaði þingmaðurinn upp þegar hann fyrstur manna notaði orðið „bankaskítafýlu" í tengslum við sölu Arion banka á hlutabréfum í Símanum í síðasta mánuði. Þau ummæli hefðu vakið mikil viðbrögð og m.a. leitt til þess að bankastjóri Arion hafi viðurkennt viss mistök við sölu hlutabréfa til útvalins hóps, meðal annars yfirmanna Símans, framhjá almennu hlutafjárútboði. „En hjá Símanum eru þau mistök ekki viðurkennd. Þar virðist skítastuðullinn vera kominn upp í rjáfur aftur eins og hann var hérna fyrir kreppu. Þar ætla menn ekki að skila illa fengnum ránsfeng eins og þjófarnir eru tregir til,“ sagði Ásmundur. Það þyrfti þjóðarsókn gegn spillingu í bankakerfinu og atvinnulífinu. „Og ég hvet til þess að hið háa Alþingi hætti nú viðskiptum við svona fyrirtæki, eins og Símann. Það ætla ég að gera og ég hvet þjóðina til að segja upp viðskiptum við þetta fyrirtæki,“ sagði Ásmundur. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis var greinilega ekki sáttur við orðbragð þingmannsins. „Forseti vill biðja háttvirta þingmenn um að gæta orðavals í ræðum sínum. Það er vel hægt að koma sjónarmiðum sínum á framfæri án óþarfa stóryrða,“ sagði Einar úr sæti forseta eftir að Ásmundur lauk ræðu sinni. Í samtali við fréttastofu sagði Ásmundur að það hafi misboðið þjóðinni þegar yfirmenn Símans hafi fengið hlutabréf í fyrirtækinu frá Arion banka á sérkjörum. „Ég hvatti þá til að skila þessum hlutabréfum og sitja við sama borð og aðrir. Alla vega við sama borð og aðrir starfsmenn. Ég held að þjóðinni og okkur finnist nóg komið af þessum sóðaskap. Honum verði að linna og Íslendingar geti farið að búa við umhverfi sem er eðlilegt. Þar sem fólk getur treyst hvort öðru og við getum treyst því að þessi fyrirtæki og þeirra yfirmenn séu að vinna samkvæmt eðlilegum vinnureglum á markaði,“ segir Ásmundur Friðriksson.
Alþingi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira