Leik ÍBV og Aftureldingar í Olísdeild karla hefur verið frestað en hann átti að fara fram í Vestmannaeyjum í kvöld.
Öllu flugi til Vestmannaeyja hefur verið frestað vegna veðurs og var því ákveðið að fresta leiknum.
Ekki liggur fyrir hvenær leikurinn fer fram en ÍBV heldur til Portúgals á morgun þar sem liðið mætir Benfica í Áskorendabikarnum.
