Hver á að græða á heilsugæslunni? Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 25. nóvember 2015 07:00 Nú er ljóst að heilbrigðisráðherra er að leggja lokahönd á undirbúning fyrir einkavæðingu heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fljótlega verður þeim undirbúningi sem nú stendur yfir í ráðuneytinu lokið og hafist handa við að hrinda í framkvæmd stefnumáli Sjálfstæðismanna um aukinn einkarekstur og einkavæðingu heilbrigðisþjónustunnar. Sjálfstæðismenn hafa komið því þannig fyrir að ráðherra getur gert samninga um einkarekstur í heilbrigðiskerfinu án aðkomu Alþingis. Þegar ráðherra talar um „fjölbreyttari valkosti“ er hann í raun að tala um það sem heitir á mannamáli aukinn einkarekstur heilbrigðiskerfisins. Heilsugæslan er aðeins fyrsta skrefið. Ráðherra skipaði starfshóp sem ætlað er að skoða „fleiri“ rekstrarform í heilbrigðisþjónustu. Þeir sem vilja selja ríkinu slíka þjónustu til að græða á henni hafa í gegnum starfshópinn beina aðkomu að því að skilgreina hverjir þurfa þjónustu og hvernig hún skal veitt. Einkavæðing heilsugæslunnar gekk hratt fyrir sig í Svíþjóð á sínum tíma, umsvif einkafyrirtækja í heilbrigðisþjónustu tvöfölduðust undir hægristjórn Fredriks Reinfeldt. Sýnt hefur verið fram á að jafngildi rúmlega 500 milljarða íslenskra króna var tekið úr vasa sænskra skattgreiðenda til að standa undir arðgreiðslum til eigenda gróðadrifinna fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu þar í landi á árunum 2008-2012. Þetta var gert þrátt fyrir að fjölmargar skoðanakannanir sýni fram á að sjö af hverjum tíu Svíum séu mótfallnir því að arður sé tekinn út úr slíkri þjónustu.Horfið af braut einkavæðingar Nú hefur í auknum mæli þurft að hverfa af braut einkavæðingar í Svíþjóð og hið opinbera hefur þurft að taka aftur yfir rekstur heilsugæslustöðva með ærnum tilkostnaði. Úttekt sænsku ríkisendurskoðunarinnar leiddi í ljós að þjónustan varð brotakenndari og að eftirspurn réð framboði á heilbrigðisþjónustu frekar en raunveruleg þörf. Þetta leiddi til þess að hinir efnameiri og hraustari fengu betri þjónustu, hinir fátæku og veikari fengu verri þjónustu. Það sama á við um rekstur hjúkrunarheimila í Danmörku. Einkaframtakið brást og aukakostnaður við að taka aftur yfir reksturinn leggst á hið opinbera. Langflestir Íslendingar eru þeirrar skoðunar að greiða skuli fyrir heilbrigðis- og velferðarþjónustu úr sameiginlegum sjóðum. Í einhverjum tilfellum má velferðarþjónusta vera á hendi styrktar- og eða góðgerðarfélaga sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða. Þeir sem fá opinbert fé til að veita slíka þjónustu eiga eðlilega að gera grein fyrir hverri krónu og tryggja þarf að opinbert fé fari ekki í arðgreiðslur til eigenda fyrirtækja. Rekstur heilsugæslustöðva á að vera á hendi hins opinbera. Það á að vera metnaður okkar allra að greiða fyrir slíkt úr sameiginlegum sjóðum og tryggja öllum aðgang, óháð búsetu, efnahag eða félagslegri stöðu. Framtíðarsýn sem byggist á því að sumir geti borgað aukalega fyrir betri þjónustu, á meðan aðrir hagnast á heilbrigðiskerfinu, er sýn sem ég deili einfaldlega ekki. Það er skrítið að líta á það sem forgangsverkefni að nota skattfé til að tryggja eigendum gróðadrifinna fyrirtækja arð, í stað þess að forgangsraða sama fjármagni í þjónustuna sjálfa. Það nýtist nefnilega öllum, líka þeim fátæku. Um þessi áform hef ég aðeins eitt að segja: Heilsugæslan er ekki til sölu! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Nú er ljóst að heilbrigðisráðherra er að leggja lokahönd á undirbúning fyrir einkavæðingu heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fljótlega verður þeim undirbúningi sem nú stendur yfir í ráðuneytinu lokið og hafist handa við að hrinda í framkvæmd stefnumáli Sjálfstæðismanna um aukinn einkarekstur og einkavæðingu heilbrigðisþjónustunnar. Sjálfstæðismenn hafa komið því þannig fyrir að ráðherra getur gert samninga um einkarekstur í heilbrigðiskerfinu án aðkomu Alþingis. Þegar ráðherra talar um „fjölbreyttari valkosti“ er hann í raun að tala um það sem heitir á mannamáli aukinn einkarekstur heilbrigðiskerfisins. Heilsugæslan er aðeins fyrsta skrefið. Ráðherra skipaði starfshóp sem ætlað er að skoða „fleiri“ rekstrarform í heilbrigðisþjónustu. Þeir sem vilja selja ríkinu slíka þjónustu til að græða á henni hafa í gegnum starfshópinn beina aðkomu að því að skilgreina hverjir þurfa þjónustu og hvernig hún skal veitt. Einkavæðing heilsugæslunnar gekk hratt fyrir sig í Svíþjóð á sínum tíma, umsvif einkafyrirtækja í heilbrigðisþjónustu tvöfölduðust undir hægristjórn Fredriks Reinfeldt. Sýnt hefur verið fram á að jafngildi rúmlega 500 milljarða íslenskra króna var tekið úr vasa sænskra skattgreiðenda til að standa undir arðgreiðslum til eigenda gróðadrifinna fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu þar í landi á árunum 2008-2012. Þetta var gert þrátt fyrir að fjölmargar skoðanakannanir sýni fram á að sjö af hverjum tíu Svíum séu mótfallnir því að arður sé tekinn út úr slíkri þjónustu.Horfið af braut einkavæðingar Nú hefur í auknum mæli þurft að hverfa af braut einkavæðingar í Svíþjóð og hið opinbera hefur þurft að taka aftur yfir rekstur heilsugæslustöðva með ærnum tilkostnaði. Úttekt sænsku ríkisendurskoðunarinnar leiddi í ljós að þjónustan varð brotakenndari og að eftirspurn réð framboði á heilbrigðisþjónustu frekar en raunveruleg þörf. Þetta leiddi til þess að hinir efnameiri og hraustari fengu betri þjónustu, hinir fátæku og veikari fengu verri þjónustu. Það sama á við um rekstur hjúkrunarheimila í Danmörku. Einkaframtakið brást og aukakostnaður við að taka aftur yfir reksturinn leggst á hið opinbera. Langflestir Íslendingar eru þeirrar skoðunar að greiða skuli fyrir heilbrigðis- og velferðarþjónustu úr sameiginlegum sjóðum. Í einhverjum tilfellum má velferðarþjónusta vera á hendi styrktar- og eða góðgerðarfélaga sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða. Þeir sem fá opinbert fé til að veita slíka þjónustu eiga eðlilega að gera grein fyrir hverri krónu og tryggja þarf að opinbert fé fari ekki í arðgreiðslur til eigenda fyrirtækja. Rekstur heilsugæslustöðva á að vera á hendi hins opinbera. Það á að vera metnaður okkar allra að greiða fyrir slíkt úr sameiginlegum sjóðum og tryggja öllum aðgang, óháð búsetu, efnahag eða félagslegri stöðu. Framtíðarsýn sem byggist á því að sumir geti borgað aukalega fyrir betri þjónustu, á meðan aðrir hagnast á heilbrigðiskerfinu, er sýn sem ég deili einfaldlega ekki. Það er skrítið að líta á það sem forgangsverkefni að nota skattfé til að tryggja eigendum gróðadrifinna fyrirtækja arð, í stað þess að forgangsraða sama fjármagni í þjónustuna sjálfa. Það nýtist nefnilega öllum, líka þeim fátæku. Um þessi áform hef ég aðeins eitt að segja: Heilsugæslan er ekki til sölu!
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun