Ég vil ekki leiða þig?… Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 12. nóvember 2015 07:00 Fátt er foreldrum mikilvægara en að börnum þeirra líði vel í skólanum, eigi góða félaga og vini, hafi sjálfstraust og góða sjálfsmynd. „Þú mátt ekki vera með í leiknum“ eða „ég vil ekki leiða þig“ eru orð lítilla leikskólabarna í íslenskum leikskólum, barna sem eru að fóta sig í flóknum heimi og læra samskipti við jafnaldra sína. Svona samskipti virðast sakleysisleg, en ef þau eru endurtekin gagnvart sama barninu án þess að hinir fullorðnu grípi inn í, skapast mynstur sem getur þróast út í einelti eða útilokun og varað árum saman. Mikilvægt er að byrgja brunninn og það er á ábyrgð hinna fullorðnu. Barnaheill – Save the Children á Íslandi bjóða leikskólum nú til notkunar forvarnarefni gegn einelti. Efnið nefnist Vinátta, eða Fri for mobberi í Danmörku þar sem það er upprunnið. Vinátta byggir á nýjustu rannsóknum á einelti og samanstendur af verkefnatösku með raunhæfum verkefnum fyrir börnin og leiðbeiningum fyrir starfsfólk, en efnið er einnig notað með foreldrum. Árangur af notkun þess er mældur reglulega og reynist mjög góður. Samkvæmt Vináttu er litið á einelti sem félagslegt, menningarlegt og samskiptalegt mein, en ekki einstaklingsbundið vandamál eins og áður var gjarnan álitið. Vinátta leggur áherslu á hópinn sem heild og að vinna með viðhorf og samskiptamynstur. Ekki er einblínt á að einhver sé slæmur og annar góður, ekki á geranda eða þolanda. Í Vináttu eru börnin þjálfuð í að setja sér mörk og bregðast við órétti sem þau og félagarnir eru beitt. Umburðarlyndi og samkennd Það sem einkennir barnahópa þar sem einelti nær ekki að þrífast er hár þröskuldur umburðarlyndis og samkennd. Börnin njóta virðingar og viðurkenningar. Þau finna sér sinn eðlilega sess í hópnum sama hver þau eru, hvernig þau líta út, hvaða hlutverki þau gegna eða hvers þau eru megnug. Gildi margbreytileikans er virt og umburðarlyndi fyrir því að hópurinn sé samsettur úr mismunandi einstaklingum með mismunandi einkennum og styrkleikum. Þar er jákvæður og góður skólabragur. Á því byggir Vinátta. Haustið 2014 tóku starfsmenn í sex leikskólum í jafnmörgum sveitarfélögum þátt í námskeiði á vegum Barnaheilla til að öðlast rétt til að nota Vináttu-námsefnið. Það er óhætt að segja að mikil ánægja sé með efnið meðal starfsfólks, barna og foreldra og góður árangur er af notkun þess. Nú hafa 25 nýir leikskólar sótt um að fá efnið til notkunar og munu starfsmenn þeirra sækja námskeið í janúar 2016 og fá námsefnið afhent að því loknu. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vilja bjóða fleiri leikskólum þátttöku í verkefninu og benda áhugasömum á að hafa samband við undirritaða á margret@barnaheill.is. Á vefsíðu Barnaheilla má sjá frekari upplýsingar um Vináttu. Árlega er haldið upp á alþjóðlegan dag gegn einelti 8. nóvember. Það er von Barnaheilla að innan tíðar verði Vináttu-verkefnið komið í notkun það víða að það skapi íslenskum börnum umhverfi þar sem einelti nær ekki að festa rætur og þrífast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Fátt er foreldrum mikilvægara en að börnum þeirra líði vel í skólanum, eigi góða félaga og vini, hafi sjálfstraust og góða sjálfsmynd. „Þú mátt ekki vera með í leiknum“ eða „ég vil ekki leiða þig“ eru orð lítilla leikskólabarna í íslenskum leikskólum, barna sem eru að fóta sig í flóknum heimi og læra samskipti við jafnaldra sína. Svona samskipti virðast sakleysisleg, en ef þau eru endurtekin gagnvart sama barninu án þess að hinir fullorðnu grípi inn í, skapast mynstur sem getur þróast út í einelti eða útilokun og varað árum saman. Mikilvægt er að byrgja brunninn og það er á ábyrgð hinna fullorðnu. Barnaheill – Save the Children á Íslandi bjóða leikskólum nú til notkunar forvarnarefni gegn einelti. Efnið nefnist Vinátta, eða Fri for mobberi í Danmörku þar sem það er upprunnið. Vinátta byggir á nýjustu rannsóknum á einelti og samanstendur af verkefnatösku með raunhæfum verkefnum fyrir börnin og leiðbeiningum fyrir starfsfólk, en efnið er einnig notað með foreldrum. Árangur af notkun þess er mældur reglulega og reynist mjög góður. Samkvæmt Vináttu er litið á einelti sem félagslegt, menningarlegt og samskiptalegt mein, en ekki einstaklingsbundið vandamál eins og áður var gjarnan álitið. Vinátta leggur áherslu á hópinn sem heild og að vinna með viðhorf og samskiptamynstur. Ekki er einblínt á að einhver sé slæmur og annar góður, ekki á geranda eða þolanda. Í Vináttu eru börnin þjálfuð í að setja sér mörk og bregðast við órétti sem þau og félagarnir eru beitt. Umburðarlyndi og samkennd Það sem einkennir barnahópa þar sem einelti nær ekki að þrífast er hár þröskuldur umburðarlyndis og samkennd. Börnin njóta virðingar og viðurkenningar. Þau finna sér sinn eðlilega sess í hópnum sama hver þau eru, hvernig þau líta út, hvaða hlutverki þau gegna eða hvers þau eru megnug. Gildi margbreytileikans er virt og umburðarlyndi fyrir því að hópurinn sé samsettur úr mismunandi einstaklingum með mismunandi einkennum og styrkleikum. Þar er jákvæður og góður skólabragur. Á því byggir Vinátta. Haustið 2014 tóku starfsmenn í sex leikskólum í jafnmörgum sveitarfélögum þátt í námskeiði á vegum Barnaheilla til að öðlast rétt til að nota Vináttu-námsefnið. Það er óhætt að segja að mikil ánægja sé með efnið meðal starfsfólks, barna og foreldra og góður árangur er af notkun þess. Nú hafa 25 nýir leikskólar sótt um að fá efnið til notkunar og munu starfsmenn þeirra sækja námskeið í janúar 2016 og fá námsefnið afhent að því loknu. Barnaheill – Save the Children á Íslandi vilja bjóða fleiri leikskólum þátttöku í verkefninu og benda áhugasömum á að hafa samband við undirritaða á margret@barnaheill.is. Á vefsíðu Barnaheilla má sjá frekari upplýsingar um Vináttu. Árlega er haldið upp á alþjóðlegan dag gegn einelti 8. nóvember. Það er von Barnaheilla að innan tíðar verði Vináttu-verkefnið komið í notkun það víða að það skapi íslenskum börnum umhverfi þar sem einelti nær ekki að festa rætur og þrífast.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar