María gerði nýjan samning við Klepp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2015 16:00 María Þórisdóttir í leik með norska landsliðinu á HM. Vísir/EPA María Þórisdóttir verður áfram hjá norska úrvalsdeildarliðinu Klepp en hún hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við félagið. Þetta kemur á Kvinnefotballmagasinet.no. María er dóttir Þóris Hergeirssonar, þjálfara norska kvennalandsliðsins í handbolta. María ákvað að spila fyrir Noreg frekar en Ísland og hún valdi líka fótboltann yfir handboltann. María er alin upp í Noregi. María er 22 ára gömul og getur bæði spilað í vörninni eða á miðjunni. Hún spilaði sem miðvörður í norska landsliðinu á HM í Kanada. María var í raun hætt í fótbolta vegna hnémeiðsla en byrjaði að spila aftur með Klepp sumarið 2014. Uppgangur hennar var mikill á stuttum tíma. Hún spilaði sinn fyrsta landsleik á Algarve-mótinu í mars og komst síðan í HM-hóp Norðmanna. María spilaði síðan þrjá leiki með Noregi á HM í Kanada. Hún var óheppin með meiðsli eftir að hún kom heim frá HM og meiddist tvisvar sinnum. María spilaði því aðeins 14 leiki á tímabilinu og skoraði í þeim tvö mörk. Klepp-liðið sem byrjaði svo vel með hana innanborðs (fimm sigrar í fyrstu sex leikjunum) gaf mikið eftir á lokakafla mótsins og vann ekki leik í síðustu tíu umferðunum. Klepp vann ekki leik án Maríu í norsku deildinni á tímabilinu 2015. Mikilvægi hennar sést kannski best á því að Klepp náði í 64 prósent stiga í þeim leikjum sem María spilaði (8 sigrar, 3 jafntefli, 3 töp) en aðeins 13 prósent stiga í boði komu í hús án hennar (0 sigrar, 3 jafntefli, 5 töp) Jón Páll Pálmason er þjálfaði Klepp og hefur verið það frá 2013. Hann skrifaði líka undir nýjan þriggja ára samning á dögunum.Høst og vinterjakten er i gang men også re-signeringer som i Klepp der Maria Thorisdottir har signert for tre nye å...Posted by Kvinnefotballmagasinet.no on 24. nóvember 2015 Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Fleiri fréttir Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjá meira
María Þórisdóttir verður áfram hjá norska úrvalsdeildarliðinu Klepp en hún hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við félagið. Þetta kemur á Kvinnefotballmagasinet.no. María er dóttir Þóris Hergeirssonar, þjálfara norska kvennalandsliðsins í handbolta. María ákvað að spila fyrir Noreg frekar en Ísland og hún valdi líka fótboltann yfir handboltann. María er alin upp í Noregi. María er 22 ára gömul og getur bæði spilað í vörninni eða á miðjunni. Hún spilaði sem miðvörður í norska landsliðinu á HM í Kanada. María var í raun hætt í fótbolta vegna hnémeiðsla en byrjaði að spila aftur með Klepp sumarið 2014. Uppgangur hennar var mikill á stuttum tíma. Hún spilaði sinn fyrsta landsleik á Algarve-mótinu í mars og komst síðan í HM-hóp Norðmanna. María spilaði síðan þrjá leiki með Noregi á HM í Kanada. Hún var óheppin með meiðsli eftir að hún kom heim frá HM og meiddist tvisvar sinnum. María spilaði því aðeins 14 leiki á tímabilinu og skoraði í þeim tvö mörk. Klepp-liðið sem byrjaði svo vel með hana innanborðs (fimm sigrar í fyrstu sex leikjunum) gaf mikið eftir á lokakafla mótsins og vann ekki leik í síðustu tíu umferðunum. Klepp vann ekki leik án Maríu í norsku deildinni á tímabilinu 2015. Mikilvægi hennar sést kannski best á því að Klepp náði í 64 prósent stiga í þeim leikjum sem María spilaði (8 sigrar, 3 jafntefli, 3 töp) en aðeins 13 prósent stiga í boði komu í hús án hennar (0 sigrar, 3 jafntefli, 5 töp) Jón Páll Pálmason er þjálfaði Klepp og hefur verið það frá 2013. Hann skrifaði líka undir nýjan þriggja ára samning á dögunum.Høst og vinterjakten er i gang men også re-signeringer som i Klepp der Maria Thorisdottir har signert for tre nye å...Posted by Kvinnefotballmagasinet.no on 24. nóvember 2015
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Fleiri fréttir Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjá meira