Fótbolti

Wenger: UEFA sættir sig við lyfjanotkun

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Arsene Wenger.
Arsene Wenger. Vísir/Getty
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, sætti sig í raun við lyfnanotkun innan fótboltans og vill að regluverkinu í kringum lyfjamisferli verði breytt.

Wenger hefur talað mikið um lyfjanotkun innan fótboltans á síðustu dögum og tjáði sig enn frekar um það á blaðamannafundi fyrir leik liðsins gegn Dinamo Zagreb í Meistaradeildinni á morgun.

Ástæðan er sú að Arijan Ademi, leikmaður Dinamo, var úrskurðaður í fjögurra ára bann fyrir notkun árangursbætandi efna á dögunum, en hann spilaði fyrri leikinn gegn Arsenal sem króatíska liðið vann, 2-1.

Wenger vill að Dinamo verið vísað úr keppni en samkvæmt regluverki UEFA er ekki hægt að vísa liðum úr keppni nema tveir leikmenn falli á lyfjaprófi.

Aðspurður hvort honum finnist sú regla skrítið svaraði Wenger: „Já, auðvitað. Þetta er furðuleg regla. UEFA fylgir þessari reglu en ég er ekki sammála henni. Það er ekki hægt að láta úrslitin standa þegar einn leikmaður liðsins var að dópa.“

„Það þýðir að menn eru í raun að sætta sig við að leikmenn dópi. En þetta er reglan og við verðum að sætta okkur við hana,“ sagði Arsene Wenger.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×