Vegna veðurs má búast við að starf grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu muni raskast í dag. Skólar eru opnir en foreldrar eru beðnir að fylgja yngri börnum í skóla og yfirgefa þau ekki fyrr en þau eru í öruggum höndum starfsfólks, að því er fram kemur í tilkynningu frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir ennfremur að gera megi ráð fyrir töfum á umferð, það geti því tekið lengri tíma að komast í skólann.
Nánari upplýsingar eru á Facebook-síðum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

