„Eigum að rísa upp og stoppa þessa aðför að okkur“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 26. nóvember 2015 15:56 Guðmundur Ragnarsson er formaður VM. vísir/anton Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, segir ljóst að Rio Tinto ætli ekki að semja við starfsmenn sína, nema með því að þvinga fram umtalsverðar breytingar í þá átt að koma sem flestum fastráðnum starfsmönnum út, og fá verktaka í störfin. Sú hagræðing virki þó einungis í eina átt. „Að finna fólk í störfin á lægri launum, aðallega útlendinga sem ekki eru skráðir hér á landi, eins og var gert hjá ÍSAL á þessu ári og þekkist víða í atvinnulífinu í dag,“ segir Guðmundur á vefsíðu félagsins. Kjaradeila starfsmanna álversins í Straumsvík er enn í hnút og virðist engin lausn í sjónmáli. Að sögn Guðmundar hafa deiluaðilar hist í húsakynnum ríkissáttasemjara tuttugu og átta sinnum. Ljóst sé að starfsfólkið skipti fyrirtækið litlu máli – hagnaðurinn sé aðalatriðið. „Ef láta á eftir þeim að fá vinnuna gefins líka, þá er lítið fyrir okkur að hafa, sem samfélag, af veru þeirra hér. Það verður að stoppa þetta í fæðingu. Hin stóriðjufyrirtækin munu fara sömu leið til að skera niður launakostnað, um leið og þau fá færi til. Eflaust með sömu hótunum að vopni. Hótuinina um að ef þau fái ekki sitt fram, muni þau loka, fara.“„Viðbjóðsleg saga um heim allan“ Guðmundur segir Samtök atvinnulífsins ganga erinda Rio Tinto, sem sé til þess fallið að skaða íslenskt samfélag og verða samtökunum til ævarandi skammar. „Rio Tinto er alþjóðlegur auðhringur sem á sér viðbjóðslega sögu um heim allan. Þar sem mannslíf hafa litlu skipt í leit þeirra að auknum hagnaði. Þennan veruleika fáum við nú í andlitið. Við sem samfélag eigum að rísa upp og stoppa þessa aðför að okkur,“ segir hann og bætir við að alþjóðastofnanir hafi varað við þessari þróun. „Skilaboðin frá þessum stofnunum eru; takið á þessu, aukið jöfnuð og greiðið góð laun. Þá mun hagvöxtur aukast.“ Að lokum skorar hann á þingmenn að opna augun og styðja kröfu starfsmanna ÍSAL að fá sömu launahækkanir og aðrir launamenn hafi fengið í undangengnum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum. „Ef fyrirtækið er að spila þann ljóta leik að nota starfsfólk sitt, sem margt hefur unnið þar í áratugi, til að fá hagkvæmari raforkusamning þá sýnir það skíteðli eigendanna. Ef þeir ætla að loka, þá ættu stjórnendurinr að hafa kjark til að gera það á réttum forsendum,“ segir Guðmundur. Það sé þó áhyggjuefni, enda afkoma margra í húfi. Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir „Enginn launamaður þurft að semja störfin frá sér“ Fundur í kjaradeilu starfsmanna álversins í Straumsvík hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag. 25. nóvember 2015 14:13 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, segir ljóst að Rio Tinto ætli ekki að semja við starfsmenn sína, nema með því að þvinga fram umtalsverðar breytingar í þá átt að koma sem flestum fastráðnum starfsmönnum út, og fá verktaka í störfin. Sú hagræðing virki þó einungis í eina átt. „Að finna fólk í störfin á lægri launum, aðallega útlendinga sem ekki eru skráðir hér á landi, eins og var gert hjá ÍSAL á þessu ári og þekkist víða í atvinnulífinu í dag,“ segir Guðmundur á vefsíðu félagsins. Kjaradeila starfsmanna álversins í Straumsvík er enn í hnút og virðist engin lausn í sjónmáli. Að sögn Guðmundar hafa deiluaðilar hist í húsakynnum ríkissáttasemjara tuttugu og átta sinnum. Ljóst sé að starfsfólkið skipti fyrirtækið litlu máli – hagnaðurinn sé aðalatriðið. „Ef láta á eftir þeim að fá vinnuna gefins líka, þá er lítið fyrir okkur að hafa, sem samfélag, af veru þeirra hér. Það verður að stoppa þetta í fæðingu. Hin stóriðjufyrirtækin munu fara sömu leið til að skera niður launakostnað, um leið og þau fá færi til. Eflaust með sömu hótunum að vopni. Hótuinina um að ef þau fái ekki sitt fram, muni þau loka, fara.“„Viðbjóðsleg saga um heim allan“ Guðmundur segir Samtök atvinnulífsins ganga erinda Rio Tinto, sem sé til þess fallið að skaða íslenskt samfélag og verða samtökunum til ævarandi skammar. „Rio Tinto er alþjóðlegur auðhringur sem á sér viðbjóðslega sögu um heim allan. Þar sem mannslíf hafa litlu skipt í leit þeirra að auknum hagnaði. Þennan veruleika fáum við nú í andlitið. Við sem samfélag eigum að rísa upp og stoppa þessa aðför að okkur,“ segir hann og bætir við að alþjóðastofnanir hafi varað við þessari þróun. „Skilaboðin frá þessum stofnunum eru; takið á þessu, aukið jöfnuð og greiðið góð laun. Þá mun hagvöxtur aukast.“ Að lokum skorar hann á þingmenn að opna augun og styðja kröfu starfsmanna ÍSAL að fá sömu launahækkanir og aðrir launamenn hafi fengið í undangengnum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum. „Ef fyrirtækið er að spila þann ljóta leik að nota starfsfólk sitt, sem margt hefur unnið þar í áratugi, til að fá hagkvæmari raforkusamning þá sýnir það skíteðli eigendanna. Ef þeir ætla að loka, þá ættu stjórnendurinr að hafa kjark til að gera það á réttum forsendum,“ segir Guðmundur. Það sé þó áhyggjuefni, enda afkoma margra í húfi.
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir „Enginn launamaður þurft að semja störfin frá sér“ Fundur í kjaradeilu starfsmanna álversins í Straumsvík hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag. 25. nóvember 2015 14:13 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
„Enginn launamaður þurft að semja störfin frá sér“ Fundur í kjaradeilu starfsmanna álversins í Straumsvík hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag. 25. nóvember 2015 14:13