Fá aðgang að tölvupóstum í CLN-málinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. nóvember 2015 20:11 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfu Hreiðars Más Sigurðssonar, Sigurðar Einarssonar og Magnúsar Guðmundssonar um að fá aðgang að tölvupóstum tveggja nafngreindra aðila í CLN-málinu svokallaða en málflutningur um kröfuna fór fram á fimmtudaginn í seinustu viku. Hreiðar er fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður fyrrverandi stjórnarformaður bankans og Magnús fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg en þeir eru allir ákærðir fyrir umboðssvik. Umræddir tölvupóstar eru á meðal gagna sem sérstakur saksóknari lagði hald á við rannsókn málsins en þeir eru ekki á meðal framlagðra gagna fyrir dómi. Því fóru sakborningarnir þrír fram á að fá aðgang að þeim en krafan var í fjórum liðum og var fallist á þriðja kröfuliðinn. Samkvæmt úrskurði héraðsdóms mega sakborningarnir og/eða verjendur þeirra fá aðgang að tölvupóstunum í húsnæði sérstaks saksóknara, en sérstakur hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar.Snýst um tugmilljarða lánveitingar til vildarviðskiptavinaAðalmeðferð í málinu á að hefjast næstkomandi fimmtudag. Ekki liggur ljóst fyrir hvort að aðalmeðferð geti þó hafist þá þar sem Hæstiréttur á enn eftir að taka afstöðu til úrskurðar héraðsdóms. Þeim Hreiðari, Sigurði og Magnúsi er gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína sem stjórnendur Kaupþings í lánveitingum til nokkurra eignarhaldsfélaga sem voru í eigu vildarviðskiptavina bankans. Lánin voru svo notuð til að kaupa skuldatryggingar Kaupþings banka, svokölluð Credit Linked Notes, með það fyrir augum að lækka skuldatryggingarála bankans í aðdraganda bankahrunsins árið 2008. Í ákærunni kemur fram að lánin hafi numið tugum milljarða króna. Þremenningarnir neita allir sök í málinu. Tengdar fréttir „Ég hef aldrei framið umboðssvik gegn Kaupþingi eða nokkrum öðrum“ Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, lýstu yfir sakleysi sínu vegna ásakanna um meiriháttar umboðssvik í morgun. 4. júlí 2014 09:57 „Þessi ákæra er röng og ég er saklaus“ „Ég tók aldrei ákvörðun gegn hagsmunum bankans,“ sagði Hreiðar Már Sigurðsson við þingfestinguna í dag. 11. júní 2014 14:04 Lögmenn Kaupþingstoppa fá nær ársfrest til að skila greinargerðum Ástæðan eru annir í tengslum við önnur mál sem höfðuð hafa verið á hendur þeim. 23. október 2014 15:11 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfu Hreiðars Más Sigurðssonar, Sigurðar Einarssonar og Magnúsar Guðmundssonar um að fá aðgang að tölvupóstum tveggja nafngreindra aðila í CLN-málinu svokallaða en málflutningur um kröfuna fór fram á fimmtudaginn í seinustu viku. Hreiðar er fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður fyrrverandi stjórnarformaður bankans og Magnús fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg en þeir eru allir ákærðir fyrir umboðssvik. Umræddir tölvupóstar eru á meðal gagna sem sérstakur saksóknari lagði hald á við rannsókn málsins en þeir eru ekki á meðal framlagðra gagna fyrir dómi. Því fóru sakborningarnir þrír fram á að fá aðgang að þeim en krafan var í fjórum liðum og var fallist á þriðja kröfuliðinn. Samkvæmt úrskurði héraðsdóms mega sakborningarnir og/eða verjendur þeirra fá aðgang að tölvupóstunum í húsnæði sérstaks saksóknara, en sérstakur hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar.Snýst um tugmilljarða lánveitingar til vildarviðskiptavinaAðalmeðferð í málinu á að hefjast næstkomandi fimmtudag. Ekki liggur ljóst fyrir hvort að aðalmeðferð geti þó hafist þá þar sem Hæstiréttur á enn eftir að taka afstöðu til úrskurðar héraðsdóms. Þeim Hreiðari, Sigurði og Magnúsi er gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína sem stjórnendur Kaupþings í lánveitingum til nokkurra eignarhaldsfélaga sem voru í eigu vildarviðskiptavina bankans. Lánin voru svo notuð til að kaupa skuldatryggingar Kaupþings banka, svokölluð Credit Linked Notes, með það fyrir augum að lækka skuldatryggingarála bankans í aðdraganda bankahrunsins árið 2008. Í ákærunni kemur fram að lánin hafi numið tugum milljarða króna. Þremenningarnir neita allir sök í málinu.
Tengdar fréttir „Ég hef aldrei framið umboðssvik gegn Kaupþingi eða nokkrum öðrum“ Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, lýstu yfir sakleysi sínu vegna ásakanna um meiriháttar umboðssvik í morgun. 4. júlí 2014 09:57 „Þessi ákæra er röng og ég er saklaus“ „Ég tók aldrei ákvörðun gegn hagsmunum bankans,“ sagði Hreiðar Már Sigurðsson við þingfestinguna í dag. 11. júní 2014 14:04 Lögmenn Kaupþingstoppa fá nær ársfrest til að skila greinargerðum Ástæðan eru annir í tengslum við önnur mál sem höfðuð hafa verið á hendur þeim. 23. október 2014 15:11 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira
„Ég hef aldrei framið umboðssvik gegn Kaupþingi eða nokkrum öðrum“ Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, lýstu yfir sakleysi sínu vegna ásakanna um meiriháttar umboðssvik í morgun. 4. júlí 2014 09:57
„Þessi ákæra er röng og ég er saklaus“ „Ég tók aldrei ákvörðun gegn hagsmunum bankans,“ sagði Hreiðar Már Sigurðsson við þingfestinguna í dag. 11. júní 2014 14:04
Lögmenn Kaupþingstoppa fá nær ársfrest til að skila greinargerðum Ástæðan eru annir í tengslum við önnur mál sem höfðuð hafa verið á hendur þeim. 23. október 2014 15:11