Á pari við það versta sem Eyjamenn hafa séð Jakob Bjarnar skrifar 7. desember 2015 21:03 Elliði Vignisson bæjarstjóri segir Eyjamenn standa saman sem einn maður. „Það er vonskuveður hér í Eyjum og nægu að snúast hjá okkar öfluga lögregluliði og björgunarsveit. Rúður hafa brotnað og þak fokið. Hér hagar reyndar þannig til að fjöllin beina storminum í farvegi nánast eins og árfarvegi væri að ræða þannig að stormurinn kemur misilla niður á húsum í bænum,“ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum í samtali við Vísi. Aftakaveður er nú yfir Íslandi, og einna mestur vindstyrkur er yfir Eyjum. Elliði segir segir að ástandið sé misslæmt eftir því hvar í Eyjum menn eru. „Hér þar sem ég bý er enn allt með kyrrum kjörum. Hjá mér fauk reyndar upp hurð á sólpalli og húsgögn fóru af stað. Það er nú samt meira smiðnum að kenna en veðrinu,“ segir Elliði og gerir grín að smíðahæfileikum sínum. „En, það er afar mikilvægt að fólk sé skynsamt og haldi sig hlémegin í húsum og virði ábendingar lögreglu og björgunarsveitar. Komi upp neyðarástand ber af sjálfsögðu að hringja í 112. Um áramót skulum við svo muna hvert við snúum okkur í neyð og versla flugeldana þar. Þetta fólk er alveg ótrúleg mikilvægt fyrir okkur hin.“En, hefur jafn vont veður gengið yfir Eyjar og nú er? „Það er sjálfsagt mismunandi eftir svæðum í bænum. Verði það ekki verra en þetta þá er þetta sennilega á pari við það sem verst hefur verið en ekki verra.“Nú heyri ég að húsið sé að fara líka, þetta sem þakið fór af og verið sé að rýma hús þar í kring? „Já, mér skilst að svo sé. Það er náttúrulega hroðalegt fyrir fólk að vera fyrir eignatjóni sem þessu en þegar upp er staðið þá biður maður fyrst og fremst þess að fólk verði ekki fyrir skaða á lífi eða limum.“ Elliði segir Eyjamenn standa saman. „Auðvitað gerum við það og nú þegar rýma þarf hverfi þá opna fjölskyldur og vinir náttúrulega hús sín hvert fyrir öðru.“ Veður Tengdar fréttir Hættustigi lýst yfir í Vestmannaeyjum: Veðurmælirinn fokinn Ríkislögreglustjóri lýsti yfir hættustigi í kvöld í samráði við lögreglustjórann í Vestmannaeyjum. 7. desember 2015 20:25 Þak fauk af íbúðarhúsi í Vestmannaeyjum í heilu lagi Björgunarsveitarfólk hefur náð öllum íbúum hússins í skjól. 7. desember 2015 19:18 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
„Það er vonskuveður hér í Eyjum og nægu að snúast hjá okkar öfluga lögregluliði og björgunarsveit. Rúður hafa brotnað og þak fokið. Hér hagar reyndar þannig til að fjöllin beina storminum í farvegi nánast eins og árfarvegi væri að ræða þannig að stormurinn kemur misilla niður á húsum í bænum,“ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum í samtali við Vísi. Aftakaveður er nú yfir Íslandi, og einna mestur vindstyrkur er yfir Eyjum. Elliði segir segir að ástandið sé misslæmt eftir því hvar í Eyjum menn eru. „Hér þar sem ég bý er enn allt með kyrrum kjörum. Hjá mér fauk reyndar upp hurð á sólpalli og húsgögn fóru af stað. Það er nú samt meira smiðnum að kenna en veðrinu,“ segir Elliði og gerir grín að smíðahæfileikum sínum. „En, það er afar mikilvægt að fólk sé skynsamt og haldi sig hlémegin í húsum og virði ábendingar lögreglu og björgunarsveitar. Komi upp neyðarástand ber af sjálfsögðu að hringja í 112. Um áramót skulum við svo muna hvert við snúum okkur í neyð og versla flugeldana þar. Þetta fólk er alveg ótrúleg mikilvægt fyrir okkur hin.“En, hefur jafn vont veður gengið yfir Eyjar og nú er? „Það er sjálfsagt mismunandi eftir svæðum í bænum. Verði það ekki verra en þetta þá er þetta sennilega á pari við það sem verst hefur verið en ekki verra.“Nú heyri ég að húsið sé að fara líka, þetta sem þakið fór af og verið sé að rýma hús þar í kring? „Já, mér skilst að svo sé. Það er náttúrulega hroðalegt fyrir fólk að vera fyrir eignatjóni sem þessu en þegar upp er staðið þá biður maður fyrst og fremst þess að fólk verði ekki fyrir skaða á lífi eða limum.“ Elliði segir Eyjamenn standa saman. „Auðvitað gerum við það og nú þegar rýma þarf hverfi þá opna fjölskyldur og vinir náttúrulega hús sín hvert fyrir öðru.“
Veður Tengdar fréttir Hættustigi lýst yfir í Vestmannaeyjum: Veðurmælirinn fokinn Ríkislögreglustjóri lýsti yfir hættustigi í kvöld í samráði við lögreglustjórann í Vestmannaeyjum. 7. desember 2015 20:25 Þak fauk af íbúðarhúsi í Vestmannaeyjum í heilu lagi Björgunarsveitarfólk hefur náð öllum íbúum hússins í skjól. 7. desember 2015 19:18 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Hættustigi lýst yfir í Vestmannaeyjum: Veðurmælirinn fokinn Ríkislögreglustjóri lýsti yfir hættustigi í kvöld í samráði við lögreglustjórann í Vestmannaeyjum. 7. desember 2015 20:25
Þak fauk af íbúðarhúsi í Vestmannaeyjum í heilu lagi Björgunarsveitarfólk hefur náð öllum íbúum hússins í skjól. 7. desember 2015 19:18