Ég vil ekki leiða þig?… Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 12. nóvember 2015 07:00 Fátt er foreldrum mikilvægara en að börnum þeirra líði vel í skólanum, eigi góða félaga og vini, hafi sjálfstraust og góða sjálfsmynd. „Þú mátt ekki vera með í leiknum“ eða „ég vil ekki leiða þig“ eru orð lítilla leikskólabarna í íslenskum leikskólum, barna sem eru að fóta sig í flóknum heimi og læra samskipti við jafnaldra sína. Svona samskipti virðast sakleysisleg, en ef þau eru endurtekin gagnvart sama barninu án þess að hinir fullorðnu grípi inn í, skapast mynstur sem getur þróast út í einelti eða útilokun og varað árum saman. Mikilvægt er að byrgja brunninn og það er á ábyrgð hinna fullorðnu. Barnaheill – Save the Children á Íslandi bjóða leikskólum nú til notkunar forvarnarefni gegn einelti. Efnið nefnist Vinátta, eða Fri for mobberi í Danmörku þar sem það er upprunnið. Vinátta byggir á nýjustu rannsóknum á einelti og samanstendur af verkefnatösku með raunhæfum verkefnum fyrir börnin og leiðbeiningum fyrir starfsfólk, en efnið er einnig notað með foreldrum. Árangur af notkun þess er mældur reglulega og reynist mjög góður. Samkvæmt Vináttu er litið á einelti sem félagslegt, menningarlegt og samskiptalegt mein, en ekki einstaklingsbundið vandamál eins og áður var gjarnan álitið. Vinátta leggur áherslu á hópinn sem heild og að vinna með viðhorf og samskiptamynstur. Ekki er einblínt á að einhver sé slæmur og annar góður, ekki á geranda eða þolanda. Í Vináttu eru börnin þjálfuð í að setja sér mörk og bregðast við órétti sem þau og félagarnir eru beitt. Umburðarlyndi og samkennd Það sem einkennir barnahópa þar sem einelti nær ekki að þrífast er hár þröskuldur umburðarlyndis og samkennd. Börnin njóta virðingar og viðurkenningar. Þau finna sér sinn eðlilega sess í hópnum sama hver þau eru, hvernig þau líta út, hvaða hlutverki þau gegna eða hvers þau eru megnug. Gildi margbreytileikans er virt og umburðarlyndi fyrir því að hópurinn sé samsettur úr mismunandi einstaklingum með mismunandi einkennum og styrkleikum. Þar er jákvæður og góður skólabragur. Á því byggir Vinátta. Haustið 2014 tóku starfsmenn í sex leikskólum í jafnmörgum sveitarfélögum þátt í námskeiði á vegum Barnaheilla til að öðlast rétt til að nota Vináttu-námsefnið. Það er óhætt að segja að mikil ánægja sé með efnið meðal starfsfólks, barna og foreldra og góður árangur er af notkun þess. Nú hafa 25 nýir leikskólar sótt um að fá efnið til notkunar og munu starfsmenn þeirra sækja námskeið í janúar 2016 og fá námsefnið afhent að því loknu. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vilja bjóða fleiri leikskólum þátttöku í verkefninu og benda áhugasömum á að hafa samband við undirritaða á margret@barnaheill.is. Á vefsíðu Barnaheilla má sjá frekari upplýsingar um Vináttu. Árlega er haldið upp á alþjóðlegan dag gegn einelti 8. nóvember. Það er von Barnaheilla að innan tíðar verði Vináttu-verkefnið komið í notkun það víða að það skapi íslenskum börnum umhverfi þar sem einelti nær ekki að festa rætur og þrífast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Fátt er foreldrum mikilvægara en að börnum þeirra líði vel í skólanum, eigi góða félaga og vini, hafi sjálfstraust og góða sjálfsmynd. „Þú mátt ekki vera með í leiknum“ eða „ég vil ekki leiða þig“ eru orð lítilla leikskólabarna í íslenskum leikskólum, barna sem eru að fóta sig í flóknum heimi og læra samskipti við jafnaldra sína. Svona samskipti virðast sakleysisleg, en ef þau eru endurtekin gagnvart sama barninu án þess að hinir fullorðnu grípi inn í, skapast mynstur sem getur þróast út í einelti eða útilokun og varað árum saman. Mikilvægt er að byrgja brunninn og það er á ábyrgð hinna fullorðnu. Barnaheill – Save the Children á Íslandi bjóða leikskólum nú til notkunar forvarnarefni gegn einelti. Efnið nefnist Vinátta, eða Fri for mobberi í Danmörku þar sem það er upprunnið. Vinátta byggir á nýjustu rannsóknum á einelti og samanstendur af verkefnatösku með raunhæfum verkefnum fyrir börnin og leiðbeiningum fyrir starfsfólk, en efnið er einnig notað með foreldrum. Árangur af notkun þess er mældur reglulega og reynist mjög góður. Samkvæmt Vináttu er litið á einelti sem félagslegt, menningarlegt og samskiptalegt mein, en ekki einstaklingsbundið vandamál eins og áður var gjarnan álitið. Vinátta leggur áherslu á hópinn sem heild og að vinna með viðhorf og samskiptamynstur. Ekki er einblínt á að einhver sé slæmur og annar góður, ekki á geranda eða þolanda. Í Vináttu eru börnin þjálfuð í að setja sér mörk og bregðast við órétti sem þau og félagarnir eru beitt. Umburðarlyndi og samkennd Það sem einkennir barnahópa þar sem einelti nær ekki að þrífast er hár þröskuldur umburðarlyndis og samkennd. Börnin njóta virðingar og viðurkenningar. Þau finna sér sinn eðlilega sess í hópnum sama hver þau eru, hvernig þau líta út, hvaða hlutverki þau gegna eða hvers þau eru megnug. Gildi margbreytileikans er virt og umburðarlyndi fyrir því að hópurinn sé samsettur úr mismunandi einstaklingum með mismunandi einkennum og styrkleikum. Þar er jákvæður og góður skólabragur. Á því byggir Vinátta. Haustið 2014 tóku starfsmenn í sex leikskólum í jafnmörgum sveitarfélögum þátt í námskeiði á vegum Barnaheilla til að öðlast rétt til að nota Vináttu-námsefnið. Það er óhætt að segja að mikil ánægja sé með efnið meðal starfsfólks, barna og foreldra og góður árangur er af notkun þess. Nú hafa 25 nýir leikskólar sótt um að fá efnið til notkunar og munu starfsmenn þeirra sækja námskeið í janúar 2016 og fá námsefnið afhent að því loknu. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vilja bjóða fleiri leikskólum þátttöku í verkefninu og benda áhugasömum á að hafa samband við undirritaða á margret@barnaheill.is. Á vefsíðu Barnaheilla má sjá frekari upplýsingar um Vináttu. Árlega er haldið upp á alþjóðlegan dag gegn einelti 8. nóvember. Það er von Barnaheilla að innan tíðar verði Vináttu-verkefnið komið í notkun það víða að það skapi íslenskum börnum umhverfi þar sem einelti nær ekki að festa rætur og þrífast.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun