Ásta Guðrún: „Að stjórna internetinu eins og að smala köttum“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 27. nóvember 2015 11:16 Ásta Guðrún gerði orð Eyglóar að umtalsefni á þingi í morgun. Vísir/Vilhelm Tvær grímur runnu á Ástu Guðrúnu Helgadóttur, þingkonu Pírata, þegar hún las orð Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, um að ræða þurfi takmörkun tjáningarfrelsisins. Þetta gerði hún að umtalsefni í umræðum um störf þingsins í morgun. Sjá einnig: Eygló vill koma böndum á netiðUmmælin sem Ásta Guðrún vísaði til lét Eygló falla á jafnréttisþingi sem haldið var í gær. Þar kallaði Eygló eftir aðgerðum gegn hatursorðræðu. Eygló velti því upp í gær hvort takmarka eigi tjáningarfrelsið.Vísir/Vilhelm Gæti verið nauðsynlegt að takmarka tjáningarfrelsið „Ef við leyfum niðurlægjandi og meiðandi tón að grassera í umræðunni fer hann að þykja sjálfsagður og vinnur þannig gegn markmiðum okkar um jöfn tækifæri allra til þátttöku í lýðræðislegri umræðu,“ sagði ráðherrann í ræðu sinni á þinginu. „Við þurfum einnig að ræða hvenær geti talist nauðsynlegt að takmarka tjáningarfrelsið og við þurfum að ræða hvernig við getum komið böndum á hatursorðræðu á netinu þar sem gerendur eiga auðvelt með að komast hjá lögum og reglum, til dæmis með því að vista klámsíður í löndum með takmarkaða löggjöf og oftar en ekki fela þeir sig í skjóli nafnleysis,“ sagði hún einnig. Uppræta hatrið með tjáningu Ásta Guðrún tók undir að taka þyrfti umræðu um hvort grípa ætti til einhverra aðgerða. „Já, ég held að það sé alveg rétt hjá hæstvirtum velferðarráðherra að við þurfum að ræða það hvort eða hvernig við ætlum að takmarka eina af grunnstoðum lýðræðisins sem er forsenda fyrir því að við getum átt í upplýstum samræðum,“ sagði hún. „Eins og við Píratar höfum oft bent á þá er það að stjórna internetinu eins og að smala köttum og það er ekkert sem er að fara að gerast; hvorki fræðilega séð né í raunveruleikanum. Internetið hagar sér bara þannig að það er ekki hægt að stjórna því eins og maður vill stjórna öllu öðru fólki,“ sagði hún. Ásta sagði að eina vopnið gegn tjáningu sem við viljum ekki að sé á yfirborðinu sé að ræða málin meira. „Uppræta hatursorðræðu með tjáningu,“ sagði hún. Alþingi Tengdar fréttir Eygló vill koma böndum á netið Orð Eyglóar Harðardóttur ráðherra vekja hörð viðbrögð en hún vill reisa tjáningarfrelsinu skorður. 26. nóvember 2015 11:46 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Sjá meira
Tvær grímur runnu á Ástu Guðrúnu Helgadóttur, þingkonu Pírata, þegar hún las orð Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, um að ræða þurfi takmörkun tjáningarfrelsisins. Þetta gerði hún að umtalsefni í umræðum um störf þingsins í morgun. Sjá einnig: Eygló vill koma böndum á netiðUmmælin sem Ásta Guðrún vísaði til lét Eygló falla á jafnréttisþingi sem haldið var í gær. Þar kallaði Eygló eftir aðgerðum gegn hatursorðræðu. Eygló velti því upp í gær hvort takmarka eigi tjáningarfrelsið.Vísir/Vilhelm Gæti verið nauðsynlegt að takmarka tjáningarfrelsið „Ef við leyfum niðurlægjandi og meiðandi tón að grassera í umræðunni fer hann að þykja sjálfsagður og vinnur þannig gegn markmiðum okkar um jöfn tækifæri allra til þátttöku í lýðræðislegri umræðu,“ sagði ráðherrann í ræðu sinni á þinginu. „Við þurfum einnig að ræða hvenær geti talist nauðsynlegt að takmarka tjáningarfrelsið og við þurfum að ræða hvernig við getum komið böndum á hatursorðræðu á netinu þar sem gerendur eiga auðvelt með að komast hjá lögum og reglum, til dæmis með því að vista klámsíður í löndum með takmarkaða löggjöf og oftar en ekki fela þeir sig í skjóli nafnleysis,“ sagði hún einnig. Uppræta hatrið með tjáningu Ásta Guðrún tók undir að taka þyrfti umræðu um hvort grípa ætti til einhverra aðgerða. „Já, ég held að það sé alveg rétt hjá hæstvirtum velferðarráðherra að við þurfum að ræða það hvort eða hvernig við ætlum að takmarka eina af grunnstoðum lýðræðisins sem er forsenda fyrir því að við getum átt í upplýstum samræðum,“ sagði hún. „Eins og við Píratar höfum oft bent á þá er það að stjórna internetinu eins og að smala köttum og það er ekkert sem er að fara að gerast; hvorki fræðilega séð né í raunveruleikanum. Internetið hagar sér bara þannig að það er ekki hægt að stjórna því eins og maður vill stjórna öllu öðru fólki,“ sagði hún. Ásta sagði að eina vopnið gegn tjáningu sem við viljum ekki að sé á yfirborðinu sé að ræða málin meira. „Uppræta hatursorðræðu með tjáningu,“ sagði hún.
Alþingi Tengdar fréttir Eygló vill koma böndum á netið Orð Eyglóar Harðardóttur ráðherra vekja hörð viðbrögð en hún vill reisa tjáningarfrelsinu skorður. 26. nóvember 2015 11:46 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Sjá meira
Eygló vill koma böndum á netið Orð Eyglóar Harðardóttur ráðherra vekja hörð viðbrögð en hún vill reisa tjáningarfrelsinu skorður. 26. nóvember 2015 11:46