Hannover-Burgdorf staðfesti á heimasíðu sinni í dag að félagið hafi gengið frá nýjum samningi við skyttuna Rúnar Kárason.
„Rúnar er frábær liðsmaður og framlag hans á æfingum er til fyrirmyndar. Ég er afar ánægður með að hann verði hjá okkur til frambúðar,“ sagði þjálfarinn Jens Bürkle í viðtali á heimasíðu félagsins.
Sjálfur segir hann að ákvörðunin hafi verið auðveld enda líði honum og fjölskyldu hans vel í Þýskalandi. „Það er því engin ástæða til að fara,“ segir hann.
Rúnar segir að Hannover-Burgdorf eigi heima í efri hluta þýsku úrvalsdeildarinnar og að liðið eigi að stefna að því að tryggja sér þátttökurétt í Evrópukeppni.
Hannover-Burgdorf er sem stendur í ellefta sæti deildarinnar en Rúnar hefur spilað alla sextán leiki liðsins og skorað í þeim 41 mark.
Rúnar framlengir: Engin ástæða til að fara
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum
Enski boltinn


FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana
Íslenski boltinn



Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna
Enski boltinn

Valur tímabundið á toppinn
Handbolti


Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist
Íslenski boltinn