Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2025 08:02 Harvey Lewis þurfti að eyða nóttinni og gott betur á sjúkrahúsinu. @harveylewisultrarunner Ofurhlauparinn Harvey Lewis var í harðri baráttu um heimsmeistaratitilinn í bakgarðshlaupum í síðustu viku og var einn af þeim þremur sem héldu lengst út. Nú hefur komið í ljós að hann var ekki bara að keppa við þreytuna og þungar fætur eftir rúma fjóra sólarhringahlaup. Lewis náði ekki í mark áður en tíminn rann út í 112. hring og var því úr leik. Hann kláraði engu að síður 744 kílómetra í keppninni sem er magnaður árangur. Lewis endaði hinsvegar inn á sjúkrahúsi. Hann sagði söguna af því á samfélagsmiðlum sínum. Í ljós kom að hann hafði risbreinsbrotnað á tveimur stöðum við fall í brautinni. Harvey Lewis varð í þriðja sætinu á HM í bakgarðshlaupum en nú loksins á heimaleið eftir að hafa eytt tíma á sjúkrahúsi.@harveylewisultrarunner „Ég man eftir fallinu en ég hélt síðan áfram að hlaupa í tólf klukkutíma í viðbót. Ég hef dottið áður og líka af hjólinu mínu fyrir um áratug síðan. Ég hélt að það væru marin rifbein eins og þá en ég fylgdi því ekki eftir á sínum tíma. Venjulega er ekki mikið sem maður getur gert við brotin eða marin rifbein,“ skrifaði Harvey Lewis á Instagram-síðu sína. Fór á bráðamóttökuna Hann ákvað að láta skoða sig betur að þessu sinni. „Ég fór á sjúkrahúsið á föstudagskvöldið þegar ég kom heim því mér fannst það góð hugmynd að fá að sjá myndirnar. Röntgenmyndin sýndi að ég hafði brotið nokkur rifbein en líka að ég var með smá vökva í lungunum svo þeir lögðu til að ég væri lagður inn á bráðamóttökuna,“ skrifaði Lewis. „Eftir tvær sneiðmyndir, þótt ég hefði aðeins haft smá blæðingu, gátu þeir ekki staðfest að hún hefði hætt svo þeir vildu fylgjast með mér og ég var lagður inn á sjúkrahús til að fylgjast einnig með mér,“ skrifaði Lewis. Mesta matarlystin á ævinni „Ég mátti ekki borða í um sólarhring af því að þeir vildu halda möguleikannum opnum á aðgerð ef þörf væri á til að stöðva innvortis blæðingar. Loksins fékk ég samt leyfi til að borða. Ég hafði eina mestu matarlyst sem ég hef haft á ævinni og borðaði tvær máltíðir,“ skrifaði Lewis. Sjúkrahúslegan sá aftur á móti til þess að hann náði ekki að hlaupa þann daginn. Hann var búinn að hlaupa alla daga frá 14. júlí 2022. „Ég hef ekki verið sjúklingur á sjúkrahúsi síðan ég braut hálsinn á mér árið 2004,“ skrifaði Lewis. Hann segist ætla að nýta þennan tíma til að endurstilla skrokkinn, ná sér góðum og byrja síðan að byggja sig upp aftur. View this post on Instagram A post shared by Harvey Lewis (@harveylewisultrarunner) Bakgarðshlaup Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Grindavík - Njarðvík | Toppslagur í HS Orku-höllinni Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Sjá meira
Lewis náði ekki í mark áður en tíminn rann út í 112. hring og var því úr leik. Hann kláraði engu að síður 744 kílómetra í keppninni sem er magnaður árangur. Lewis endaði hinsvegar inn á sjúkrahúsi. Hann sagði söguna af því á samfélagsmiðlum sínum. Í ljós kom að hann hafði risbreinsbrotnað á tveimur stöðum við fall í brautinni. Harvey Lewis varð í þriðja sætinu á HM í bakgarðshlaupum en nú loksins á heimaleið eftir að hafa eytt tíma á sjúkrahúsi.@harveylewisultrarunner „Ég man eftir fallinu en ég hélt síðan áfram að hlaupa í tólf klukkutíma í viðbót. Ég hef dottið áður og líka af hjólinu mínu fyrir um áratug síðan. Ég hélt að það væru marin rifbein eins og þá en ég fylgdi því ekki eftir á sínum tíma. Venjulega er ekki mikið sem maður getur gert við brotin eða marin rifbein,“ skrifaði Harvey Lewis á Instagram-síðu sína. Fór á bráðamóttökuna Hann ákvað að láta skoða sig betur að þessu sinni. „Ég fór á sjúkrahúsið á föstudagskvöldið þegar ég kom heim því mér fannst það góð hugmynd að fá að sjá myndirnar. Röntgenmyndin sýndi að ég hafði brotið nokkur rifbein en líka að ég var með smá vökva í lungunum svo þeir lögðu til að ég væri lagður inn á bráðamóttökuna,“ skrifaði Lewis. „Eftir tvær sneiðmyndir, þótt ég hefði aðeins haft smá blæðingu, gátu þeir ekki staðfest að hún hefði hætt svo þeir vildu fylgjast með mér og ég var lagður inn á sjúkrahús til að fylgjast einnig með mér,“ skrifaði Lewis. Mesta matarlystin á ævinni „Ég mátti ekki borða í um sólarhring af því að þeir vildu halda möguleikannum opnum á aðgerð ef þörf væri á til að stöðva innvortis blæðingar. Loksins fékk ég samt leyfi til að borða. Ég hafði eina mestu matarlyst sem ég hef haft á ævinni og borðaði tvær máltíðir,“ skrifaði Lewis. Sjúkrahúslegan sá aftur á móti til þess að hann náði ekki að hlaupa þann daginn. Hann var búinn að hlaupa alla daga frá 14. júlí 2022. „Ég hef ekki verið sjúklingur á sjúkrahúsi síðan ég braut hálsinn á mér árið 2004,“ skrifaði Lewis. Hann segist ætla að nýta þennan tíma til að endurstilla skrokkinn, ná sér góðum og byrja síðan að byggja sig upp aftur. View this post on Instagram A post shared by Harvey Lewis (@harveylewisultrarunner)
Bakgarðshlaup Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Grindavík - Njarðvík | Toppslagur í HS Orku-höllinni Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Sjá meira