Verndarbúnaður Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 27. nóvember 2015 07:00 Frá og með miðjum desember munu lögreglubílar á höfuðborgarsvæðinu vera útbúnir skammbyssum. Fréttablaðið greindi frá þessu í gær en málið kom upp eftir að sést hafði til lögregluþjóns með skammbyssu á vettvangi umferðarslyss í vikunni. Að sögn yfirlögregluþjóns er tilgangurinn sá að minnka viðbragðstíma vopnaðra lögreglumanna þar sem það getur tekið sérsveitina tíma að mæta á vettvang. Til þessa hefur sérsveitin verið eina lögregluliðið á höfuðborgarsvæðinu sem er vopnað og eru sérsveitarmenn sérþjálfaðir til þess að nota vopn í starfi. Verklagið verður með þeim hætti, líkt og verið hefur úti á landi, að vopnin verða í læstum kassa í bifreiðunum. Lögreglumenn munu ekki hafa aðgang að byssunum nema þar til bær yfirmaður láti þeim í té aðgangskóða að kassanum. Meðal undirbúnings fyrir þessa tímamótabreytingu á störfum lögreglunnar er svokölluð valdbeitingarþjálfun embættisins. Áður hefur verið greint frá því að skotfæri séu í lögreglubifreiðum úti á landi og því ekki beint um stefnubreytingu að ræða að bæta þeim við á höfuðborgarsvæðinu. En þrátt fyrir það er um drastískar breytingar á störfum höfuðborgarlögreglunnar að ræða, ekki aðeins á verklagi þeirra heldur ekki síður á stöðu þeirra gagnvart almennum borgurum. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, benti á það á Alþingi í gær að eftirliti með störfum lögreglunnar væri ábótavant. Hann vildi að sjálfstæðu eftirliti yrði komið á fót áður en farið væri í að vopnavæða liðið enn frekar. Með sífellt meiri kröfum um að lögreglan beri vopn og fái auknar valdheimildir yrði að efla eftirlit. Ólöf Nordal innanríkisráðherra svaraði því til að hluti af almennri löggæslu væri alltaf hvernig fara skyldi með verndarbúnað lögreglu. Lögreglan þyrfti að hafa tiltekinn búnað og um það giltu stífar reglur sem væru mönnum opinberar. Ólöf sagði ekki þurfa að óttast, en mikilvægt væri að um þetta giltu skýrar reglur og menn vissu í hverju þær fælust. Málið er að það er einmitt ýmislegt að óttast. Það vitum við og höfum lært af reynslu annarra ríkja af vopnaburði lögreglu. Eins heitt og innilega og við viljum trúa og treysta því að ekki verði misfarið með það gífurlega vald sem lögreglan hefur, þá hefur það sýnt sig að sumir svartir sauðir kunna ekki að fara með það vald. Auk þess geta allir gert mistök og munu líklegast gera þau. En með vopnaburði eykst hættan á að tjónið sem slík mistök geta valdið verði óafturkræft. Það er hins vegar rétt hjá ráðherra að mikilvægt er að um þetta gildi skýrar reglur og að menn viti í hverju þær felast. Þess vegna er það svo undarlegt að fjölmiðlar upplýsi borgarana um vopnvæðingu lögreglunnar trekk í trekk, í stað þess að hún sjái sjálf um þá upplýsingaveitu. Það er athugavert að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki með góðum fyrirvara upplýst borgarana um þessar breytingar, hvers sé að vænta og útlista nákvæmlega með hvaða hætti þjálfun þeirra sem munu fá að höndla með skotvopn fer fram. Og innanríkisráðherra þarf að skilja að í augum almennra borgara teljast skotvopn ekki til „verndarbúnaðar“, þau eru drápstól. George Orwell hefði hins vegar verið ánægður með þetta newspeak ráðherrans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun
Frá og með miðjum desember munu lögreglubílar á höfuðborgarsvæðinu vera útbúnir skammbyssum. Fréttablaðið greindi frá þessu í gær en málið kom upp eftir að sést hafði til lögregluþjóns með skammbyssu á vettvangi umferðarslyss í vikunni. Að sögn yfirlögregluþjóns er tilgangurinn sá að minnka viðbragðstíma vopnaðra lögreglumanna þar sem það getur tekið sérsveitina tíma að mæta á vettvang. Til þessa hefur sérsveitin verið eina lögregluliðið á höfuðborgarsvæðinu sem er vopnað og eru sérsveitarmenn sérþjálfaðir til þess að nota vopn í starfi. Verklagið verður með þeim hætti, líkt og verið hefur úti á landi, að vopnin verða í læstum kassa í bifreiðunum. Lögreglumenn munu ekki hafa aðgang að byssunum nema þar til bær yfirmaður láti þeim í té aðgangskóða að kassanum. Meðal undirbúnings fyrir þessa tímamótabreytingu á störfum lögreglunnar er svokölluð valdbeitingarþjálfun embættisins. Áður hefur verið greint frá því að skotfæri séu í lögreglubifreiðum úti á landi og því ekki beint um stefnubreytingu að ræða að bæta þeim við á höfuðborgarsvæðinu. En þrátt fyrir það er um drastískar breytingar á störfum höfuðborgarlögreglunnar að ræða, ekki aðeins á verklagi þeirra heldur ekki síður á stöðu þeirra gagnvart almennum borgurum. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, benti á það á Alþingi í gær að eftirliti með störfum lögreglunnar væri ábótavant. Hann vildi að sjálfstæðu eftirliti yrði komið á fót áður en farið væri í að vopnavæða liðið enn frekar. Með sífellt meiri kröfum um að lögreglan beri vopn og fái auknar valdheimildir yrði að efla eftirlit. Ólöf Nordal innanríkisráðherra svaraði því til að hluti af almennri löggæslu væri alltaf hvernig fara skyldi með verndarbúnað lögreglu. Lögreglan þyrfti að hafa tiltekinn búnað og um það giltu stífar reglur sem væru mönnum opinberar. Ólöf sagði ekki þurfa að óttast, en mikilvægt væri að um þetta giltu skýrar reglur og menn vissu í hverju þær fælust. Málið er að það er einmitt ýmislegt að óttast. Það vitum við og höfum lært af reynslu annarra ríkja af vopnaburði lögreglu. Eins heitt og innilega og við viljum trúa og treysta því að ekki verði misfarið með það gífurlega vald sem lögreglan hefur, þá hefur það sýnt sig að sumir svartir sauðir kunna ekki að fara með það vald. Auk þess geta allir gert mistök og munu líklegast gera þau. En með vopnaburði eykst hættan á að tjónið sem slík mistök geta valdið verði óafturkræft. Það er hins vegar rétt hjá ráðherra að mikilvægt er að um þetta gildi skýrar reglur og að menn viti í hverju þær felast. Þess vegna er það svo undarlegt að fjölmiðlar upplýsi borgarana um vopnvæðingu lögreglunnar trekk í trekk, í stað þess að hún sjái sjálf um þá upplýsingaveitu. Það er athugavert að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki með góðum fyrirvara upplýst borgarana um þessar breytingar, hvers sé að vænta og útlista nákvæmlega með hvaða hætti þjálfun þeirra sem munu fá að höndla með skotvopn fer fram. Og innanríkisráðherra þarf að skilja að í augum almennra borgara teljast skotvopn ekki til „verndarbúnaðar“, þau eru drápstól. George Orwell hefði hins vegar verið ánægður með þetta newspeak ráðherrans.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun