Bensínverð fallið um 35% í Bandaríkjunum í ár Finnur Thorlacius skrifar 8. desember 2015 09:23 Á þessari bensínstöð í Bandaríkjunum kostar gallonið undir 2 dollurum. Autoblog Verð á bensíni hefur ekki verið lægra í Bandaríkjunum síðan árið 2007 og hefur lækkað um 35% á þessu ári. Meðalverð á hvert gallon þar í landi er nú 2,06 dollarar, sem útleggst um 70 krónur á hvern líter. Það er næstum þrisvar sinnum lægra verð en hér á landi. Dísilolía í Bandaríkjunum hefur lækkað enn meira í ár en bensín, eða um 48%. Hún er þó dýrari en bensínið og kostar 2,48 dollara gallonið, eða um 84 krónur á hvern líter. Eldsneytisverð er þó ekki alls staðar það sama í Bandaríkjunum og í Michigan er það að meðaltali lægst, eða á 1,80 dollara hvert gallon (62 kr. á líter). Gallon er 3,7854 lítrar. Eldsneytisverð er almennt lægst í miðvesturríkjum landsins. Íbúar á Hawaii eru ekki alveg eins kátir með bensínverðið, en þar kostar það að meðaltali 2,80 dollara gallonið, 2,69 dollara í Kaliforníu og 2,53 dollara í Nevada. Þessi þróun á verði eldsneytis hefur hægt á sölu Hybrid og Plug-In-Hybrid bíla í Bandaríkjunum, en sala þeirra féll um 27% í síðasta mánuði borið saman við sama mánuð í fyrra. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent
Verð á bensíni hefur ekki verið lægra í Bandaríkjunum síðan árið 2007 og hefur lækkað um 35% á þessu ári. Meðalverð á hvert gallon þar í landi er nú 2,06 dollarar, sem útleggst um 70 krónur á hvern líter. Það er næstum þrisvar sinnum lægra verð en hér á landi. Dísilolía í Bandaríkjunum hefur lækkað enn meira í ár en bensín, eða um 48%. Hún er þó dýrari en bensínið og kostar 2,48 dollara gallonið, eða um 84 krónur á hvern líter. Eldsneytisverð er þó ekki alls staðar það sama í Bandaríkjunum og í Michigan er það að meðaltali lægst, eða á 1,80 dollara hvert gallon (62 kr. á líter). Gallon er 3,7854 lítrar. Eldsneytisverð er almennt lægst í miðvesturríkjum landsins. Íbúar á Hawaii eru ekki alveg eins kátir með bensínverðið, en þar kostar það að meðaltali 2,80 dollara gallonið, 2,69 dollara í Kaliforníu og 2,53 dollara í Nevada. Þessi þróun á verði eldsneytis hefur hægt á sölu Hybrid og Plug-In-Hybrid bíla í Bandaríkjunum, en sala þeirra féll um 27% í síðasta mánuði borið saman við sama mánuð í fyrra.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent