Hundraðasti rafbíll Heklu afhentur Finnur Thorlacius skrifar 23. nóvember 2015 15:29 Hundraðasti rafbíll Heklu afhentur á Ísafirði. Það er mikil eftirspurn eftir rafbílum hjá Volkswagen og á árinu hafa selst yfir hundrað rafbílar af tegundunum e-up! og e-Golf. Í dag er Volkswagen e-Golf mest seldi rafbíllinn á Íslandi. Það voru þeir bræður, Úlfur og Gísli Úlfarssynir, sem festu kaup á hundraðasta rafbílnum frá Volkswagen en bræðurnir eru iðulega kenndir við veitingastaðinn Hamraborg á Ísafirði. Rafmagnsbíllinn sem um ræðir er e-Golf og var afhentur hjá HEKLU-umboðinu á Ísafirði. Bræðurnir hyggjast nota hann til heimsendinga á skyndibita enda smellpassar bíllinn starfseminni. „Það er einkar ánægjulegt að hundraðasti rafbíllinn skuli fara til Ísafjarðar. Þróun síðustu ára er mjög ánægjuleg og fjöldi seldra rafbíla á árinu gefur góð fyrirheit um rafmagnaða framtíð bílaflotans á Íslandi,“ segir Árni Þorsteinsson, sölustjóri Volkswagen. „Árið 2011 voru aðeins um fimmtán rafbílar skráðir á Íslandi en í júní síðastliðnum voru þeir orðnir 463 talsins. Það sýnir að mikil umbylting hefur orðið í þessum málum og áhugi fólks á vistvænum bílum hefur aukist mikið.“ Raforka á Íslandi kemur frá hreinum, endurnýjanlegum orkugjöfum og því tilvalið að skipta yfir í rafbíl. Rafbílarnir e-up! og e-Golf eru einkar vinsælir enda gera rafbílar útblásturslausan akstur að raunverulegum kosti. Ekki síst nú þegar Orka náttúrunnar (ON) vinnur að því að uppfæra allar hraðhleðslustöðvar sínar svo þær þjóni sem flestum gerðum rafbíla. e-up! er hinn fullkomni borgarbíll sem ekur á 100% hreinni raforku og er því laus við kolefnaútblástur við akstur. Hægt er að aka allt að 160 km á einni hleðslu við bestu aðstæður og e-up! notar aðeins 11.7 kWst á 100 km. akstri sem gerir hann að einum hagkvæmasta bíl sinnar tegundar. e-up! líður hljóðlaus um göturnar á 83 hestafla 60kW rafmótor með 210 NM togi en auk þess að vera hagkvæmur og þögull er hann öryggið uppmálað því hann hlaut fimm stjörnur í árekstrarprófun Euro NCAP. e-Golf sameinar 40 ára reynslu Golf og nýjustu tækniframfarir. Líkt og e-up! er hann knúinn áfram á 100% hreinni orku og CO2 útblástur er enginn. Drægnin er allt að 190 km við kjöraðstæður og eyðsla á hverja 100 km. er 12,7 kWst. Rafmótorinn er algert orkuver þrátt fyrir smæðina en hann er 115 hestafla og 85kW með 270 NM tog. Það er töggur í e-Golf sem er snar og snöggur og kemst upp í 60 km hraða á 4 sekúndum. Átta ára ábyrgð er á rafhlöðu og hleðslubúnaði í báðum bílum. Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent
Það er mikil eftirspurn eftir rafbílum hjá Volkswagen og á árinu hafa selst yfir hundrað rafbílar af tegundunum e-up! og e-Golf. Í dag er Volkswagen e-Golf mest seldi rafbíllinn á Íslandi. Það voru þeir bræður, Úlfur og Gísli Úlfarssynir, sem festu kaup á hundraðasta rafbílnum frá Volkswagen en bræðurnir eru iðulega kenndir við veitingastaðinn Hamraborg á Ísafirði. Rafmagnsbíllinn sem um ræðir er e-Golf og var afhentur hjá HEKLU-umboðinu á Ísafirði. Bræðurnir hyggjast nota hann til heimsendinga á skyndibita enda smellpassar bíllinn starfseminni. „Það er einkar ánægjulegt að hundraðasti rafbíllinn skuli fara til Ísafjarðar. Þróun síðustu ára er mjög ánægjuleg og fjöldi seldra rafbíla á árinu gefur góð fyrirheit um rafmagnaða framtíð bílaflotans á Íslandi,“ segir Árni Þorsteinsson, sölustjóri Volkswagen. „Árið 2011 voru aðeins um fimmtán rafbílar skráðir á Íslandi en í júní síðastliðnum voru þeir orðnir 463 talsins. Það sýnir að mikil umbylting hefur orðið í þessum málum og áhugi fólks á vistvænum bílum hefur aukist mikið.“ Raforka á Íslandi kemur frá hreinum, endurnýjanlegum orkugjöfum og því tilvalið að skipta yfir í rafbíl. Rafbílarnir e-up! og e-Golf eru einkar vinsælir enda gera rafbílar útblásturslausan akstur að raunverulegum kosti. Ekki síst nú þegar Orka náttúrunnar (ON) vinnur að því að uppfæra allar hraðhleðslustöðvar sínar svo þær þjóni sem flestum gerðum rafbíla. e-up! er hinn fullkomni borgarbíll sem ekur á 100% hreinni raforku og er því laus við kolefnaútblástur við akstur. Hægt er að aka allt að 160 km á einni hleðslu við bestu aðstæður og e-up! notar aðeins 11.7 kWst á 100 km. akstri sem gerir hann að einum hagkvæmasta bíl sinnar tegundar. e-up! líður hljóðlaus um göturnar á 83 hestafla 60kW rafmótor með 210 NM togi en auk þess að vera hagkvæmur og þögull er hann öryggið uppmálað því hann hlaut fimm stjörnur í árekstrarprófun Euro NCAP. e-Golf sameinar 40 ára reynslu Golf og nýjustu tækniframfarir. Líkt og e-up! er hann knúinn áfram á 100% hreinni orku og CO2 útblástur er enginn. Drægnin er allt að 190 km við kjöraðstæður og eyðsla á hverja 100 km. er 12,7 kWst. Rafmótorinn er algert orkuver þrátt fyrir smæðina en hann er 115 hestafla og 85kW með 270 NM tog. Það er töggur í e-Golf sem er snar og snöggur og kemst upp í 60 km hraða á 4 sekúndum. Átta ára ábyrgð er á rafhlöðu og hleðslubúnaði í báðum bílum.
Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent