Ríkissáttasemjari ræður næstu skrefum Óli Kristján Ármannsson skrifar 8. desember 2015 06:00 Í álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Talsmenn verkalýðsfélaga segja að ef opnað verði fyrir aukna verktöku séu á endanum um hundrað störf í húfi. Fréttablaðið/Ernir Líklegt er að ríkissáttasemjari boði til næsta fundar í kjaradeilu starfsmanna og ISAL, álvers Rio Tinto Alcan í Straumsvík. „Menn búast við að það verði í vikunni,“ segir Guðmundur Ragnarsson, formaður VM – félags vélstjóra og málmtæknimanna, en það á aðild að viðræðunum við Samtök atvinnulífsins (SA) og ISAL. Guðmundur segir engar viðræður hafa átt sér stað frá því að verkfalli starfsmanna var aflýst í byrjun mánaðarins. „Það er algjör biðstaða í gangi og hvorugur deiluaðili hefur haft frumkvæði að því að funda. Þannig að það hefur ekkert breyst.“ Fundur hjá ríkissáttasemjara sé því rétti vettvangurinn fyrir næstu skref. Þá segir Guðmundur ekki rétt sem haldið hefur verið fram að deilan um ákvæði samningsins sem meinar ISAL að útvista störfum til verktaka sé það eina sem standi í vegi fyrir undirskrift. Til dæmis hafi SA og ISAL ekki enn viðurkennt að sömu forsenduákvæði eigi að vera í þessum samningi á samningstímanum og þeim sem hafi verið gerðir á almenna markaðnum, svo sem um launaþróun og slíka hluti. Þá sé ekki alveg einfalt að eiga við kröfu fyrirtækisins um aukna verktöku, þótt um grundvallarkröfu sé að ræða hjá fyrirtækinu. Þá eigi eftir að ræða hvað koma eigi á móti fallist verkalýðsfélögin á að slaka á þessu ákvæði. „Til dæmis að inn kæmi ákvæði um að tryggt yrði að verktakar séu ekki á slakari launum en þeir sem eru inni á svæðinu líkt og ákvæði er um fyrir austan,“ segir hann. Þar fyrir utan segir Guðmundur ákveðinn „ómöguleika“ í því fólginn að láta starfsmenn kjósa um samning sem opni fyrir aukna verktöku fyrirtækisins. „Þarna er á endanum um meira að ræða en þessi þrjátíu og tvö störf sem rætt hefur verið um,“ segir hann og telur að á endanum séu um hundrað störf undir í álverinu. „Og hvernig á að láta kjósa um kjarasamning þar sem 100 af 330 starfsmönnum eru að kjósa um að missa vinnuna?“ Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Líklegt er að ríkissáttasemjari boði til næsta fundar í kjaradeilu starfsmanna og ISAL, álvers Rio Tinto Alcan í Straumsvík. „Menn búast við að það verði í vikunni,“ segir Guðmundur Ragnarsson, formaður VM – félags vélstjóra og málmtæknimanna, en það á aðild að viðræðunum við Samtök atvinnulífsins (SA) og ISAL. Guðmundur segir engar viðræður hafa átt sér stað frá því að verkfalli starfsmanna var aflýst í byrjun mánaðarins. „Það er algjör biðstaða í gangi og hvorugur deiluaðili hefur haft frumkvæði að því að funda. Þannig að það hefur ekkert breyst.“ Fundur hjá ríkissáttasemjara sé því rétti vettvangurinn fyrir næstu skref. Þá segir Guðmundur ekki rétt sem haldið hefur verið fram að deilan um ákvæði samningsins sem meinar ISAL að útvista störfum til verktaka sé það eina sem standi í vegi fyrir undirskrift. Til dæmis hafi SA og ISAL ekki enn viðurkennt að sömu forsenduákvæði eigi að vera í þessum samningi á samningstímanum og þeim sem hafi verið gerðir á almenna markaðnum, svo sem um launaþróun og slíka hluti. Þá sé ekki alveg einfalt að eiga við kröfu fyrirtækisins um aukna verktöku, þótt um grundvallarkröfu sé að ræða hjá fyrirtækinu. Þá eigi eftir að ræða hvað koma eigi á móti fallist verkalýðsfélögin á að slaka á þessu ákvæði. „Til dæmis að inn kæmi ákvæði um að tryggt yrði að verktakar séu ekki á slakari launum en þeir sem eru inni á svæðinu líkt og ákvæði er um fyrir austan,“ segir hann. Þar fyrir utan segir Guðmundur ákveðinn „ómöguleika“ í því fólginn að láta starfsmenn kjósa um samning sem opni fyrir aukna verktöku fyrirtækisins. „Þarna er á endanum um meira að ræða en þessi þrjátíu og tvö störf sem rætt hefur verið um,“ segir hann og telur að á endanum séu um hundrað störf undir í álverinu. „Og hvernig á að láta kjósa um kjarasamning þar sem 100 af 330 starfsmönnum eru að kjósa um að missa vinnuna?“
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira