Lögreglubílar í höfuðborginni verða búnir byssum í desember Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. nóvember 2015 07:00 Lögregluþjónn á Akureyri mætti vopnaður með skammbyssu sér við mjöðm á þennan vettvang umferðarslyss í síðustu viku. Stefnt er að því að skammbyssum verði komið fyrir í sérstökum vopnakassa í lögreglubílum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um miðjan desember. Þessi breyting er endir á þriggja ára þjálfunaráætlun lögreglunnar sem lýkur 10. desember. Eftir þann tíma verður hafist handa við að koma vopnum fyrir í bílunum. Til þessa hefur sérsveitin verið eina lögregluliðið á höfuðborgarsvæðinu með vopn á sér og eru sérsveitarmenn sérþjálfaðir til þess að nota vopn í starfi. Á síðustu árum hafa hins vegar almennir lögregluþjónar stundað skotvopnaæfingar.Brúa bið eftir sérsveitinni Að sögn Ásgeirs Þórs Ágeirssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er tilgangurinn með breytingunum að minnka viðbragðstíma vopnaðra lögreglumanna þar sem það getur tekið sérsveit ríkislögreglustjóra nokkurn tíma að mæta á vettvang. Ásgeir hefur tekið þátt í valdbeitingarþjálfun embættisins. „Það er staðarlögreglan sem ber ábyrgð á fyrstu viðbrögðum í öllum málum og einnig vopnamálum. Þegar sérsveitin kemur á vettvang yfirtaka þeir hann en staðarlögreglan þarf að geta varið sig sem og borgarana,“ segir Ásgeir og bætir við að sérsveitin geti ekki gert allt ein síns liðs. Ásgeir segir að meðal breytinga í desember sé einnig að skjólbúnaði verði komið fyrir í bílunum og tekur dæmi um hjálma og skotvesti.Þurfa aðgangskóða yfirmanns „Við erum sem sagt að fara að ljúka öðrum hring í grunnþjálfun lögreglumanna en þjálfunin mun þó halda áfram. Þetta er ekki einungis skotvopnaþjálfun heldur einnig þjálfun í lögreglutökum og fleira.“ Lögregluþjónar munu ekki koma til með að hafa aðgang að skammbyssunum nema þar til bær yfirmaður láti þeim í té aðgangskóða að vopnakassanum eftir að hann hefur verið upplýstur um málavexti. Yfirmaður mun þá meta nauðsyn þess í hverju tilviki fyrir sig. „Það liggur ekki neitt fyrir um aðrar tegundir af skotvopnum og það þyrfti að breyta reglunum til þess að hríðskotabyssur yrðu settar í bílana,“ segir Ásgeir sem ekki vill geta sér til um hvort vopnakassar verði í hverjum einum og einasta bíl embættisins. „Lögreglumenn á Íslandi vilja áfram vera vopnlausir en vilja geta unnið störf sín vel og geta komið sjálfum sér og öðrum í þjóðfélaginu til bjargar.“Lögreglumenn vopnbúnir á flugverndaræfingum „Sama dag fór fram flugverndaræfing á Akureyrarflugvelli. Þegar slíkar æfingar eru í gangi þá eru lögreglumenn sendir vopnaðir á vettvang í þeim tilgangi að æfa sig í að fást við vopnaða einstaklinga,“ segir Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, um það að sést hafi til lögregluþjóns með skammbyssu á vettvangi umferðarslyss í vikunni. „Byssan var ekki hlaðin og umræddur lögreglumaður var á æfingunni. Það varð þetta alvarlega slys og það þurfti að losa hann af æfingunni og hann var sendur á vettvang til að loka fyrir umferð,“ segir Daníel og bætir við að lögregluþjónninn hafi ekki haft tíma til þess að skila vopninu á lögreglustöðina. „Hann gat heldur ekki skilið byssuna eftir óvarða í bílnum. Í bílnum var engin læst vopnageymsla.“ Daníel segir að fyrirhugað sé að nýir lögreglubílar verði útbúnir vopnakassa. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
Stefnt er að því að skammbyssum verði komið fyrir í sérstökum vopnakassa í lögreglubílum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um miðjan desember. Þessi breyting er endir á þriggja ára þjálfunaráætlun lögreglunnar sem lýkur 10. desember. Eftir þann tíma verður hafist handa við að koma vopnum fyrir í bílunum. Til þessa hefur sérsveitin verið eina lögregluliðið á höfuðborgarsvæðinu með vopn á sér og eru sérsveitarmenn sérþjálfaðir til þess að nota vopn í starfi. Á síðustu árum hafa hins vegar almennir lögregluþjónar stundað skotvopnaæfingar.Brúa bið eftir sérsveitinni Að sögn Ásgeirs Þórs Ágeirssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er tilgangurinn með breytingunum að minnka viðbragðstíma vopnaðra lögreglumanna þar sem það getur tekið sérsveit ríkislögreglustjóra nokkurn tíma að mæta á vettvang. Ásgeir hefur tekið þátt í valdbeitingarþjálfun embættisins. „Það er staðarlögreglan sem ber ábyrgð á fyrstu viðbrögðum í öllum málum og einnig vopnamálum. Þegar sérsveitin kemur á vettvang yfirtaka þeir hann en staðarlögreglan þarf að geta varið sig sem og borgarana,“ segir Ásgeir og bætir við að sérsveitin geti ekki gert allt ein síns liðs. Ásgeir segir að meðal breytinga í desember sé einnig að skjólbúnaði verði komið fyrir í bílunum og tekur dæmi um hjálma og skotvesti.Þurfa aðgangskóða yfirmanns „Við erum sem sagt að fara að ljúka öðrum hring í grunnþjálfun lögreglumanna en þjálfunin mun þó halda áfram. Þetta er ekki einungis skotvopnaþjálfun heldur einnig þjálfun í lögreglutökum og fleira.“ Lögregluþjónar munu ekki koma til með að hafa aðgang að skammbyssunum nema þar til bær yfirmaður láti þeim í té aðgangskóða að vopnakassanum eftir að hann hefur verið upplýstur um málavexti. Yfirmaður mun þá meta nauðsyn þess í hverju tilviki fyrir sig. „Það liggur ekki neitt fyrir um aðrar tegundir af skotvopnum og það þyrfti að breyta reglunum til þess að hríðskotabyssur yrðu settar í bílana,“ segir Ásgeir sem ekki vill geta sér til um hvort vopnakassar verði í hverjum einum og einasta bíl embættisins. „Lögreglumenn á Íslandi vilja áfram vera vopnlausir en vilja geta unnið störf sín vel og geta komið sjálfum sér og öðrum í þjóðfélaginu til bjargar.“Lögreglumenn vopnbúnir á flugverndaræfingum „Sama dag fór fram flugverndaræfing á Akureyrarflugvelli. Þegar slíkar æfingar eru í gangi þá eru lögreglumenn sendir vopnaðir á vettvang í þeim tilgangi að æfa sig í að fást við vopnaða einstaklinga,“ segir Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, um það að sést hafi til lögregluþjóns með skammbyssu á vettvangi umferðarslyss í vikunni. „Byssan var ekki hlaðin og umræddur lögreglumaður var á æfingunni. Það varð þetta alvarlega slys og það þurfti að losa hann af æfingunni og hann var sendur á vettvang til að loka fyrir umferð,“ segir Daníel og bætir við að lögregluþjónninn hafi ekki haft tíma til þess að skila vopninu á lögreglustöðina. „Hann gat heldur ekki skilið byssuna eftir óvarða í bílnum. Í bílnum var engin læst vopnageymsla.“ Daníel segir að fyrirhugað sé að nýir lögreglubílar verði útbúnir vopnakassa.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira