Áfengisfrumvarpið hefur tafið önnur mál í þinginu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 24. nóvember 2015 15:40 Umræðan hefur tekið fjórtán til fimmtán klukkustundir, sagði Einar Guðfinnsson, forseti þingsins. vísir/daníel Umræður um að heimila sölu áfengis í verslunum hefur orðið til þess að ekki hefur verið tími til að taka á dagskrá önnur þingmannamál. Þetta upplýsti Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, á þingi í morgun þegar umræða stóð yfir um störf þingsins.Umræða í fjórtán tíma Samþykkt var á fundi þingflokksformanna að þingflokkar fengju tækifæri til að setja á dagskrá þingmannamál eins og þeir sjálfir vildu. Birgitta gagnrýndi hvað þingið væri verklítið.Vísir/stefán „Þetta eru þrír hópar forgangsmála sem liggja fyrir, þrjú slengi eins og eðlilegt er að kalla það, og nú erum við stödd við lok þriðja slengisins, það er tvo mál eftir,“ sagði hann þegar forsetinn svaraði fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur, þingkonu Pírata, um hvort rétt væri að frumvarpið hindraði að önnur mál væru sett á dagskrá þingsins. „Það er alveg ljós að sú mikla umræða, sem mig minnir að hafi staðið í fjórtán eða fimmtán tíma, um þetta mál sem kennt hefur verið við áfengi í búðir hefur gert það að verkum að önnur mál hafa ekki komist að,“ sagði hann og bætti við að hann myndi fagna því að hægt væri að greiða fyrir því að hægt væri að koma áfram með fleiri þingmannamál.Verklítið þing Birgitta gagnrýndi stöðu þingmála í ræðu sinni og sagði að 58 mál bíði fyrstu umræðu, 24 mál væri í nefnd, fimm biðu annarrar umræðu og þrjú þeirrar þriðju. Frumvarp sem heimilar sölu áfengis í verslunum hefur tekið mikinn tíma frá öðrum störfum, að því er fram kom í máli forseta þingsins.Vísir/GVA „Afskaplega erum við verklítil. Við gætum gert svo miklu meira ef það væru ekki notuð alls konar brögð til að hindra að mjög góð og mikilvæg þingmannamál fengju hér fulla afgreiðslu. Ég skora á þingmenn að þrýsta á forseta að við breytum þessari ömurlegu hefð,“ sagði hún. Birgitta nefndi þrjú önnur mál sem enn væri ekki búið að afgreiða. „Eins og sanngirnisbætur vegna Landakotsskóla, það er mál sem er einhugur um í þinginu að klára, samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem hæstvirtur innanríkisráðherra er með, og síðan fullgilding bókunar við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum.“ Alþingi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira
Umræður um að heimila sölu áfengis í verslunum hefur orðið til þess að ekki hefur verið tími til að taka á dagskrá önnur þingmannamál. Þetta upplýsti Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, á þingi í morgun þegar umræða stóð yfir um störf þingsins.Umræða í fjórtán tíma Samþykkt var á fundi þingflokksformanna að þingflokkar fengju tækifæri til að setja á dagskrá þingmannamál eins og þeir sjálfir vildu. Birgitta gagnrýndi hvað þingið væri verklítið.Vísir/stefán „Þetta eru þrír hópar forgangsmála sem liggja fyrir, þrjú slengi eins og eðlilegt er að kalla það, og nú erum við stödd við lok þriðja slengisins, það er tvo mál eftir,“ sagði hann þegar forsetinn svaraði fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur, þingkonu Pírata, um hvort rétt væri að frumvarpið hindraði að önnur mál væru sett á dagskrá þingsins. „Það er alveg ljós að sú mikla umræða, sem mig minnir að hafi staðið í fjórtán eða fimmtán tíma, um þetta mál sem kennt hefur verið við áfengi í búðir hefur gert það að verkum að önnur mál hafa ekki komist að,“ sagði hann og bætti við að hann myndi fagna því að hægt væri að greiða fyrir því að hægt væri að koma áfram með fleiri þingmannamál.Verklítið þing Birgitta gagnrýndi stöðu þingmála í ræðu sinni og sagði að 58 mál bíði fyrstu umræðu, 24 mál væri í nefnd, fimm biðu annarrar umræðu og þrjú þeirrar þriðju. Frumvarp sem heimilar sölu áfengis í verslunum hefur tekið mikinn tíma frá öðrum störfum, að því er fram kom í máli forseta þingsins.Vísir/GVA „Afskaplega erum við verklítil. Við gætum gert svo miklu meira ef það væru ekki notuð alls konar brögð til að hindra að mjög góð og mikilvæg þingmannamál fengju hér fulla afgreiðslu. Ég skora á þingmenn að þrýsta á forseta að við breytum þessari ömurlegu hefð,“ sagði hún. Birgitta nefndi þrjú önnur mál sem enn væri ekki búið að afgreiða. „Eins og sanngirnisbætur vegna Landakotsskóla, það er mál sem er einhugur um í þinginu að klára, samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem hæstvirtur innanríkisráðherra er með, og síðan fullgilding bókunar við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum.“
Alþingi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira