Tesla nær ekki sölumarkmiði ársins Finnur Thorlacius skrifar 26. nóvember 2015 09:20 Tesla Model X. Þegar aðeins fimm vikur eru eftir af árinu er ólíklegt að rafbílaframleiðandinn Tesla nái sölumarkmiði sínu uppá 50-52.000 selda bíla á þessu ári. Tesla seldi 33.174 bíla til loka september og líklega hefur salan í október aðeins numið 3.500 bílum, svo salan fyrstu 10 mánuðina er um 36.700 bílar. Því er afar ólíklegt að Tesla nái að selja 13.300 bíla á síðustu tveimur mánuðum ársins til að ná heildarsölu uppá 50.000 bíla. Meðaltalssala Tesla í mánuði á þessu ári er 3.667 bílar og ef það verður niðurstaðan síðustu tvo mánuðina verður heildarsalan um 44.000 bílar, eða 6-8 þúsund bílar undir markmiðunum. Til að markmiðin náist þarf Tesla að selja 6.663 bíla í báðum tveimur síðustu mánuðum ársins, eða um tvöfaldri sölu fyrstu miðað við meðalsöluna fyrstu 10 mánuði ársins. Reyndar voru upphafleg markmið Tesla fyrir árið að selja 55.000 bíla, en fyrirtækið lækkað spána í 50-52.000 bíla á seinni helmingi ársins. Nýtilkominn Tesla Model X bíll gæti þó glætt sölu Tesla á síðustu tveimur mánuðunum, en líklega dugar það ekki til. Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent
Þegar aðeins fimm vikur eru eftir af árinu er ólíklegt að rafbílaframleiðandinn Tesla nái sölumarkmiði sínu uppá 50-52.000 selda bíla á þessu ári. Tesla seldi 33.174 bíla til loka september og líklega hefur salan í október aðeins numið 3.500 bílum, svo salan fyrstu 10 mánuðina er um 36.700 bílar. Því er afar ólíklegt að Tesla nái að selja 13.300 bíla á síðustu tveimur mánuðum ársins til að ná heildarsölu uppá 50.000 bíla. Meðaltalssala Tesla í mánuði á þessu ári er 3.667 bílar og ef það verður niðurstaðan síðustu tvo mánuðina verður heildarsalan um 44.000 bílar, eða 6-8 þúsund bílar undir markmiðunum. Til að markmiðin náist þarf Tesla að selja 6.663 bíla í báðum tveimur síðustu mánuðum ársins, eða um tvöfaldri sölu fyrstu miðað við meðalsöluna fyrstu 10 mánuði ársins. Reyndar voru upphafleg markmið Tesla fyrir árið að selja 55.000 bíla, en fyrirtækið lækkað spána í 50-52.000 bíla á seinni helmingi ársins. Nýtilkominn Tesla Model X bíll gæti þó glætt sölu Tesla á síðustu tveimur mánuðunum, en líklega dugar það ekki til.
Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent