Lokun álversins hafi mikil áhrif á hafnfirskt samfélag sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 23. nóvember 2015 12:29 Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar. Vísir Rósa Guðbjartsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, segist hafa þungar áhyggjur af fyrirhugaðri lokun álversins í Straumsvík. Hún segir hana koma til með að hafa áhrif á allt að eitt þúsund starfsmenn í bæjarfélaginu. „Við vitum að þarna starfa um 400 manns og um er að ræða vel launuð störf, meðal annars í verkfræði- og tæknigeiranum. Þá er á annað hundrað fyrirtækja, bara hér í Hafnarfirði, sem eiga mest allt undir því að eiga í viðskiptum við álverið, þannig að það má áætla að það séu um störf allt að þúsund manna, fyrir utan afkomu þeirra fyrirtækja sem eru flest hérna í Hafnarfirði. Þannig að maður getur ímyndað sér hvað verður ef þetta er niðurstaðan, og það er eitthvað til að óttast," sagði Rósa í Bítinu á Bylgjunni. Hún sagðist hafa fundað með forsvarsmönnum álversins á dögunum, og að ljóst sé eftir þann fund að yfirgnæfandi líkur séu á að álverinu verði lokað. „Ég vil hreinlega ekki hugsa þessa hugsun til enda ef af þessu verður. En þarna er um gríðarlega hagsmuni að ræða, milljarða hagsmuni fyrir hafnfirskt samfélag. Það er alveg ljóst," sagði Rósa. „Við þessi tíðindi og að þetta geti gerst er ljóst að þetta er grafalvarlegt mál sem ég hef verulegar áhyggjur af.“Ekki sjálfgefið að álverið opni afturSamþykkt var í gær að stéttarfélög starfsmanna álversins í Straumsvík aðstoði Rio Tinto Alcan í tvær vikur við það að slökkva á álverinu, eftir að fyrirhugað verkfall hefst annan desember. Ólafur Teitur Guðnason, talsmaður Rio Tinto, segir ekki sjálfgefið að álverið opni aftur. „Það er ljóst að álver er ekki eitthvað sem hægt er að leggja út í kant og setja síðan af stað aftur, eins og ekkert sé. Það er miklu nær að líkja því við skip sem sekkur og mikið mál að koma aftur upp og á flot," segir Ólafur í samtali við Vísi. Hann segist þó binda vonir við að ekkert verði af verkfallinu. „Maður verður að halda í vonina og vera bjartsýnn á að við náum einhverri lendingu því það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir báða aðila. Okkar verkefni er að reyna að ná saman, en það verður að vera á nótum sem fyrirtækið getur lifað við og búið við."Hlusta má á viðtalið við Rósu í spilaranum hér fyrir neðan. Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Segja Samtök atvinnulífsins halda starfsfólki álversins í gíslingu Miðstjórn Alþýðusambands Íslands krefst þess að Samtök atvinnulífsins beiti sér fyrir því að gengið verði frá kjarasamningi milli ISAL og hlutaðeigandi verkalýðsfélaga hið fyrsta. 18. nóvember 2015 18:15 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Rósa Guðbjartsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, segist hafa þungar áhyggjur af fyrirhugaðri lokun álversins í Straumsvík. Hún segir hana koma til með að hafa áhrif á allt að eitt þúsund starfsmenn í bæjarfélaginu. „Við vitum að þarna starfa um 400 manns og um er að ræða vel launuð störf, meðal annars í verkfræði- og tæknigeiranum. Þá er á annað hundrað fyrirtækja, bara hér í Hafnarfirði, sem eiga mest allt undir því að eiga í viðskiptum við álverið, þannig að það má áætla að það séu um störf allt að þúsund manna, fyrir utan afkomu þeirra fyrirtækja sem eru flest hérna í Hafnarfirði. Þannig að maður getur ímyndað sér hvað verður ef þetta er niðurstaðan, og það er eitthvað til að óttast," sagði Rósa í Bítinu á Bylgjunni. Hún sagðist hafa fundað með forsvarsmönnum álversins á dögunum, og að ljóst sé eftir þann fund að yfirgnæfandi líkur séu á að álverinu verði lokað. „Ég vil hreinlega ekki hugsa þessa hugsun til enda ef af þessu verður. En þarna er um gríðarlega hagsmuni að ræða, milljarða hagsmuni fyrir hafnfirskt samfélag. Það er alveg ljóst," sagði Rósa. „Við þessi tíðindi og að þetta geti gerst er ljóst að þetta er grafalvarlegt mál sem ég hef verulegar áhyggjur af.“Ekki sjálfgefið að álverið opni afturSamþykkt var í gær að stéttarfélög starfsmanna álversins í Straumsvík aðstoði Rio Tinto Alcan í tvær vikur við það að slökkva á álverinu, eftir að fyrirhugað verkfall hefst annan desember. Ólafur Teitur Guðnason, talsmaður Rio Tinto, segir ekki sjálfgefið að álverið opni aftur. „Það er ljóst að álver er ekki eitthvað sem hægt er að leggja út í kant og setja síðan af stað aftur, eins og ekkert sé. Það er miklu nær að líkja því við skip sem sekkur og mikið mál að koma aftur upp og á flot," segir Ólafur í samtali við Vísi. Hann segist þó binda vonir við að ekkert verði af verkfallinu. „Maður verður að halda í vonina og vera bjartsýnn á að við náum einhverri lendingu því það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir báða aðila. Okkar verkefni er að reyna að ná saman, en það verður að vera á nótum sem fyrirtækið getur lifað við og búið við."Hlusta má á viðtalið við Rósu í spilaranum hér fyrir neðan.
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Segja Samtök atvinnulífsins halda starfsfólki álversins í gíslingu Miðstjórn Alþýðusambands Íslands krefst þess að Samtök atvinnulífsins beiti sér fyrir því að gengið verði frá kjarasamningi milli ISAL og hlutaðeigandi verkalýðsfélaga hið fyrsta. 18. nóvember 2015 18:15 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Segja Samtök atvinnulífsins halda starfsfólki álversins í gíslingu Miðstjórn Alþýðusambands Íslands krefst þess að Samtök atvinnulífsins beiti sér fyrir því að gengið verði frá kjarasamningi milli ISAL og hlutaðeigandi verkalýðsfélaga hið fyrsta. 18. nóvember 2015 18:15