Fyrst var sagt frá málinu á vef RÚV, en þar segir að eigendur bátanna hafi verið látnir vita með smáskilaboðum í gær, að þeir ættu að færa bátana. Svo virðist sem að eigendur tólf smábáta hafi ekki sinnt þeim skilaboðum, eða þau hafi ekki borist til þeirra.
Björgunarsveitarmenn hafa verið á vettvangi en aðstæður bjóða ekki upp á að þeir geti gripið inn í.