Enginn einhugur um takmörkun umferðar í miðborg Reykjavíkur Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. nóvember 2015 07:00 Þótt þrír af hverjum fjórum aðspurðum borgarbúum í skoðanakönnun Gallup séu ánægðir með að götum í borginni sé lokað fyrir bílaumferð eru skoðanir verslunarmanna ólíkar. Fréttablaðið spurði nokkra verslunarmenn út í afstöðu þeirra. Framtíðarfyrirkomulag göngugatna í Reykjavík var ákveðið á borgarráðsfundi í fyrradag, en tilraunir hafa verið gerðar með göngugötur í miðborginni frá 2011. Pósthússtræti og Kirkjustræti verða göngugötur frá 1. maí til 1. október ár hvert, en vöruafgreiðsla heimiluð alla virka morgna. Hafnarstræti verður göngugata að austanverðu frá Pósthússtræti en bílaumferð heimil í Hafnarstræti frá Tryggvagötu. Laugavegur verður göngugata við Vatnsstíg að gatnamótum Bankastrætis og Þingholtsstrætis. Skólavörðustígur verður göngugata við Bergstaðastræti og niður úr. Einnig hefur verið ákveðið að lokað verði fyrir bílaumferð á laugardögum og sunnudögum í desember fram á aðfangadag og frá klukkan þrjú á Þorláksmessu. Sífellt lengra seilst í lokunumSigurþór Þórólfsson„Fyrri tillagan var að það ætti að loka frá 18. desember. En nú er búið að breyta því af því að við fórum á fund, kaupmennirnir, og fengum þetta niður í að hafa bara lokað frá Þorláksmessu í stað þess að hafa lokað frá átjánda,“ segir Sigurþór Þórólfsson. Sigurþór er eigandi herrafataverslunarinnar Karlmenn. Sigurþór segir að lokunin yfir sumarmánuði sé ágæt. Borgaryfirvöld séu þó sífellt að teygja hana of langt fram á vorið of og langt fram á haustið. Hann vill hafa lokunina frá miðjum júní og fram í september, en ekki frá maí og fram í október. „Þeir eru að smá lengja þetta í báða enda.“ Skiptir ekki máliBergþór Másson„Mér finnst það í rauninni ekki skipta miklu máli af því að það er svo lítið af stæðum hérna. Fólk er aðallega gangandi hérna,“ segir Bergþór Másson, starfsmaður veitingastaðarins ÓSushi í Pósthússtræti. „Það er náttúrlega bara mín skoðun og ég get ekki talað fyrir fyrirtækið,“ bætir Bergþór við. Hann bætir þó við að þetta geti skipt meira máli fyrir þá sem eru staðsettir á Laugavegi. Gangstéttirnar of þröngarÍrena Sveinsdóttir og Rafn Ingi Rafnsson„Mér finnst það flott. Ég hef gaman af því,“ segir Rafn Ingi Rafnsson, starfsmaður Spúútnik, um lokun fyrir bílaumferð í miðbænum. „Það er meiri traffík af fólki,“ segir Írena Sveinsdóttir, samstarfsmaður hans. Þau telja bæði að það komi meira fólk þegar lokað er fyrir bílaumferð. „Okkur finnst það allavega. Fólk er meira að stoppa við og meira af íslendingum,“ segir Írena. „Það eru svo þröngar gangstéttirnar fyrir allt þetta fólk þegar það eru komnir allir þessir útlendingar,“ segir Rafn Ingi. Stemningin skemmtilegriSveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir„Ég er mjög ánægð með það. Mér finnst stemningin á Laugaveginum vera skemmtilegri á sumrin,“ segir Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir, starfsmaður Heilsuhússins á Laugavegi. Hún segir að það sé jákvætt að það sé lokað fyrir bílaumferð neðarlega á Laugaveginum en það megi ekki loka fyrir bílaumferð ofarlega í götunni. „Af því að þá er verri aðgangur fyrir birgja og flutningur á vörum erfiðari,“ segir Sveinbjörg Rósa. Hún segist sjá mikinn mun á Laugavegi eftir því hvort hann er opinn eða lokaður og það sé mun meira líf þegar lokað er fyrir bílaumferð. Hún býst við að það verði eins á aðventunni. „Það er mikið af ferðamönnum um helgar,“ segir hún. Gerir ekkert fyrir verslunGuðríður Friðriksdóttir„Þetta gerir ekkert fyrir verslunina,“ segir Guðríður Friðriksdóttir, starfsmaður Nordic Store á Skólavörðustíg. Hún segir að þegar Skólavörðustígurinn sé lokaður líti fólk á hann sem afþreyingargötu en ekki sem verslunargötu. „Það kaupir ís og tekur myndir af kirkjunni,“ segir hún. Fólkið sé hins vegar síður í verslunarhugleiðingum. „Það verður karnívalstemning en það dregur úr búðarápinu,“ segir Guðríður. Á móti lokunumHelgi Sigurðsson„Mér líst ekkert á þetta. Ég er alveg á móti þessum lokunum. Það er bara eitt orð yfir það,“ segir Helgi Sigurðsson, gullsmiður á Skólavörðustíg. Hann hefur verið starfandi í 47 ár og segist vera elsti starfandi úrsmiður á landinu. Hann segir verslun minnka ef gatan er lokuð. Helgi segist hafa rætt lokunina við fólk, meðal annars aðra blaðamenn. En segir borgarstarfsmenn ekki hafa rætt neitt við sig um þessa lokun. „Þeir valta bara yfir okkur,“ segir Helgi. „Mér líst ekkert á þetta. Ég er alveg á móti þessum lokunum. Það er bara eitt orð yfir það,“ segir Helgi Sigurðsson, gullsmiður á Skólavörðustíg. Hann hefur verið starfandi í 47 ár og segist vera elsti starfandi úrsmiður á landinu. Hann segir verslun minnka ef gatan er lokuð. Helgi segist hafa rætt lokunina við fólk, meðal annars aðra blaðamenn. En segir borgarstarfsmenn ekki hafa rætt neitt við sig um þessa lokun. „Þeir valta bara yfir okkur,“ segir Helgi. Göngugötur Reykjavík Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Þótt þrír af hverjum fjórum aðspurðum borgarbúum í skoðanakönnun Gallup séu ánægðir með að götum í borginni sé lokað fyrir bílaumferð eru skoðanir verslunarmanna ólíkar. Fréttablaðið spurði nokkra verslunarmenn út í afstöðu þeirra. Framtíðarfyrirkomulag göngugatna í Reykjavík var ákveðið á borgarráðsfundi í fyrradag, en tilraunir hafa verið gerðar með göngugötur í miðborginni frá 2011. Pósthússtræti og Kirkjustræti verða göngugötur frá 1. maí til 1. október ár hvert, en vöruafgreiðsla heimiluð alla virka morgna. Hafnarstræti verður göngugata að austanverðu frá Pósthússtræti en bílaumferð heimil í Hafnarstræti frá Tryggvagötu. Laugavegur verður göngugata við Vatnsstíg að gatnamótum Bankastrætis og Þingholtsstrætis. Skólavörðustígur verður göngugata við Bergstaðastræti og niður úr. Einnig hefur verið ákveðið að lokað verði fyrir bílaumferð á laugardögum og sunnudögum í desember fram á aðfangadag og frá klukkan þrjú á Þorláksmessu. Sífellt lengra seilst í lokunumSigurþór Þórólfsson„Fyrri tillagan var að það ætti að loka frá 18. desember. En nú er búið að breyta því af því að við fórum á fund, kaupmennirnir, og fengum þetta niður í að hafa bara lokað frá Þorláksmessu í stað þess að hafa lokað frá átjánda,“ segir Sigurþór Þórólfsson. Sigurþór er eigandi herrafataverslunarinnar Karlmenn. Sigurþór segir að lokunin yfir sumarmánuði sé ágæt. Borgaryfirvöld séu þó sífellt að teygja hana of langt fram á vorið of og langt fram á haustið. Hann vill hafa lokunina frá miðjum júní og fram í september, en ekki frá maí og fram í október. „Þeir eru að smá lengja þetta í báða enda.“ Skiptir ekki máliBergþór Másson„Mér finnst það í rauninni ekki skipta miklu máli af því að það er svo lítið af stæðum hérna. Fólk er aðallega gangandi hérna,“ segir Bergþór Másson, starfsmaður veitingastaðarins ÓSushi í Pósthússtræti. „Það er náttúrlega bara mín skoðun og ég get ekki talað fyrir fyrirtækið,“ bætir Bergþór við. Hann bætir þó við að þetta geti skipt meira máli fyrir þá sem eru staðsettir á Laugavegi. Gangstéttirnar of þröngarÍrena Sveinsdóttir og Rafn Ingi Rafnsson„Mér finnst það flott. Ég hef gaman af því,“ segir Rafn Ingi Rafnsson, starfsmaður Spúútnik, um lokun fyrir bílaumferð í miðbænum. „Það er meiri traffík af fólki,“ segir Írena Sveinsdóttir, samstarfsmaður hans. Þau telja bæði að það komi meira fólk þegar lokað er fyrir bílaumferð. „Okkur finnst það allavega. Fólk er meira að stoppa við og meira af íslendingum,“ segir Írena. „Það eru svo þröngar gangstéttirnar fyrir allt þetta fólk þegar það eru komnir allir þessir útlendingar,“ segir Rafn Ingi. Stemningin skemmtilegriSveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir„Ég er mjög ánægð með það. Mér finnst stemningin á Laugaveginum vera skemmtilegri á sumrin,“ segir Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir, starfsmaður Heilsuhússins á Laugavegi. Hún segir að það sé jákvætt að það sé lokað fyrir bílaumferð neðarlega á Laugaveginum en það megi ekki loka fyrir bílaumferð ofarlega í götunni. „Af því að þá er verri aðgangur fyrir birgja og flutningur á vörum erfiðari,“ segir Sveinbjörg Rósa. Hún segist sjá mikinn mun á Laugavegi eftir því hvort hann er opinn eða lokaður og það sé mun meira líf þegar lokað er fyrir bílaumferð. Hún býst við að það verði eins á aðventunni. „Það er mikið af ferðamönnum um helgar,“ segir hún. Gerir ekkert fyrir verslunGuðríður Friðriksdóttir„Þetta gerir ekkert fyrir verslunina,“ segir Guðríður Friðriksdóttir, starfsmaður Nordic Store á Skólavörðustíg. Hún segir að þegar Skólavörðustígurinn sé lokaður líti fólk á hann sem afþreyingargötu en ekki sem verslunargötu. „Það kaupir ís og tekur myndir af kirkjunni,“ segir hún. Fólkið sé hins vegar síður í verslunarhugleiðingum. „Það verður karnívalstemning en það dregur úr búðarápinu,“ segir Guðríður. Á móti lokunumHelgi Sigurðsson„Mér líst ekkert á þetta. Ég er alveg á móti þessum lokunum. Það er bara eitt orð yfir það,“ segir Helgi Sigurðsson, gullsmiður á Skólavörðustíg. Hann hefur verið starfandi í 47 ár og segist vera elsti starfandi úrsmiður á landinu. Hann segir verslun minnka ef gatan er lokuð. Helgi segist hafa rætt lokunina við fólk, meðal annars aðra blaðamenn. En segir borgarstarfsmenn ekki hafa rætt neitt við sig um þessa lokun. „Þeir valta bara yfir okkur,“ segir Helgi. „Mér líst ekkert á þetta. Ég er alveg á móti þessum lokunum. Það er bara eitt orð yfir það,“ segir Helgi Sigurðsson, gullsmiður á Skólavörðustíg. Hann hefur verið starfandi í 47 ár og segist vera elsti starfandi úrsmiður á landinu. Hann segir verslun minnka ef gatan er lokuð. Helgi segist hafa rætt lokunina við fólk, meðal annars aðra blaðamenn. En segir borgarstarfsmenn ekki hafa rætt neitt við sig um þessa lokun. „Þeir valta bara yfir okkur,“ segir Helgi.
Göngugötur Reykjavík Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent