Seig niður steinkantinn um borð í Storm og naut liðsinnis almennings Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. desember 2015 12:15 Jón Bjarnason og Stormur. Vísir/Pjetur Betur fór en á horfðist hjá Jóni Bjarnasyni og bát hans Stormi sem var hætt kominn í gömlu höfninni við Ægisgarð í gærkvöldi og í nótt. Jón lýsti áhyggjum sínum yfir stöðu mála í kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi þar sem bátur hans hafði losnað og veltist upp í höfninni. Töldu margir að báturinn myndi sökkva. Tveir bátar sukku í höfninni í nótt en vonast er til þess að hægt verði að hífa þá upp í dag. Á tólfta tímanum tókst Jóni þó að bjarga bátnum með aðstoð félaga síns, Pétur Bjarnasonar. Þá nutu þeir aðstoðar vegfarenda sem þeir kunna miklar og góðar þakkir fyrir. Lýsa þeir því hvernig þeir hafi mætt á staðinn í gærkvöldi og um leið fengið þá tilkynningu frá yfirvöldum á staðnum að ekkert yrði gert til þess að reyna björgun á bátunum. Eina vitið væri að bíða og vona það besta. Jón var mættur í Storm á ellefta tímanum og byrjaður að hella vatni úr bátnum.vísir/pjetur Segir rugl að bátunum hafi ekki verið sinnt Nokkuð margir voru við höfnina að fylgjast með aðstæðum en eitthvað um tíu til tólf bátar voru í smábátahöfninni. Jón Þór Ingimundarson, eigandi Laxa, var þeirra á meðal. Hann lýsti því í samtali við Vísi í gærkvöldi hvernig hann hefði mætt fyrr um daginn til að binda bátinn. Hann sagði alls ekki rétt sem kom fram í fjölmiðlum í gærkvöldi að eigendur smábátanna hefðu ekki sinnt þeim. „Það er bara rugl,“ segir Jón Þór sem mætti niður á höfn í dag til að búa um bátinn. Þá hafði hann sömuleiðis samband við Faxaflóahafnir sem sögðu ekki þörf á að færa bátana. Jón að binda bátinn í Reykjavíkurhöfn í morgun.Vísir/Pjetur Hinn almenni borgari til bjargar Jón og Pétur tóku af skarið á tólfta tímanum og seig Jón niður steinkantinn um borð í bátinn til þess að reyna að koma böndum á hann. Höfðu þeir bundið bátinn með þremur böndum að framan og tveimur að aftan fyrr um daginn en þau höfðu slitnað. Fólk sem fylgdist með Jóni síga um borð dreif að til að aðstoða þá.Pétur lýsir því hvernig þeim tókst að koma böndum á bátinn og nutu liðsinnis almennings við verkið. Þegar tekist hafði að draga bátinn yfir á bryggjuna mættu slökkvilið, sjúkrabíll og björgunarsveitir á staðinn. Það hafi þó verið frumkvæði hins almenna borgara sem hafi skipt öllu að tókst að bjarga Stormi. Þeir hafi einnig byrjað að festa aðra báta áður en björgunarsveitarmenn og slökkviliðsmenn slógust í hópinn.Tveir bátar sukku í gærkvöldi og velta þeir Jón og Pétur fyrir sér hvort ekki hefði mátt bjarga þeim hefði verið farið fyrr niður á bryggju til að festa þá. Vonir standa til að bátarnir verði hífðir upp í dag að því er Gísli Hallsson, yfirhafnsögumaður hjá Faxaflóahöfnum segir. Höskuldur Kári Schram, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við þá Gísla og Jón en í innslaginu að neðan má einnig sjá hvað gekk á í höfninni í gærkvöldi og aðstæður aftur í morgun. Veður Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira
Betur fór en á horfðist hjá Jóni Bjarnasyni og bát hans Stormi sem var hætt kominn í gömlu höfninni við Ægisgarð í gærkvöldi og í nótt. Jón lýsti áhyggjum sínum yfir stöðu mála í kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi þar sem bátur hans hafði losnað og veltist upp í höfninni. Töldu margir að báturinn myndi sökkva. Tveir bátar sukku í höfninni í nótt en vonast er til þess að hægt verði að hífa þá upp í dag. Á tólfta tímanum tókst Jóni þó að bjarga bátnum með aðstoð félaga síns, Pétur Bjarnasonar. Þá nutu þeir aðstoðar vegfarenda sem þeir kunna miklar og góðar þakkir fyrir. Lýsa þeir því hvernig þeir hafi mætt á staðinn í gærkvöldi og um leið fengið þá tilkynningu frá yfirvöldum á staðnum að ekkert yrði gert til þess að reyna björgun á bátunum. Eina vitið væri að bíða og vona það besta. Jón var mættur í Storm á ellefta tímanum og byrjaður að hella vatni úr bátnum.vísir/pjetur Segir rugl að bátunum hafi ekki verið sinnt Nokkuð margir voru við höfnina að fylgjast með aðstæðum en eitthvað um tíu til tólf bátar voru í smábátahöfninni. Jón Þór Ingimundarson, eigandi Laxa, var þeirra á meðal. Hann lýsti því í samtali við Vísi í gærkvöldi hvernig hann hefði mætt fyrr um daginn til að binda bátinn. Hann sagði alls ekki rétt sem kom fram í fjölmiðlum í gærkvöldi að eigendur smábátanna hefðu ekki sinnt þeim. „Það er bara rugl,“ segir Jón Þór sem mætti niður á höfn í dag til að búa um bátinn. Þá hafði hann sömuleiðis samband við Faxaflóahafnir sem sögðu ekki þörf á að færa bátana. Jón að binda bátinn í Reykjavíkurhöfn í morgun.Vísir/Pjetur Hinn almenni borgari til bjargar Jón og Pétur tóku af skarið á tólfta tímanum og seig Jón niður steinkantinn um borð í bátinn til þess að reyna að koma böndum á hann. Höfðu þeir bundið bátinn með þremur böndum að framan og tveimur að aftan fyrr um daginn en þau höfðu slitnað. Fólk sem fylgdist með Jóni síga um borð dreif að til að aðstoða þá.Pétur lýsir því hvernig þeim tókst að koma böndum á bátinn og nutu liðsinnis almennings við verkið. Þegar tekist hafði að draga bátinn yfir á bryggjuna mættu slökkvilið, sjúkrabíll og björgunarsveitir á staðinn. Það hafi þó verið frumkvæði hins almenna borgara sem hafi skipt öllu að tókst að bjarga Stormi. Þeir hafi einnig byrjað að festa aðra báta áður en björgunarsveitarmenn og slökkviliðsmenn slógust í hópinn.Tveir bátar sukku í gærkvöldi og velta þeir Jón og Pétur fyrir sér hvort ekki hefði mátt bjarga þeim hefði verið farið fyrr niður á bryggju til að festa þá. Vonir standa til að bátarnir verði hífðir upp í dag að því er Gísli Hallsson, yfirhafnsögumaður hjá Faxaflóahöfnum segir. Höskuldur Kári Schram, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við þá Gísla og Jón en í innslaginu að neðan má einnig sjá hvað gekk á í höfninni í gærkvöldi og aðstæður aftur í morgun.
Veður Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira