„Ótrúlegt“ að aðalmaðurinn sleppi við ákæru í málinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. nóvember 2015 13:09 Hólmsteinn Gauti Sigurðsson, saksóknari hjá sérstökum saksóknara, og starfsmenn embættisins í dómsal. vísir/anton brink Bæði verjandi Jóhannesar Baldurssonar, Reimar Pétursson, og verjandi Þorvalds Lúðvíks Sigurjónssonar, Björgvin Þorsteinsson, gerðu það að umtalsefni hversu ótrúlegt það væri að aðalmaður í meintu umboðssvikabroti skjólstæðinga þeirra skuli ekki sæta ákæru í Stím-málinu. Jóhannes, sem var framkvæmdastjóri Glitnis, er ákærður fyrir umboðssvik vegna kaupa GLB FX, fagfjárfestasjóðs innan Glitnis sjóða, á skuldabréfi sem útgefið var af Stím. Eigandi bréfsins var Saga Capital og er Þorvaldur Lúðvík, sem var forstjóri Sögu, ákærður fyrir hlutdeild í meintu broti Jóhannesar. Vísað í Al Thani-dóminn Vilja verjendurnir meina að aðalmaður í brotinu sé lykilvitni sérstaks saksóknara, Magnús Pálmi Örnólfsson, sem samdi sig frá saksókn í málinu þegar hann breytti framburði sínum og bar vitni gegn Jóhannesi sem var yfirmaður hans hjá Glitni. Magnús Pálmi skrifaði undir samninginn vegna kaupa á skuldabréfinu þar sem hann var sjóðsstjóri GLB FX. Reimar og Björgvin lögðu báðir áherslu á það í sínum málflutningi að Jóhannes hafi ekki haft formlegt vald til að taka ákvörðun varðandi GLB FX. Vísaði Reimar meðal annars í dóm Hæstaréttar í Al Thani-málinu þar sem fjallað er um það skilyrði umboðssvika að ef til álita komi að sakfella mann sem aðalmann í broti þá verði hann að hafa formlegt vald til ákvörðunar.Einsýnt að sýkna beri Þorvald þar sem ósannað sé að Jóhannes hafi brotið af sér „Minn skjólstæðingur hafði ekkert formlegt vald til þessarar ákvörðunar og þess vegna getur ekki komið til álita að dæma hann fyrir annað en hlutdeild,“ sagði Reimar en áréttaði jafnframt að í raun kæmi það ekki heldur til álita þar sem ekki væri hægt að dæma mann sekan í máli þar sem hann nyti friðhelgi. Vísaði verjandinn í dóm Mannréttindadómstól Evrópu máli sínu til stuðnings Björgvin tók undir málflutning Reimars. Sagði hann ekkert væri um það í ákæru hvers konar umboð Jóhannes hafði til að kaupa skuldabréfið af Sögu Capital. Þá vantaði öll tengsl milli Jóhannesar og GLB FX svo hann hafi getað gerst sekur um umboðssvik. Því væri einsýnt að það ætti að sýkna Þorvald Lúðvík af hlutdeild í meintum brotum Jóhannesar þar sem engin sök hafi verið sönnuð á Jóhannes. Aðalmeðferð málsins lauk í dag og ætti dómur því að verða kveðinn upp innan fjögurra vikna. Stím málið Tengdar fréttir Segir lykilvitni í Stím-málinu hafa spilað með lögreglu og haft hana að fífli "Það mun því kannski aldrei koma í ljós af hverju hann keypti bréfið.“ 20. nóvember 2015 20:01 Segja 20 milljarða króna lán til Stím mistök eða yfirsjón Nefndarmenn í áhættunefnd Glitnis fyrir hrun hafa komið fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur og gefið skýrslu í Stím-málinu bæði í gær og í dag. 20. nóvember 2015 10:30 Stím-málið: „Lögreglumennirnir gapandi eins og fimm ára barn sem heyrir lygasögu í fyrsta skipti“ Saksóknari fer fram á þunga fangelsisdóma yfir öllum ákærðu, nánar tiltekið 5 ára dóm yfir Lárusi, 3 ára dóm yfir Jóhannesi og 18 mánaða dóm yfir Þorvaldi. 24. nóvember 2015 11:23 Vitni í Stím-málinu: „Er þetta ekki 2008 í hnotskurn?“ Helga Hlín Hákonardóttir, sem var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Sögu Capital, bar vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 11:20 Stím-málið: Dómari bannaði spurningu um hvort lykilvitni hafi samið við sérstakan í fleiri málum Verjandi Jóhannesar Baldurssonar þjarmaði að lögreglumanni sérstaks saksóknara við vitnaleiðslur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 19. nóvember 2015 11:16 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Bæði verjandi Jóhannesar Baldurssonar, Reimar Pétursson, og verjandi Þorvalds Lúðvíks Sigurjónssonar, Björgvin Þorsteinsson, gerðu það að umtalsefni hversu ótrúlegt það væri að aðalmaður í meintu umboðssvikabroti skjólstæðinga þeirra skuli ekki sæta ákæru í Stím-málinu. Jóhannes, sem var framkvæmdastjóri Glitnis, er ákærður fyrir umboðssvik vegna kaupa GLB FX, fagfjárfestasjóðs innan Glitnis sjóða, á skuldabréfi sem útgefið var af Stím. Eigandi bréfsins var Saga Capital og er Þorvaldur Lúðvík, sem var forstjóri Sögu, ákærður fyrir hlutdeild í meintu broti Jóhannesar. Vísað í Al Thani-dóminn Vilja verjendurnir meina að aðalmaður í brotinu sé lykilvitni sérstaks saksóknara, Magnús Pálmi Örnólfsson, sem samdi sig frá saksókn í málinu þegar hann breytti framburði sínum og bar vitni gegn Jóhannesi sem var yfirmaður hans hjá Glitni. Magnús Pálmi skrifaði undir samninginn vegna kaupa á skuldabréfinu þar sem hann var sjóðsstjóri GLB FX. Reimar og Björgvin lögðu báðir áherslu á það í sínum málflutningi að Jóhannes hafi ekki haft formlegt vald til að taka ákvörðun varðandi GLB FX. Vísaði Reimar meðal annars í dóm Hæstaréttar í Al Thani-málinu þar sem fjallað er um það skilyrði umboðssvika að ef til álita komi að sakfella mann sem aðalmann í broti þá verði hann að hafa formlegt vald til ákvörðunar.Einsýnt að sýkna beri Þorvald þar sem ósannað sé að Jóhannes hafi brotið af sér „Minn skjólstæðingur hafði ekkert formlegt vald til þessarar ákvörðunar og þess vegna getur ekki komið til álita að dæma hann fyrir annað en hlutdeild,“ sagði Reimar en áréttaði jafnframt að í raun kæmi það ekki heldur til álita þar sem ekki væri hægt að dæma mann sekan í máli þar sem hann nyti friðhelgi. Vísaði verjandinn í dóm Mannréttindadómstól Evrópu máli sínu til stuðnings Björgvin tók undir málflutning Reimars. Sagði hann ekkert væri um það í ákæru hvers konar umboð Jóhannes hafði til að kaupa skuldabréfið af Sögu Capital. Þá vantaði öll tengsl milli Jóhannesar og GLB FX svo hann hafi getað gerst sekur um umboðssvik. Því væri einsýnt að það ætti að sýkna Þorvald Lúðvík af hlutdeild í meintum brotum Jóhannesar þar sem engin sök hafi verið sönnuð á Jóhannes. Aðalmeðferð málsins lauk í dag og ætti dómur því að verða kveðinn upp innan fjögurra vikna.
Stím málið Tengdar fréttir Segir lykilvitni í Stím-málinu hafa spilað með lögreglu og haft hana að fífli "Það mun því kannski aldrei koma í ljós af hverju hann keypti bréfið.“ 20. nóvember 2015 20:01 Segja 20 milljarða króna lán til Stím mistök eða yfirsjón Nefndarmenn í áhættunefnd Glitnis fyrir hrun hafa komið fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur og gefið skýrslu í Stím-málinu bæði í gær og í dag. 20. nóvember 2015 10:30 Stím-málið: „Lögreglumennirnir gapandi eins og fimm ára barn sem heyrir lygasögu í fyrsta skipti“ Saksóknari fer fram á þunga fangelsisdóma yfir öllum ákærðu, nánar tiltekið 5 ára dóm yfir Lárusi, 3 ára dóm yfir Jóhannesi og 18 mánaða dóm yfir Þorvaldi. 24. nóvember 2015 11:23 Vitni í Stím-málinu: „Er þetta ekki 2008 í hnotskurn?“ Helga Hlín Hákonardóttir, sem var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Sögu Capital, bar vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 11:20 Stím-málið: Dómari bannaði spurningu um hvort lykilvitni hafi samið við sérstakan í fleiri málum Verjandi Jóhannesar Baldurssonar þjarmaði að lögreglumanni sérstaks saksóknara við vitnaleiðslur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 19. nóvember 2015 11:16 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Segir lykilvitni í Stím-málinu hafa spilað með lögreglu og haft hana að fífli "Það mun því kannski aldrei koma í ljós af hverju hann keypti bréfið.“ 20. nóvember 2015 20:01
Segja 20 milljarða króna lán til Stím mistök eða yfirsjón Nefndarmenn í áhættunefnd Glitnis fyrir hrun hafa komið fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur og gefið skýrslu í Stím-málinu bæði í gær og í dag. 20. nóvember 2015 10:30
Stím-málið: „Lögreglumennirnir gapandi eins og fimm ára barn sem heyrir lygasögu í fyrsta skipti“ Saksóknari fer fram á þunga fangelsisdóma yfir öllum ákærðu, nánar tiltekið 5 ára dóm yfir Lárusi, 3 ára dóm yfir Jóhannesi og 18 mánaða dóm yfir Þorvaldi. 24. nóvember 2015 11:23
Vitni í Stím-málinu: „Er þetta ekki 2008 í hnotskurn?“ Helga Hlín Hákonardóttir, sem var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Sögu Capital, bar vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 11:20
Stím-málið: Dómari bannaði spurningu um hvort lykilvitni hafi samið við sérstakan í fleiri málum Verjandi Jóhannesar Baldurssonar þjarmaði að lögreglumanni sérstaks saksóknara við vitnaleiðslur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 19. nóvember 2015 11:16