Lífið

Þjóðverjar hætta við að senda Naidoo í Eurovision

Atli Ísleifsson skrifar
Tilkynnt var um að Naidoo yrði fulltrúi Þjóðverja í Eurovisioní síðustu viku.
Tilkynnt var um að Naidoo yrði fulltrúi Þjóðverja í Eurovisioní síðustu viku. Vísir/AFP
Þjóðverjar hafa hætt við að senda söngvarann Xavier Naidoo í Eurovision í maí á næsta ári. Lagatextar Naidoo hafa verið gagnrýndir fyrir að einkennast af óvild í garð gyðinga og samkynhneigðra.

Eurovision-keppnin fer fram í Stokkhólmi í maí 2016, þar sem Svíinn Måns Zelmerlöw bar sigur úr býtum í keppninni í Vínarborg fyrr á árinu.

Naidoo er af indverskum og afrískum uppruna og hefur selt milljónir eintaka af plötum sínum í Þýskalandi. Í frétt BBC kemur hins vegar fram að textar við lög á borð við Wo Sind frá árinu 2012 hafi verið harðlega gagnrýndir.

Tilkynnt var í síðustu viku að Naidoo yrði fulltrúi Þjóðverja í Eurovision.

Fulltrúar sjónvarpsstöðvarinnar ARD hafa hafnað því að Naidoo sé rasisti. „Við gerðum okkur grein fyrir því að deildar meiningar yrðu um tilnefningu hans, en þessi neikvæðu viðbrögð koma okkur á óvart,“ segir Thomas Schreiber, framkvæmdastjóri hjá ARD.

„Eurovision er skemmtilegur viðburður, þar sem tónlist og skilningur milli Evrópumanna eigi að vera í fyrirrúmi. Það skiptir öllu máli að viðhalda þessu einkenni. Umræðan snýst nú um að þátttaka Naidoo gæti skaðað ímynd Eurovision,“ segir Schreiber.

ARD hyggst fljótlega taka ákvörðun um nýjan fulltrúa Þýskalands í Eurovision.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×