Eins og í hryllingsmynd í Eyjum: „Ég man eftir óveðrinu 1991 en þetta er af allt öðru kaliberi“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. desember 2015 21:01 Björgunarsveitamenn höfðu í nógu að snúast í óveðrinu í febrúar 1991. Vísir/GVA Ragna Birgisdóttir, íbúi við Smáragötu ofarlega á Heimaey, segist eiga erfitt með að finna réttu orðin til að lýsa veðrinu sem gangi yfir eyjuna. „Ég man eftir óveðrinu 1991 en þetta er af allt öðru kaliberi.“Sjá einnig:Svipmyndir frá óveðrinu 1991 Búið er að rýma nokkur hús í nágrenninu en enn sem komið er hafa Ragna og fjölskylda ekki orðið fyrir tjóni. Þó er byrjað að leka og þau farin að finna til fötur. Fyrr í kvöld urðu þau vitni að því þegar björgunarsveitarmenn reyndu að fergja þakplötu sem hafði fokið af húsi í götunni. Stjörnutjúllað veður „Það er stjörnutjúllað veður hérna og eiginlega bara eins og í hryllingsmynd. Nú hefur ofankoma bæst í þetta og aðstæður eru mjög erfiðar,“ segir Ragna. Björgunarsveitarmenn og lögregla hefur reynt að athafna sig í veðrinu og eru að sögn Rögnu úti um allan bæ að reyna að aðstoða. „Það treystir sér enginn hingað uppeftir,“ segir Ragna. „Fleiri þök eru að fjúka og það er bara neyðarástand.“Hún segir fjölskyldu sína ekki á förum enda ekkert að fara. Til að komast í bílinn þurfi að fara út og inn í bílskúr. Ljóst er að bílskúrshurðin myndi fara ef reynt yrði að fara inn í bílskúrinn.„Hún færi bara fjandans til.“Djöfulgangurinn byrjar með suðvestanáttinniSmáragata er ofarlega í Vestmannaeyjum þar sem þakplata fauk af húsi sem stendur afar tæpt. „Húsið fær eiginlega allan strenginn á milli Eldfells og Helgarfells,“ segir Ragna sem finnur að vindáttin er að breytast. Nú sé að skella á suðvestan átt sem sé sú versta fyrir Eyjamenn. „Þá byrjar djöfulgangurinn.“ Veður Tengdar fréttir Hættustigi lýst yfir í Vestmannaeyjum: Veðurmælirinn fokinn Ríkislögreglustjóri lýsti yfir hættustigi í kvöld í samráði við lögreglustjórann í Vestmannaeyjum. 7. desember 2015 20:25 Yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli aldrei upplifað annað eins: „Það er orðið snælduvitlaust veður“ Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segist aldrei hafa upplifað annað eins veður á Hvolsvelli. Þakplötur séu farnar að fjúka. 7. desember 2015 20:34 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Ragna Birgisdóttir, íbúi við Smáragötu ofarlega á Heimaey, segist eiga erfitt með að finna réttu orðin til að lýsa veðrinu sem gangi yfir eyjuna. „Ég man eftir óveðrinu 1991 en þetta er af allt öðru kaliberi.“Sjá einnig:Svipmyndir frá óveðrinu 1991 Búið er að rýma nokkur hús í nágrenninu en enn sem komið er hafa Ragna og fjölskylda ekki orðið fyrir tjóni. Þó er byrjað að leka og þau farin að finna til fötur. Fyrr í kvöld urðu þau vitni að því þegar björgunarsveitarmenn reyndu að fergja þakplötu sem hafði fokið af húsi í götunni. Stjörnutjúllað veður „Það er stjörnutjúllað veður hérna og eiginlega bara eins og í hryllingsmynd. Nú hefur ofankoma bæst í þetta og aðstæður eru mjög erfiðar,“ segir Ragna. Björgunarsveitarmenn og lögregla hefur reynt að athafna sig í veðrinu og eru að sögn Rögnu úti um allan bæ að reyna að aðstoða. „Það treystir sér enginn hingað uppeftir,“ segir Ragna. „Fleiri þök eru að fjúka og það er bara neyðarástand.“Hún segir fjölskyldu sína ekki á förum enda ekkert að fara. Til að komast í bílinn þurfi að fara út og inn í bílskúr. Ljóst er að bílskúrshurðin myndi fara ef reynt yrði að fara inn í bílskúrinn.„Hún færi bara fjandans til.“Djöfulgangurinn byrjar með suðvestanáttinniSmáragata er ofarlega í Vestmannaeyjum þar sem þakplata fauk af húsi sem stendur afar tæpt. „Húsið fær eiginlega allan strenginn á milli Eldfells og Helgarfells,“ segir Ragna sem finnur að vindáttin er að breytast. Nú sé að skella á suðvestan átt sem sé sú versta fyrir Eyjamenn. „Þá byrjar djöfulgangurinn.“
Veður Tengdar fréttir Hættustigi lýst yfir í Vestmannaeyjum: Veðurmælirinn fokinn Ríkislögreglustjóri lýsti yfir hættustigi í kvöld í samráði við lögreglustjórann í Vestmannaeyjum. 7. desember 2015 20:25 Yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli aldrei upplifað annað eins: „Það er orðið snælduvitlaust veður“ Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segist aldrei hafa upplifað annað eins veður á Hvolsvelli. Þakplötur séu farnar að fjúka. 7. desember 2015 20:34 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Hættustigi lýst yfir í Vestmannaeyjum: Veðurmælirinn fokinn Ríkislögreglustjóri lýsti yfir hættustigi í kvöld í samráði við lögreglustjórann í Vestmannaeyjum. 7. desember 2015 20:25
Yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli aldrei upplifað annað eins: „Það er orðið snælduvitlaust veður“ Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segist aldrei hafa upplifað annað eins veður á Hvolsvelli. Þakplötur séu farnar að fjúka. 7. desember 2015 20:34