Tesla nær ekki sölumarkmiði ársins Finnur Thorlacius skrifar 26. nóvember 2015 09:20 Tesla Model X. Þegar aðeins fimm vikur eru eftir af árinu er ólíklegt að rafbílaframleiðandinn Tesla nái sölumarkmiði sínu uppá 50-52.000 selda bíla á þessu ári. Tesla seldi 33.174 bíla til loka september og líklega hefur salan í október aðeins numið 3.500 bílum, svo salan fyrstu 10 mánuðina er um 36.700 bílar. Því er afar ólíklegt að Tesla nái að selja 13.300 bíla á síðustu tveimur mánuðum ársins til að ná heildarsölu uppá 50.000 bíla. Meðaltalssala Tesla í mánuði á þessu ári er 3.667 bílar og ef það verður niðurstaðan síðustu tvo mánuðina verður heildarsalan um 44.000 bílar, eða 6-8 þúsund bílar undir markmiðunum. Til að markmiðin náist þarf Tesla að selja 6.663 bíla í báðum tveimur síðustu mánuðum ársins, eða um tvöfaldri sölu fyrstu miðað við meðalsöluna fyrstu 10 mánuði ársins. Reyndar voru upphafleg markmið Tesla fyrir árið að selja 55.000 bíla, en fyrirtækið lækkað spána í 50-52.000 bíla á seinni helmingi ársins. Nýtilkominn Tesla Model X bíll gæti þó glætt sölu Tesla á síðustu tveimur mánuðunum, en líklega dugar það ekki til. Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent
Þegar aðeins fimm vikur eru eftir af árinu er ólíklegt að rafbílaframleiðandinn Tesla nái sölumarkmiði sínu uppá 50-52.000 selda bíla á þessu ári. Tesla seldi 33.174 bíla til loka september og líklega hefur salan í október aðeins numið 3.500 bílum, svo salan fyrstu 10 mánuðina er um 36.700 bílar. Því er afar ólíklegt að Tesla nái að selja 13.300 bíla á síðustu tveimur mánuðum ársins til að ná heildarsölu uppá 50.000 bíla. Meðaltalssala Tesla í mánuði á þessu ári er 3.667 bílar og ef það verður niðurstaðan síðustu tvo mánuðina verður heildarsalan um 44.000 bílar, eða 6-8 þúsund bílar undir markmiðunum. Til að markmiðin náist þarf Tesla að selja 6.663 bíla í báðum tveimur síðustu mánuðum ársins, eða um tvöfaldri sölu fyrstu miðað við meðalsöluna fyrstu 10 mánuði ársins. Reyndar voru upphafleg markmið Tesla fyrir árið að selja 55.000 bíla, en fyrirtækið lækkað spána í 50-52.000 bíla á seinni helmingi ársins. Nýtilkominn Tesla Model X bíll gæti þó glætt sölu Tesla á síðustu tveimur mánuðunum, en líklega dugar það ekki til.
Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent