NOx-gildi hafa engin áhrif á innflutningsgjöld Finnur Thorlacius skrifar 20. nóvember 2015 11:45 Volkswagen Passat. VW Síðustu vikur hefur Volkswagen Group rannsakað ítarlega atvik sem komu upp í tengslum við ákveðnar tegundir bílvéla sem framleiddar eru undir þeirra merkjum, þar sem misræmi kom í ljós á skráðum og mældum NOx útblæstri (köfnunarefnismónoxíð og köfnunarefnisdíoxíð) í tilteknum dísilvélum. Á Íslandi hefur þetta ekki nein áhrif á innflutningsgjöld og virðisaukaskatt þar sem opinber gjöld reiknast ekki út frá NOx gildum. Í tengslum við ítarlega rannsókn Volkswagen Group kom hins vegar í ljós að misræmi er í um 800.000 bifreiðum til viðbótar en nú í tengslum við C02 (koltvísýringur) útblástur. Listi yfir þær tegundir sem um ræðir hjá Skoda og Volkswagen barst HEKLU um helgina og er greiningarvinna í tengslum við það þegar hafin. Ljóst er að 432 bifreiðar sem fluttar hafa verið hingað til landsins falla undir þetta mál og mun það hafa áhrif á útreikninga opinberra gjalda hér á landi. Volkswagen Group hefur lýst yfir að allur kostnaður sem af þessu hlýst verði greiddur af þeim. Ekki er þörf á neinum viðgerðum eða breytingum og er rétt að ítreka að allar bifreiðar sem þetta snertir eru fullkomlega öruggar til aksturs. Málið varðar eingöngu misræmi í uppgefnum tölum og mælingum á útblæstri. HEKLA hefur þegar upplýst íslensk yfirvöld um þessa stöðu mála. Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Síðustu vikur hefur Volkswagen Group rannsakað ítarlega atvik sem komu upp í tengslum við ákveðnar tegundir bílvéla sem framleiddar eru undir þeirra merkjum, þar sem misræmi kom í ljós á skráðum og mældum NOx útblæstri (köfnunarefnismónoxíð og köfnunarefnisdíoxíð) í tilteknum dísilvélum. Á Íslandi hefur þetta ekki nein áhrif á innflutningsgjöld og virðisaukaskatt þar sem opinber gjöld reiknast ekki út frá NOx gildum. Í tengslum við ítarlega rannsókn Volkswagen Group kom hins vegar í ljós að misræmi er í um 800.000 bifreiðum til viðbótar en nú í tengslum við C02 (koltvísýringur) útblástur. Listi yfir þær tegundir sem um ræðir hjá Skoda og Volkswagen barst HEKLU um helgina og er greiningarvinna í tengslum við það þegar hafin. Ljóst er að 432 bifreiðar sem fluttar hafa verið hingað til landsins falla undir þetta mál og mun það hafa áhrif á útreikninga opinberra gjalda hér á landi. Volkswagen Group hefur lýst yfir að allur kostnaður sem af þessu hlýst verði greiddur af þeim. Ekki er þörf á neinum viðgerðum eða breytingum og er rétt að ítreka að allar bifreiðar sem þetta snertir eru fullkomlega öruggar til aksturs. Málið varðar eingöngu misræmi í uppgefnum tölum og mælingum á útblæstri. HEKLA hefur þegar upplýst íslensk yfirvöld um þessa stöðu mála.
Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent