Stúlkurnar kærðar fyrir rangar sakargiftir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. nóvember 2015 08:32 Stúlkurnar eru báðar nemendur við frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík líkt og annar mannanna sem búið er að kæra fyrir nauðgun. vísir/ernir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður og verjandi manns sem búið er að kæra fyrir að nauðga tveimur stúlkum í tveimur aðskildum málum, lagði fram kæru á hendur stúlkunum um rangar sakargiftir hjá lögreglu í gær. Frá þessu greindi hann í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Stúlkurnar eru báðar nemendur við frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík og er maðurinn sem Vilhjálmur ver einnig nemandi við skólann. Í viðtalinu kom fram að Vilhjálmur hafi tekið við sem verjandi mannsins síðdegis í gær. Hann hefur því ekki enn fengið gögn málsins hjá lögreglu en byggir mál sitt á þeim gögnum málsins sem mennirnir hafa séð. Þeir neita því báðir að hafa gerst sekir um nauðgun.Gögn málsins sýni að maðurinn og stúlkan hafi átt í „miklum og góðum samskiptum“ Að sögn Vilhjálms hefur skjólstæðingur hans viðurkennt að hafa haft samræði við stúlkuna með hennar samþykki. Segir hann gögn liggja fyrir sem sýna fram á að maðurinn og stúlkan „hafi átt í miklum og goðum samskiptum um mánaðarskeið,“ meðal annars eftir að kynmökin áttu sér stað. Meðal annars sé um samskipti á Facebook að ræða. Í seinna málinu, þar sem skjólstæðingur Vilhjálms er kærður ásamt öðrum manni fyrir nauðgun, er sakarefnið „töluvert óljóst“, eins og Vilhjálmur orðar það. Eftir því sem hann kemst þó næst á stúlkan þó að hafa átt munnmök við annan manninn að því er hún segir samkvæmt skipun hins mannsins en Vilhjálmur segir mennina hafna þessari lýsingu alfarið. Aðspurður hvaða tæki og tól hafi fundist í íbúðinni sagði Vilhjálmur að um væri að ræða keðjur af boxpúða, gamla reiðsvipu og eina tölvu. Í kjölfarið hvatti hann lögregluna til að birta þær myndir sem teknar voru við húsleitina og birta haldlagningarskýrsluna í málinu. Hlusta má á viðtalið við Vilhjálm hér en það byrjar þegar rúmur klukkutími er liðinn af þættinum. Hlíðamálið Tengdar fréttir Alda Hrönn í Íslandi í dag: „Við viljum aðstoða brotaþola í þessum málum“ Aðstoðarlögreglustjóri ræddi rannsókn á nauðgunarkærum, sem vakið hefur mikla athygli í dag. 9. nóvember 2015 20:52 „Við viljum bara að eitthvað verði gert“ Nokkur hundruð eru nú saman komin á Hverfisgötu til að mótmæla aðgerðarleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum í kjölfar frétta dagsins. 9. nóvember 2015 17:25 Segir ekki refsivert að eiga tæki og tól Yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir farbanni sjaldnast beitt gegn íslenskum ríkisborgurum. Tveir menn sem grunaðir eru um kynferðisbrot eru taldir vera farnir úr landi. 10. nóvember 2015 07:00 Hiti í mótmælendum: Púað og kallað að lögreglustjóra Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, fékk óblíðar móttökur þegar hún ávarpaði mannahafið við Hverfisgötu nú á sjötta tímanum. 9. nóvember 2015 17:51 Birtir myndband úr íbúð meints nauðgara í Hlíðunum Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður, birti í nótt myndband á Facebook-síðu sem hann segir að sé úr íbúð í Hlíðunum þar sem þar sem talið er að tvær árásir í tveimur að aðskildum kynferðisbrotamálum hafi átt sér stað. 10. nóvember 2015 07:31 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Sjá meira
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður og verjandi manns sem búið er að kæra fyrir að nauðga tveimur stúlkum í tveimur aðskildum málum, lagði fram kæru á hendur stúlkunum um rangar sakargiftir hjá lögreglu í gær. Frá þessu greindi hann í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Stúlkurnar eru báðar nemendur við frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík og er maðurinn sem Vilhjálmur ver einnig nemandi við skólann. Í viðtalinu kom fram að Vilhjálmur hafi tekið við sem verjandi mannsins síðdegis í gær. Hann hefur því ekki enn fengið gögn málsins hjá lögreglu en byggir mál sitt á þeim gögnum málsins sem mennirnir hafa séð. Þeir neita því báðir að hafa gerst sekir um nauðgun.Gögn málsins sýni að maðurinn og stúlkan hafi átt í „miklum og góðum samskiptum“ Að sögn Vilhjálms hefur skjólstæðingur hans viðurkennt að hafa haft samræði við stúlkuna með hennar samþykki. Segir hann gögn liggja fyrir sem sýna fram á að maðurinn og stúlkan „hafi átt í miklum og goðum samskiptum um mánaðarskeið,“ meðal annars eftir að kynmökin áttu sér stað. Meðal annars sé um samskipti á Facebook að ræða. Í seinna málinu, þar sem skjólstæðingur Vilhjálms er kærður ásamt öðrum manni fyrir nauðgun, er sakarefnið „töluvert óljóst“, eins og Vilhjálmur orðar það. Eftir því sem hann kemst þó næst á stúlkan þó að hafa átt munnmök við annan manninn að því er hún segir samkvæmt skipun hins mannsins en Vilhjálmur segir mennina hafna þessari lýsingu alfarið. Aðspurður hvaða tæki og tól hafi fundist í íbúðinni sagði Vilhjálmur að um væri að ræða keðjur af boxpúða, gamla reiðsvipu og eina tölvu. Í kjölfarið hvatti hann lögregluna til að birta þær myndir sem teknar voru við húsleitina og birta haldlagningarskýrsluna í málinu. Hlusta má á viðtalið við Vilhjálm hér en það byrjar þegar rúmur klukkutími er liðinn af þættinum.
Hlíðamálið Tengdar fréttir Alda Hrönn í Íslandi í dag: „Við viljum aðstoða brotaþola í þessum málum“ Aðstoðarlögreglustjóri ræddi rannsókn á nauðgunarkærum, sem vakið hefur mikla athygli í dag. 9. nóvember 2015 20:52 „Við viljum bara að eitthvað verði gert“ Nokkur hundruð eru nú saman komin á Hverfisgötu til að mótmæla aðgerðarleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum í kjölfar frétta dagsins. 9. nóvember 2015 17:25 Segir ekki refsivert að eiga tæki og tól Yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir farbanni sjaldnast beitt gegn íslenskum ríkisborgurum. Tveir menn sem grunaðir eru um kynferðisbrot eru taldir vera farnir úr landi. 10. nóvember 2015 07:00 Hiti í mótmælendum: Púað og kallað að lögreglustjóra Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, fékk óblíðar móttökur þegar hún ávarpaði mannahafið við Hverfisgötu nú á sjötta tímanum. 9. nóvember 2015 17:51 Birtir myndband úr íbúð meints nauðgara í Hlíðunum Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður, birti í nótt myndband á Facebook-síðu sem hann segir að sé úr íbúð í Hlíðunum þar sem þar sem talið er að tvær árásir í tveimur að aðskildum kynferðisbrotamálum hafi átt sér stað. 10. nóvember 2015 07:31 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Sjá meira
Alda Hrönn í Íslandi í dag: „Við viljum aðstoða brotaþola í þessum málum“ Aðstoðarlögreglustjóri ræddi rannsókn á nauðgunarkærum, sem vakið hefur mikla athygli í dag. 9. nóvember 2015 20:52
„Við viljum bara að eitthvað verði gert“ Nokkur hundruð eru nú saman komin á Hverfisgötu til að mótmæla aðgerðarleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum í kjölfar frétta dagsins. 9. nóvember 2015 17:25
Segir ekki refsivert að eiga tæki og tól Yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir farbanni sjaldnast beitt gegn íslenskum ríkisborgurum. Tveir menn sem grunaðir eru um kynferðisbrot eru taldir vera farnir úr landi. 10. nóvember 2015 07:00
Hiti í mótmælendum: Púað og kallað að lögreglustjóra Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, fékk óblíðar móttökur þegar hún ávarpaði mannahafið við Hverfisgötu nú á sjötta tímanum. 9. nóvember 2015 17:51
Birtir myndband úr íbúð meints nauðgara í Hlíðunum Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður, birti í nótt myndband á Facebook-síðu sem hann segir að sé úr íbúð í Hlíðunum þar sem þar sem talið er að tvær árásir í tveimur að aðskildum kynferðisbrotamálum hafi átt sér stað. 10. nóvember 2015 07:31
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent