Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - KR 73-93 | Öruggt hjá meisturunum í Röstinni Styrmir Gauti Fjeldsted í Röstinni skrifar 26. nóvember 2015 21:45 Brynjar Þór Björnsson og félagar komust aftur á sigurbraut. vísir/vilhelm KR vann öruggan sigur á Grindavík í kvöld en leikurinn fór fram á heimavelli Grindvíkinga. Lokatölur kvöldsins voru 73-93. Grindavík sem vann góðan sigur gegn Þór Þórlákshöfn í seinustu umferð náðu ekki að fylgja þeim leik eftir í kvöld. KR sem tapaði toppslag seinustu umferðar gegn Keflavík mættu tilbúnir til leiks í kvöld og voru yfir allan leikinn og geta verið sáttir við frammistöðu sína í kvöld. Með sigri kvöldsins koma þeir sér þægilega fyrir í öðru sæti deildarinnar. KR spilaði án Pavel í kvöld en Helgi Már sem er búinn að vera glíma við meiðsli seinustu þrjá mánuði var í búning og spilaði flottan leik í kvöld. Mikil hraði var í upphafi leiks og það var varla að liðin stilltu upp í kerfi. Leikurinn einkenndist af hraðupphlaupum hjá báðum liðum og í þau skipti sem KR ákvað að stilla upp fóru þeir inn á Craion sem átti auðvelt með að skora á Wise, Bandaríkjamann Grindvíkinga. Ægir Þór Steinarsson mætti tilbúinn til leiks í kvölds og var mjög grimmur á báðum endum vallarins. Mikið jafnræði var milli liðanna í 1.leikhluta en KR kláraði leikhlutann af miklum krafti og var staðan 20-27 að honum loknum. KR-ingar útfærðu sóknir sínar einstaklega vel í öðrum leikhluta og fengu þeir hvert sniðskotið á fætur öðrum og þá aðallega Craion sem var kominn með 16 stig og búinn að hitta úr 8/9 skotum sínum. Wise Bandaríkjamaður heimamanna var líflegur sóknarlega í 2.leikhluta en varnarleikur hans á Craion var ekki upp á marga fiska. Staðan í hálfleik var 36-44 fyrir KR í frekar furðulegum fyrri hálfleik þar sem lítið var um sóknir þar sem stillt var upp í kerfi og var í raun eins og um góðan ,,pick-up’’ leik væri að ræða. Atkvæðamestir í hálfleik í liði heimamanna voru þeir Eric Wise með 12 stig og 5 fráköst og Jóhann Árni með 10 stig. Í liði gestanna var Craion kominn með 16 stig og 10 fráköst, en eins og áður sagði hitti hann úr 8/9 skotum sínum í fyrri hálfleik. Ægir var með 7 stig og Snorri skoraði 6 stig af bekknum. Heimamenn mættu líflegir til leiks í seinni hálfleik og þegar fimm mínútur voru liðnar af 3.leikhluta var staðan 48-51 og allt í járnum. En eftir þetta hrundi leikur Grindvíkinga gjörsamlega. Ægir gekk á lagið og skoraði 6 stig á stuttum kafla auk þess að spila hörku vörn á Jón Axel sem átti erfitt með að stilla almennilega upp sóknarleik sinna manna. Gestirnir kláruðu 3.leikhluta með 18-7 kafla þar sem Snorri skoraði 8 stig í röð. Á þessum kafla mátti skynja ákveðna uppgjöf hjá heimamönnum og skoruðu KR-ingar flest sín stig eftir hraðupphlaup. Staðan 55-69 fyrir seinasta leikhlutann og ljóst að það yrði verðugt verkefni fyrir Grindjána að ná úrslitum í þessum leik. Ekki höfðu heimamenn mikinn áhuga á að klóra sig aftur inn í þennan leik og var leiknum í raun lokið þegar átta mínútur voru eftir af leikhlutanum. Ungir og óreyndir leikmenn beggja liða fengu að klára leikinn og lauk honum með 20 stiga sigri gestannam, 73-93. Michael Craion átti glæsilegan leik í kvöld og skoraði að vild í teignum. Hann endaði leikinn með 20 stig, 14 fráköst og spilaði góða vörn. Ægir Þór, maður leiksins í kvöld var með 15 stig, 6 stoðsendingar, 5 fráköst og 4 stolna. Auk þess sem hann spilaði fullkomna vörn á Jón Axel. Einnig átti Snorri sinn besta leik á tímabilinu en hann lauk leik með 19 stig úr 8/10 skotum. Hjá Grindavík var Wise atkvæðamestur með 21 stig og 10 fráköst. Á eftir honum kom Jóhann með 15 stig og Ómar með 13 stig og 16 fráköst.Jóhann: Eiginlega orðlaus Jóhann Ólafsson þjálfari Grindvíkinga var ómyrkur í máli í leikslok. „Við vorum ekki að gera það sem við lögðum upp með. Við vorum einfaldlega arfaslakir í kvöld og ég er eiginlega orðlaus. Varnarlega vorum við hræðilegir, það er enginn í mínu liði sem getur haldið keilu fyrir framan sig og það sem við erum að leggja upp með sóknarlega virðist ekki skila sér til strákanna. Það er eins og þeir skilji mig ekki,“ sagði hann. Grindavík á erfiðan leik fyrir höndum í næstu umferð þegar þeir heimsækja gott lið Hauka. „Við erum búnir að vinna fjóra leiki það sem af er og ef við höldum okkur við það sem lagt er upp með þá erum við hörku góðir,“ sagði Jóhann Ólafsson. Finnur Freyr: Flottur sigur Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, var ánægður í leikslok eftir góðan sigur á krefjandi útivelli. „Þetta var flottur sigur og tvö örugg stig í hús en þetta var alls ekki auðveldur leikur. Leikurinn komst ekki almennilega á flug hjá okkur fyrr en í lok 3.leikhluta og það var ekki fyrr en þá sem skildi á milli liðanna,“ sagði Finnur við Vísi eftir leik. KR-ingar töpuðu í seinustu umferð og var enginn áherslubreting á leik liðsins í kvöld. „Nei engar áherslubreytingar, það var margt sem við gátum gátum gert betur í seinasta leik og við vorum mjög meðvitaðir um það. Við reyndum að fá fleiri körfu nálægt í kvöld og það tókst og voru Craion og Snorri frábærir í kvöld.“ Helgi Már: Verið langir þrír mánuðir Helgi Már Magnússon sneri aftur á völlinn í kvöld eftir þriggja mánaða fjarveru vegna meiðsla. „Við erum að spila sama kerfi og í fyrra svo ég fann ekkert fyrir því að vera því að vera nýkominn inn í þetta,“ sagði Helgi við Vísi. „Þetta eru búnir að vera langir þrír mánuðir, búinn að fara í alltof margar leiðinlegar sundferðir svo það var rosalega gott að komast aftur á parketið.“ KR-ingar eiga hörkuleik í næstu umferð og kveðst Helgi vera spenntur fyrir þeim leik. „Mér list rosalega vel á þann leik, Stólarnir eru með hörku lið en það virðist vera eitthvað skipulagsleysi í gangi hjá þeim en ég býst við hörku leik,“ sagði Helgi, en hvernig er ástandið á honum? „Skrokkurinn er góður núna allavega, ég er reyndar teipaður á ökkla og með hnéhlíf. Ég er að verða eins og Fannar Ólafs og það er aldrei gott,“ sagði glaður Helgi Már í leikslok. Tweets by @visirkarfa4 Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Sjá meira
KR vann öruggan sigur á Grindavík í kvöld en leikurinn fór fram á heimavelli Grindvíkinga. Lokatölur kvöldsins voru 73-93. Grindavík sem vann góðan sigur gegn Þór Þórlákshöfn í seinustu umferð náðu ekki að fylgja þeim leik eftir í kvöld. KR sem tapaði toppslag seinustu umferðar gegn Keflavík mættu tilbúnir til leiks í kvöld og voru yfir allan leikinn og geta verið sáttir við frammistöðu sína í kvöld. Með sigri kvöldsins koma þeir sér þægilega fyrir í öðru sæti deildarinnar. KR spilaði án Pavel í kvöld en Helgi Már sem er búinn að vera glíma við meiðsli seinustu þrjá mánuði var í búning og spilaði flottan leik í kvöld. Mikil hraði var í upphafi leiks og það var varla að liðin stilltu upp í kerfi. Leikurinn einkenndist af hraðupphlaupum hjá báðum liðum og í þau skipti sem KR ákvað að stilla upp fóru þeir inn á Craion sem átti auðvelt með að skora á Wise, Bandaríkjamann Grindvíkinga. Ægir Þór Steinarsson mætti tilbúinn til leiks í kvölds og var mjög grimmur á báðum endum vallarins. Mikið jafnræði var milli liðanna í 1.leikhluta en KR kláraði leikhlutann af miklum krafti og var staðan 20-27 að honum loknum. KR-ingar útfærðu sóknir sínar einstaklega vel í öðrum leikhluta og fengu þeir hvert sniðskotið á fætur öðrum og þá aðallega Craion sem var kominn með 16 stig og búinn að hitta úr 8/9 skotum sínum. Wise Bandaríkjamaður heimamanna var líflegur sóknarlega í 2.leikhluta en varnarleikur hans á Craion var ekki upp á marga fiska. Staðan í hálfleik var 36-44 fyrir KR í frekar furðulegum fyrri hálfleik þar sem lítið var um sóknir þar sem stillt var upp í kerfi og var í raun eins og um góðan ,,pick-up’’ leik væri að ræða. Atkvæðamestir í hálfleik í liði heimamanna voru þeir Eric Wise með 12 stig og 5 fráköst og Jóhann Árni með 10 stig. Í liði gestanna var Craion kominn með 16 stig og 10 fráköst, en eins og áður sagði hitti hann úr 8/9 skotum sínum í fyrri hálfleik. Ægir var með 7 stig og Snorri skoraði 6 stig af bekknum. Heimamenn mættu líflegir til leiks í seinni hálfleik og þegar fimm mínútur voru liðnar af 3.leikhluta var staðan 48-51 og allt í járnum. En eftir þetta hrundi leikur Grindvíkinga gjörsamlega. Ægir gekk á lagið og skoraði 6 stig á stuttum kafla auk þess að spila hörku vörn á Jón Axel sem átti erfitt með að stilla almennilega upp sóknarleik sinna manna. Gestirnir kláruðu 3.leikhluta með 18-7 kafla þar sem Snorri skoraði 8 stig í röð. Á þessum kafla mátti skynja ákveðna uppgjöf hjá heimamönnum og skoruðu KR-ingar flest sín stig eftir hraðupphlaup. Staðan 55-69 fyrir seinasta leikhlutann og ljóst að það yrði verðugt verkefni fyrir Grindjána að ná úrslitum í þessum leik. Ekki höfðu heimamenn mikinn áhuga á að klóra sig aftur inn í þennan leik og var leiknum í raun lokið þegar átta mínútur voru eftir af leikhlutanum. Ungir og óreyndir leikmenn beggja liða fengu að klára leikinn og lauk honum með 20 stiga sigri gestannam, 73-93. Michael Craion átti glæsilegan leik í kvöld og skoraði að vild í teignum. Hann endaði leikinn með 20 stig, 14 fráköst og spilaði góða vörn. Ægir Þór, maður leiksins í kvöld var með 15 stig, 6 stoðsendingar, 5 fráköst og 4 stolna. Auk þess sem hann spilaði fullkomna vörn á Jón Axel. Einnig átti Snorri sinn besta leik á tímabilinu en hann lauk leik með 19 stig úr 8/10 skotum. Hjá Grindavík var Wise atkvæðamestur með 21 stig og 10 fráköst. Á eftir honum kom Jóhann með 15 stig og Ómar með 13 stig og 16 fráköst.Jóhann: Eiginlega orðlaus Jóhann Ólafsson þjálfari Grindvíkinga var ómyrkur í máli í leikslok. „Við vorum ekki að gera það sem við lögðum upp með. Við vorum einfaldlega arfaslakir í kvöld og ég er eiginlega orðlaus. Varnarlega vorum við hræðilegir, það er enginn í mínu liði sem getur haldið keilu fyrir framan sig og það sem við erum að leggja upp með sóknarlega virðist ekki skila sér til strákanna. Það er eins og þeir skilji mig ekki,“ sagði hann. Grindavík á erfiðan leik fyrir höndum í næstu umferð þegar þeir heimsækja gott lið Hauka. „Við erum búnir að vinna fjóra leiki það sem af er og ef við höldum okkur við það sem lagt er upp með þá erum við hörku góðir,“ sagði Jóhann Ólafsson. Finnur Freyr: Flottur sigur Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, var ánægður í leikslok eftir góðan sigur á krefjandi útivelli. „Þetta var flottur sigur og tvö örugg stig í hús en þetta var alls ekki auðveldur leikur. Leikurinn komst ekki almennilega á flug hjá okkur fyrr en í lok 3.leikhluta og það var ekki fyrr en þá sem skildi á milli liðanna,“ sagði Finnur við Vísi eftir leik. KR-ingar töpuðu í seinustu umferð og var enginn áherslubreting á leik liðsins í kvöld. „Nei engar áherslubreytingar, það var margt sem við gátum gátum gert betur í seinasta leik og við vorum mjög meðvitaðir um það. Við reyndum að fá fleiri körfu nálægt í kvöld og það tókst og voru Craion og Snorri frábærir í kvöld.“ Helgi Már: Verið langir þrír mánuðir Helgi Már Magnússon sneri aftur á völlinn í kvöld eftir þriggja mánaða fjarveru vegna meiðsla. „Við erum að spila sama kerfi og í fyrra svo ég fann ekkert fyrir því að vera því að vera nýkominn inn í þetta,“ sagði Helgi við Vísi. „Þetta eru búnir að vera langir þrír mánuðir, búinn að fara í alltof margar leiðinlegar sundferðir svo það var rosalega gott að komast aftur á parketið.“ KR-ingar eiga hörkuleik í næstu umferð og kveðst Helgi vera spenntur fyrir þeim leik. „Mér list rosalega vel á þann leik, Stólarnir eru með hörku lið en það virðist vera eitthvað skipulagsleysi í gangi hjá þeim en ég býst við hörku leik,“ sagði Helgi, en hvernig er ástandið á honum? „Skrokkurinn er góður núna allavega, ég er reyndar teipaður á ökkla og með hnéhlíf. Ég er að verða eins og Fannar Ólafs og það er aldrei gott,“ sagði glaður Helgi Már í leikslok. Tweets by @visirkarfa4
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti