Freydís Halla gæti hækkað sig um 200 sæti á heimslistanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2015 23:00 Freydís Halla á Skíðamóti Íslands 2015. Mynd/Heimasíða Skíðasambands Íslands Freydís Halla Einarsdóttir varð í öðru sæti á FIS-móti í Sunday River í Maine-fylki í Bandaríkjunum í dag en hún hefur aldrei fengið jafngóða útkomu hvað varðar FIS-punkta. Freydís Halla vann svigmót á sama stað í gær en fékk þá 36.23 FIS punkta sem var það besta sem hún hafði náð á ferlinum. Þrátt fyrir að vera einu sæti neðar í dag þá fékk Freydís Halla færri FIS punkta en skíðafólkið reynir að fá sem fæsta punta. Freydís Halla fékk 32.12 FIS punkta fyrir annað sætið í dag sem er nýtt persónulegt met hjá henni. Freydís háði mikla baráttu við hina bandarísku Mardene Haskell sem náði á endanum að tryggja sér sigur. Eftir fyrri ferðina var Freydís önnur einungis 14/100 á eftir Haskell, en í seinni ferðinni var hún með besta tímann en það dugði ekki til og endaði hún 13/100 á eftir Haskell. Freydís mun taka stórt stökk á næsta heimslista en samkvæmt frétt á heimasíðu Skíðasambands Íslands þá reikna menn þar á bæ með því að hún fari úr 500. sæti niður í um 300.sæti. Hún er því að fara að hækka sig um tvö hundruð sæti á næsta heimslista sem er ekkert smá stökk hjá þessari öflugu íslensku skíðakonu. Íþróttir Tengdar fréttir Freydís Halla vann FIS-mót í Bandaríkjunum Freydís Halla Einarsdóttir, A-landsliðskona í alpagreinum, byrjaði nýtt tímabil frábærlega í dag þegar hún vann FIS-mót í svigi í Bandaríkjunum. 7. desember 2015 21:34 Freydís Halla aftur á verðlaunapalli í Bandaríkjunum | Gull í gær og silfur í dag Landsliðskonan í alpagreinum Freydís Halla Einarsdóttir byrjar tímabilið vel en hún keppti á sínum fyrstu mótum í gær og í fyrradag. Freydís Halla komst á verðlaunpall á báðum mótunum. 8. desember 2015 18:16 Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Sjá meira
Freydís Halla Einarsdóttir varð í öðru sæti á FIS-móti í Sunday River í Maine-fylki í Bandaríkjunum í dag en hún hefur aldrei fengið jafngóða útkomu hvað varðar FIS-punkta. Freydís Halla vann svigmót á sama stað í gær en fékk þá 36.23 FIS punkta sem var það besta sem hún hafði náð á ferlinum. Þrátt fyrir að vera einu sæti neðar í dag þá fékk Freydís Halla færri FIS punkta en skíðafólkið reynir að fá sem fæsta punta. Freydís Halla fékk 32.12 FIS punkta fyrir annað sætið í dag sem er nýtt persónulegt met hjá henni. Freydís háði mikla baráttu við hina bandarísku Mardene Haskell sem náði á endanum að tryggja sér sigur. Eftir fyrri ferðina var Freydís önnur einungis 14/100 á eftir Haskell, en í seinni ferðinni var hún með besta tímann en það dugði ekki til og endaði hún 13/100 á eftir Haskell. Freydís mun taka stórt stökk á næsta heimslista en samkvæmt frétt á heimasíðu Skíðasambands Íslands þá reikna menn þar á bæ með því að hún fari úr 500. sæti niður í um 300.sæti. Hún er því að fara að hækka sig um tvö hundruð sæti á næsta heimslista sem er ekkert smá stökk hjá þessari öflugu íslensku skíðakonu.
Íþróttir Tengdar fréttir Freydís Halla vann FIS-mót í Bandaríkjunum Freydís Halla Einarsdóttir, A-landsliðskona í alpagreinum, byrjaði nýtt tímabil frábærlega í dag þegar hún vann FIS-mót í svigi í Bandaríkjunum. 7. desember 2015 21:34 Freydís Halla aftur á verðlaunapalli í Bandaríkjunum | Gull í gær og silfur í dag Landsliðskonan í alpagreinum Freydís Halla Einarsdóttir byrjar tímabilið vel en hún keppti á sínum fyrstu mótum í gær og í fyrradag. Freydís Halla komst á verðlaunpall á báðum mótunum. 8. desember 2015 18:16 Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Sjá meira
Freydís Halla vann FIS-mót í Bandaríkjunum Freydís Halla Einarsdóttir, A-landsliðskona í alpagreinum, byrjaði nýtt tímabil frábærlega í dag þegar hún vann FIS-mót í svigi í Bandaríkjunum. 7. desember 2015 21:34
Freydís Halla aftur á verðlaunapalli í Bandaríkjunum | Gull í gær og silfur í dag Landsliðskonan í alpagreinum Freydís Halla Einarsdóttir byrjar tímabilið vel en hún keppti á sínum fyrstu mótum í gær og í fyrradag. Freydís Halla komst á verðlaunpall á báðum mótunum. 8. desember 2015 18:16