Ekki útlit fyrir að meira fé rati til Landspítalans Aðalsteinn Kjartansson skrifar 23. nóvember 2015 15:26 Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sat fyrir svörum á þingi í morgun. vísir/pjetur Ekki er útlit fyrir að Landspítalinn fái meira fjármagn í fjárlögum næsta árs eins og Páll Matthíasson, forstjóri spítalans, sagði að þörf væri á í nýjum pistli. Þetta kom fram í máli Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag, þar sem hann sagði það þó í höndum Alþingis að auka framlag til heilbrigðismála.Páll Matthíason, forstjóri LandspítalansVísir/VilhelmSvigrúmið í laun „Það er rétt, forstjóri spítalans hefur tekið upp þessi mál við ráðuneytið og rætt þau. Við erum ekki að sjá það að við séum að fá það svigrúm við fjárlagagerðina að við getum mætt öllum ítrustu óskum spítalans, langur vegur frá,“ sagði Kristján Þór. Heilbrigðisráðherrann sagði að stór hluti þess svigrúms sem hefði verið færi í launabætur og vísaði þar til hækkana í þeim kjarasamningum sem gerðir voru í sumar og ákvörðunar gerðardóms um kjör hjúkrunarfræðinga. „Ég hef lagt á það áherslu, númer eitt, tvö og þrjú, við fjárlagagerðina og vinnuna fyrir aðra umræðu, að fjármagna biðlistaaðgerðir, að vinna á þeim biðlistum sem höfðu safnast upp í kerfinu,“ sagði hann. „Það liggur fyrir að geta kerfisins er mjög misjafn eftir stofnunum og eftir aðgerðum.“Ekki ítrustu kröfur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar, var sú sem spurði út í pistilinn, þar sem meðal annars kemur fram að 1.400 milljónir vanti í fjárframlög til spítalans til að hann geti starfað með eðlilegum hætti. Hafnaði hún því að um væri að ræða ítrustu kröfur spítalans, heldur væri um að ræða fjármuni sem þyrfti í reksturinn til að starfsemin gæti haldist gangandi.Kristján sagði að hann hefði lagt áherslu á heilsugæslustöðvar við undirbúning fjárlagafrumvarpsins, en spítalanum vantar nú fé.Visir/GVAKristján sagði það vera ljóst að hann hefði lagt áherslu á heilsugæsluna við fjárlagagerðina, sem þó væri nú komin úr höndum ríkisstjórnarinnar og í hendur þingsins. Kristján tók þó undir þau sjónarmiðum í grundvallaratriðum sem fram komu í pistli Páls, að peninga vantaði í kerfið. „Ég vil sömu leiðis segja það líka að áhersla mín við fjárlagagerðina fyrir árið 2016 […] lítur að heilsugæslunnar að þessu sinni, og hún hafi forgang,“ sagði hann. Sagði hann að sú áhersli myndi létta með einhverjum hætti álagið á Landspítalann.Heilsugæslan ekki boðin út Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, spurði í morgun út í heilsugæslumál og hvort til stæði að bjóða út rekstur heilsugæslustöðva. Kristján sagði að það stæði ekki til að bjóða út rekstur þeirra þrettán heilsugæslustöðva sem hið opinbera rekur á höfuðborgarsvæðinu. Til greina kemur hins vegar að bjóða út rekstur nýrra heilsugæslustöðva sem kunna að verða opnaðar verða á næstunni. „Við erum að skoða möguleikann á að fjölga heilsugæslustöðvum í rekstri á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Kristján Þór í svari til Katrínar, sem bað um skýr svör frá ráðherranum um einkarekstur heilsugæslustöðva. Tvær heilsugæslustöðvar eru reknar af einkaaðilum í dag og sagði Kristján rekstur þeirra góðan, þó sérstaklega heilsugæslunnar í Salahverfi. Alþingi Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Ekki er útlit fyrir að Landspítalinn fái meira fjármagn í fjárlögum næsta árs eins og Páll Matthíasson, forstjóri spítalans, sagði að þörf væri á í nýjum pistli. Þetta kom fram í máli Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag, þar sem hann sagði það þó í höndum Alþingis að auka framlag til heilbrigðismála.Páll Matthíason, forstjóri LandspítalansVísir/VilhelmSvigrúmið í laun „Það er rétt, forstjóri spítalans hefur tekið upp þessi mál við ráðuneytið og rætt þau. Við erum ekki að sjá það að við séum að fá það svigrúm við fjárlagagerðina að við getum mætt öllum ítrustu óskum spítalans, langur vegur frá,“ sagði Kristján Þór. Heilbrigðisráðherrann sagði að stór hluti þess svigrúms sem hefði verið færi í launabætur og vísaði þar til hækkana í þeim kjarasamningum sem gerðir voru í sumar og ákvörðunar gerðardóms um kjör hjúkrunarfræðinga. „Ég hef lagt á það áherslu, númer eitt, tvö og þrjú, við fjárlagagerðina og vinnuna fyrir aðra umræðu, að fjármagna biðlistaaðgerðir, að vinna á þeim biðlistum sem höfðu safnast upp í kerfinu,“ sagði hann. „Það liggur fyrir að geta kerfisins er mjög misjafn eftir stofnunum og eftir aðgerðum.“Ekki ítrustu kröfur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar, var sú sem spurði út í pistilinn, þar sem meðal annars kemur fram að 1.400 milljónir vanti í fjárframlög til spítalans til að hann geti starfað með eðlilegum hætti. Hafnaði hún því að um væri að ræða ítrustu kröfur spítalans, heldur væri um að ræða fjármuni sem þyrfti í reksturinn til að starfsemin gæti haldist gangandi.Kristján sagði að hann hefði lagt áherslu á heilsugæslustöðvar við undirbúning fjárlagafrumvarpsins, en spítalanum vantar nú fé.Visir/GVAKristján sagði það vera ljóst að hann hefði lagt áherslu á heilsugæsluna við fjárlagagerðina, sem þó væri nú komin úr höndum ríkisstjórnarinnar og í hendur þingsins. Kristján tók þó undir þau sjónarmiðum í grundvallaratriðum sem fram komu í pistli Páls, að peninga vantaði í kerfið. „Ég vil sömu leiðis segja það líka að áhersla mín við fjárlagagerðina fyrir árið 2016 […] lítur að heilsugæslunnar að þessu sinni, og hún hafi forgang,“ sagði hann. Sagði hann að sú áhersli myndi létta með einhverjum hætti álagið á Landspítalann.Heilsugæslan ekki boðin út Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, spurði í morgun út í heilsugæslumál og hvort til stæði að bjóða út rekstur heilsugæslustöðva. Kristján sagði að það stæði ekki til að bjóða út rekstur þeirra þrettán heilsugæslustöðva sem hið opinbera rekur á höfuðborgarsvæðinu. Til greina kemur hins vegar að bjóða út rekstur nýrra heilsugæslustöðva sem kunna að verða opnaðar verða á næstunni. „Við erum að skoða möguleikann á að fjölga heilsugæslustöðvum í rekstri á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Kristján Þór í svari til Katrínar, sem bað um skýr svör frá ráðherranum um einkarekstur heilsugæslustöðva. Tvær heilsugæslustöðvar eru reknar af einkaaðilum í dag og sagði Kristján rekstur þeirra góðan, þó sérstaklega heilsugæslunnar í Salahverfi.
Alþingi Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira