Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Akureyri 26-26 | Jafntefli í spennutrylli Anton Ingi Leifsson skrifar 26. nóvember 2015 21:00 vísir/anton brink Fram og Akureyri skyldu jöfn, 26-26, í æsispenanndi leik í Olís-deild karla í kvöld, en Akureyri jafnað metin á lokasekúndum leiksins. Sigþór Heimisson jafnaði nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Fram leiddi í hálfleik 15-13 og náðu mest fimm marka forystu í síðari hálfleik og ekki útlit fyrir að gestirnir væru að fara gera neitt. Akureyri kom þó til baka í síðari hálfleik og Sigþór Heimisson jafnaði metin tíu sekúndum fyrir leikslok. Lokatölur 26-26. Heimamenn sýndu ekki þann varnarleik sem liðið hefur verið hrósað fyrir í vetur, en það verður ekki tekið af gestunum að þeir leystu hann á löngum köflum vel. Hreiðar Levý Guðmundsson var svo magnaður í markinu og bjargaði því sem bjarga varð þegar holan var sem dýpst hjá gestunum. Gestirnir frá Akureyri byrjuðu ágætlega og skoruðu fjögur mörk gegn tveimur mörkum Fram fyrstu fimm mínúturnar. Framliggjandi vörn Fram var ekki eins góð í upphafi leiks eins og hún hefur verið undanfarið og gestirnir fengu oft á tíðum greiða leið í gegnum vörnina, en Kristófer Fannar átti fínan fyrri hállfeik í marki Fram og bjargaði nokkrum sinnum vel. Hinu megin var Hreiðar Levý í banastuði og var með tæplega 50% markvörslu eftir fyrri hálfleikinn. Hægt og rólega fóru heimamenn að bíta í skjaldarendur og náðu í fyrsta skipti forystunni þegar Þorgrímur Smári Ólafsson kom þeim í 9-8 eftir átján mínútna leik. Þeir leiddu svo með einum til tveimur mörkum eftir það, en gestirnir voru að tapa boltanum hvað eftir annað og oft klaufalega. Fram leiddi svo með tveimur mörkum í hálfleik; 15-13, eftir fjörugan og skemmtilegan fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik byrjuðu heimamenn virkilega vel og virtust ætla að sigla sigrinum nokkuð þægilega heim. Þeir skoruðu fjögur mörk gegn einum marki Fram fyrstu sjö mínúturnar og munurinn var enn fimm mörk þegar stundarfjórðungur til leiksloka. Gestirnir áttu í nokkrum vandræðum með að leysa vörn Fram sem þeir gerðu svo vel í fyrri hálfleik. Þeir lentu á vegg og voru að láta Kristófer Fannar taka hvern boltann á eftir í marki Fram og þegar átta mínútur voru til leiksloka var munurinn enn átta mörk. Þá voru ekki mörg teikn á lofti að leikurinn yrði spennandi, en annað kom á daginn. Akureyri skoraði tvö mörk í röð og breytti stöðunni úr 24-20 í 24-22. Þá kom blóð á tennurnar á gestunum og Bergvin Þór Gíslason minnkaði muinn í eitt mark þremur mínútum fyrir leikslok. Eftir æsispennandi lokasekúndur jafnaði svo Sigþór Heimisson metin og lokatölur 26-26, jafntefli í spennutrylli. Arnar Freyr Arnarsson og Þorgrímur Smári Ólafsson gerðu báðir sex mörk fyrir heimamenn, en menn eins og Ólafur Ægir Ólafsson og Arnar Freyr Ársælsson náði sér ekki á strik. Kristófer Fannar var með um 30% markvörslu. Hörður Másson skoraði sjö mörk úr sjö skotum fyrir Akureyri og mörg þeirra voru mikilvæg, en hann átti afar góðan leik. Hreiðar Levý fór á kostum í markinu; varði 24 skot eða um 50% markvörslu og mörg þeirra voru úr afar góðum færum. Hreiðar Levý: Bognuðum en brotnuðum ekki „Ég sætti mig við þetta stig allan tímann. Þetta var frábært stig. Þetta var hrikalega flottur karakter gegn hörkuliði,” sagði Hreiðar Levý Guðmundsson, markvörður Akureyrar, í samtali við Vísi í leikslok. Hreiðar átti stórleik í markinu. „Við vorum hérna á útivelli og ég tek þessu stigi. Þetta var orðið helvíti erfitt, en við bognuðum en brotnuðum ekki. Góð klisja, en við brotnuðum ekki. Við héldum áfram allan tímann og gáfumst ekkert upp.” „Svo var þetta komið í járn þarna síðustu tíu mínúturnar og þeir urðu dálítið stressaðir Framararnir. Þeir urðu passívir og reyndu dálítið að halda sínu fannst mér og það er hættulegt.” „Þá vorum við orðnir graðir að ná í punktinn og komnir með blóð á tennurnar og komnir með sjálfstraustið. Þetta var erfitt stig, en mjög gott.” „Mér fannst þetta að mörgu leyti frábærlega spilaður leikur hjá okkur. Við fórum vel yfir þetta og fórum vel yfir hvernig við ætluðum að spila. Það gekk frábærlega fyrstu tuttugu mínúturnar og þá gekk bara allt upp.” „Þeir eru með hörkulið og þetta hikstar aðeins hjá okkur. Við vorum að gera dýr mistök og við fengum alltaf hraðaupphlaupsmörk í bakið, en mér fannst þetta mjög jákvæður leikur. Þetta var frábært.” „Þetta er hrikalega mikilvæg stig. Hvert einasta stig er mikilvægt og þetta er botn- og miðjubarátta. Þetta er hrikalega jafnt og hver punktur telur hrikalega mikið,” sagði Hreiðar í samtali við Vísi í leikslok.Guðlaugur: Erum að láta Hreiðar taka alltof mörg dauðafæri „Ég er svolítið ósáttur að fá bara eitt stig út úr þessum leik,” sagði Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram, sár og svekktur við Vísi í leikslok. „Við fórum að klára færin okkar illa og við vorum í smá vandræðum mest allan leikinn varnarlega. Við erum að láta Hreiðar taka alltof mörg dauðafæri þegar við eigum bara að klára færin. Við vorum að skjóta á hausinn á honum og skjóta á axlarhæð og hann var að taka of mörg færi.” „Þeir leystu okkar varnarleik mjög vel. Inn á milli vorum við þó að loka vel, en ég er ekki nægilega ánægður með þennan leik.” Hann sagðist ekki hafa séð atvikin undir lok leiksins nægilega vel til að tjá sig um það, en Framarar vildu meina að varnarmann gestanna hafi verið inn í teig þegar Ólafur Ægir skaut að marki þeirra þegar tvær sekúndur lifðu leiks. Ekki var dæmt víti heldur aukakast við litla hrifningu marga Framara. „Ég sá lokaatvikið ekki nægilega vel hvort það sé eitthvað annað, en þeir fá bara gott færi og klára það vel. Við höfðum smá tíma til að keyra á þá og við hefðum átt að nýta okkur það. Ég veit ekkert hvort að hann hafi verið inn í teig þegar hann varði boltann eða ekki.” „Jákvæðu hlutirnir eru þegar við tökum leikinn í síðari hálfleik og erum að sigla honum nokkuð vel, en það neikvæða er að við erum of fljótir að missa það frá okkur og erum að láta þá refsa okkur því við erum að klára færin illa. Við tókum slæmar ákvarðanir og við förum mjög illa með síðustu sóknina þar sem við setjum upp í eitthvað og spilum ekki það sem við ætlum að spila.” Fram vann sjö leiki í röð, en hefur einungis fengið eitt stig úr síðustu tveimur leikjum. Það veldur Guðlaugi ekki áhyggjum. „Nei, það eru engar áhyggjur af því. Þetta er hörkudeild og Akureyri er hörkulið. Þetta var hörkuleikur allan tímann þrátt fyrir að við höfum náð góðu forskoti. Það eru engar áhyggjur að hafa fengið bara eitt stig úr síðustu tveimur leikjum, en þetta er langt mót og það eru margir leikir. Við þurfum bara að vinna í okkar málum,” sagði Guðlaugur við Vísi að lokum. vísir/anton Olís-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Sjá meira
Fram og Akureyri skyldu jöfn, 26-26, í æsispenanndi leik í Olís-deild karla í kvöld, en Akureyri jafnað metin á lokasekúndum leiksins. Sigþór Heimisson jafnaði nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Fram leiddi í hálfleik 15-13 og náðu mest fimm marka forystu í síðari hálfleik og ekki útlit fyrir að gestirnir væru að fara gera neitt. Akureyri kom þó til baka í síðari hálfleik og Sigþór Heimisson jafnaði metin tíu sekúndum fyrir leikslok. Lokatölur 26-26. Heimamenn sýndu ekki þann varnarleik sem liðið hefur verið hrósað fyrir í vetur, en það verður ekki tekið af gestunum að þeir leystu hann á löngum köflum vel. Hreiðar Levý Guðmundsson var svo magnaður í markinu og bjargaði því sem bjarga varð þegar holan var sem dýpst hjá gestunum. Gestirnir frá Akureyri byrjuðu ágætlega og skoruðu fjögur mörk gegn tveimur mörkum Fram fyrstu fimm mínúturnar. Framliggjandi vörn Fram var ekki eins góð í upphafi leiks eins og hún hefur verið undanfarið og gestirnir fengu oft á tíðum greiða leið í gegnum vörnina, en Kristófer Fannar átti fínan fyrri hállfeik í marki Fram og bjargaði nokkrum sinnum vel. Hinu megin var Hreiðar Levý í banastuði og var með tæplega 50% markvörslu eftir fyrri hálfleikinn. Hægt og rólega fóru heimamenn að bíta í skjaldarendur og náðu í fyrsta skipti forystunni þegar Þorgrímur Smári Ólafsson kom þeim í 9-8 eftir átján mínútna leik. Þeir leiddu svo með einum til tveimur mörkum eftir það, en gestirnir voru að tapa boltanum hvað eftir annað og oft klaufalega. Fram leiddi svo með tveimur mörkum í hálfleik; 15-13, eftir fjörugan og skemmtilegan fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik byrjuðu heimamenn virkilega vel og virtust ætla að sigla sigrinum nokkuð þægilega heim. Þeir skoruðu fjögur mörk gegn einum marki Fram fyrstu sjö mínúturnar og munurinn var enn fimm mörk þegar stundarfjórðungur til leiksloka. Gestirnir áttu í nokkrum vandræðum með að leysa vörn Fram sem þeir gerðu svo vel í fyrri hálfleik. Þeir lentu á vegg og voru að láta Kristófer Fannar taka hvern boltann á eftir í marki Fram og þegar átta mínútur voru til leiksloka var munurinn enn átta mörk. Þá voru ekki mörg teikn á lofti að leikurinn yrði spennandi, en annað kom á daginn. Akureyri skoraði tvö mörk í röð og breytti stöðunni úr 24-20 í 24-22. Þá kom blóð á tennurnar á gestunum og Bergvin Þór Gíslason minnkaði muinn í eitt mark þremur mínútum fyrir leikslok. Eftir æsispennandi lokasekúndur jafnaði svo Sigþór Heimisson metin og lokatölur 26-26, jafntefli í spennutrylli. Arnar Freyr Arnarsson og Þorgrímur Smári Ólafsson gerðu báðir sex mörk fyrir heimamenn, en menn eins og Ólafur Ægir Ólafsson og Arnar Freyr Ársælsson náði sér ekki á strik. Kristófer Fannar var með um 30% markvörslu. Hörður Másson skoraði sjö mörk úr sjö skotum fyrir Akureyri og mörg þeirra voru mikilvæg, en hann átti afar góðan leik. Hreiðar Levý fór á kostum í markinu; varði 24 skot eða um 50% markvörslu og mörg þeirra voru úr afar góðum færum. Hreiðar Levý: Bognuðum en brotnuðum ekki „Ég sætti mig við þetta stig allan tímann. Þetta var frábært stig. Þetta var hrikalega flottur karakter gegn hörkuliði,” sagði Hreiðar Levý Guðmundsson, markvörður Akureyrar, í samtali við Vísi í leikslok. Hreiðar átti stórleik í markinu. „Við vorum hérna á útivelli og ég tek þessu stigi. Þetta var orðið helvíti erfitt, en við bognuðum en brotnuðum ekki. Góð klisja, en við brotnuðum ekki. Við héldum áfram allan tímann og gáfumst ekkert upp.” „Svo var þetta komið í járn þarna síðustu tíu mínúturnar og þeir urðu dálítið stressaðir Framararnir. Þeir urðu passívir og reyndu dálítið að halda sínu fannst mér og það er hættulegt.” „Þá vorum við orðnir graðir að ná í punktinn og komnir með blóð á tennurnar og komnir með sjálfstraustið. Þetta var erfitt stig, en mjög gott.” „Mér fannst þetta að mörgu leyti frábærlega spilaður leikur hjá okkur. Við fórum vel yfir þetta og fórum vel yfir hvernig við ætluðum að spila. Það gekk frábærlega fyrstu tuttugu mínúturnar og þá gekk bara allt upp.” „Þeir eru með hörkulið og þetta hikstar aðeins hjá okkur. Við vorum að gera dýr mistök og við fengum alltaf hraðaupphlaupsmörk í bakið, en mér fannst þetta mjög jákvæður leikur. Þetta var frábært.” „Þetta er hrikalega mikilvæg stig. Hvert einasta stig er mikilvægt og þetta er botn- og miðjubarátta. Þetta er hrikalega jafnt og hver punktur telur hrikalega mikið,” sagði Hreiðar í samtali við Vísi í leikslok.Guðlaugur: Erum að láta Hreiðar taka alltof mörg dauðafæri „Ég er svolítið ósáttur að fá bara eitt stig út úr þessum leik,” sagði Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram, sár og svekktur við Vísi í leikslok. „Við fórum að klára færin okkar illa og við vorum í smá vandræðum mest allan leikinn varnarlega. Við erum að láta Hreiðar taka alltof mörg dauðafæri þegar við eigum bara að klára færin. Við vorum að skjóta á hausinn á honum og skjóta á axlarhæð og hann var að taka of mörg færi.” „Þeir leystu okkar varnarleik mjög vel. Inn á milli vorum við þó að loka vel, en ég er ekki nægilega ánægður með þennan leik.” Hann sagðist ekki hafa séð atvikin undir lok leiksins nægilega vel til að tjá sig um það, en Framarar vildu meina að varnarmann gestanna hafi verið inn í teig þegar Ólafur Ægir skaut að marki þeirra þegar tvær sekúndur lifðu leiks. Ekki var dæmt víti heldur aukakast við litla hrifningu marga Framara. „Ég sá lokaatvikið ekki nægilega vel hvort það sé eitthvað annað, en þeir fá bara gott færi og klára það vel. Við höfðum smá tíma til að keyra á þá og við hefðum átt að nýta okkur það. Ég veit ekkert hvort að hann hafi verið inn í teig þegar hann varði boltann eða ekki.” „Jákvæðu hlutirnir eru þegar við tökum leikinn í síðari hálfleik og erum að sigla honum nokkuð vel, en það neikvæða er að við erum of fljótir að missa það frá okkur og erum að láta þá refsa okkur því við erum að klára færin illa. Við tókum slæmar ákvarðanir og við förum mjög illa með síðustu sóknina þar sem við setjum upp í eitthvað og spilum ekki það sem við ætlum að spila.” Fram vann sjö leiki í röð, en hefur einungis fengið eitt stig úr síðustu tveimur leikjum. Það veldur Guðlaugi ekki áhyggjum. „Nei, það eru engar áhyggjur af því. Þetta er hörkudeild og Akureyri er hörkulið. Þetta var hörkuleikur allan tímann þrátt fyrir að við höfum náð góðu forskoti. Það eru engar áhyggjur að hafa fengið bara eitt stig úr síðustu tveimur leikjum, en þetta er langt mót og það eru margir leikir. Við þurfum bara að vinna í okkar málum,” sagði Guðlaugur við Vísi að lokum. vísir/anton
Olís-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Sjá meira