Stöð 2 á COP21: „Það verður hart samið“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 7. desember 2015 20:30 Í rúmlega tvo áratugi hafa þjóðirnar tekist á um hvernig skuli draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stemma stigu við hnattrænni hlýnun. Á meðan hafa áhrif loftslagsbreytinga stigmagnast. Öfgar í veðráttu magnast, jöklar hopa og íshellur bráðna, sjávarstaða hækkar. Á þessum 20 árum losaði maðurinn meira af gróðurhúsalofttegundum en hann hafði gert yfir hundrað ára tímabil. Raunveruleg ógn loftslagsbreytinga hefur hreyft við þjóðarleiðtogum heimsins. Í París eru vísindin ekki til umræðu, heldur hvað þarf að gera til að vernda samfélag mannanna. Hundrað og áttatíu þjóðir hafa skoðun á því og hafa lagt fram sínar tillögur og markmið í baráttunni gegn losun gróðurhúsalofttegunda. Mikill þröskuldur var yfirstiginn í síðustu viku þegar hin formlega samninganefnd, sem starfað hefur í fjögur ár, birti drög nýs loftslagssamnings sem byggð eru á þessum tillögum. Þegar slík drög voru kynnt á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn árið 2009 voru þau um 300 blaðsíður. Parísardrögin eru tæpar 50 blaðsíður, sem þó eru yfirfullar af hornklofum, sem í einföldu máli þýða átakamál. Hugi Ólafsson, formaður samninganefndar Íslands.Vísir/UNFCCCHugi Ólafsson, formaður samninganefndar Íslands, er minnugur átakanna í Kaupmannahöfn, en er sem fyrr vongóður um niðurstöðuna í París. „Maður skynjar andann að menn telja sig ekki geta komist upp með að það að ná ekki samkomulagi hérna,“ segir Hugi. „Það eru miklir hagsmunir í húfi og í raun er þetta pólitísk grettistak sem þarf að lyfta, menn þurfa að slá af kröfum á síðustu stundu. Það verður hart samið.“ Hugi segir áherslur Íslands vera að ná sterku samkomulagi með umgjörð um markmiðin svo þau verði enn öflugri með tímanum. Það er lykilatriði, enda eru samanlögð áhrif landsframlaganna fjarri því að tryggja komandi kynslóðum öruggt skjól.Eiffel turninn í París.Vísir/Kjartan Hreinn„Það sem skiptir svo miklu máli er að þetta er hnattrænt vandamál og það þarf hnattræna nálgun. Þess vegna skiptir það grundvallar máli að það sé alþjóðlegur samningur og skilningur á því að öll ríki þurfa að setja sér markmið og við þurfum sameiginlegt kerfi til að geta rýnt þessi markmið og ýtt á aukin metnað,“ segir Hugi. „En hinn raunverulegi árangur fer fram hjá einstökum ríkjum. Þar koma að atvinnulífið, félagasamtök, almenningur, borgir og annað. En með þetta í veganesti þá fá þessir aðilar skýr skilaboð.“ Ráðstefnusvæðið í París er risavaxið og verður næstu daga heimili fjörutíu þúsund ráðherra, samningamanna, umhverfisverndarsinna og blaðamanna. En það má í raun segja að loftslagsæði hafa gripið um sig um alla borgina. Það eru ekki bara samningamenn eins og Hugi sem eru fullir af orku fyrir viku samningagerða. Sjálf Parísarborg iðar af endurnýjanlegri orku og það má segja að heimsbyggðin hvetji samningamenn áfram í gegnum Eiffel-turninn. Hver færsla á Facebook og hvert tíst á Twitter ratar á hlið turnsins og um leið magnast geislarnir á toppi turnsins. Svo þjóðirnar sjái nú ljósið. Loftslagsmál Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Fleiri fréttir Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Sjá meira
Í rúmlega tvo áratugi hafa þjóðirnar tekist á um hvernig skuli draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stemma stigu við hnattrænni hlýnun. Á meðan hafa áhrif loftslagsbreytinga stigmagnast. Öfgar í veðráttu magnast, jöklar hopa og íshellur bráðna, sjávarstaða hækkar. Á þessum 20 árum losaði maðurinn meira af gróðurhúsalofttegundum en hann hafði gert yfir hundrað ára tímabil. Raunveruleg ógn loftslagsbreytinga hefur hreyft við þjóðarleiðtogum heimsins. Í París eru vísindin ekki til umræðu, heldur hvað þarf að gera til að vernda samfélag mannanna. Hundrað og áttatíu þjóðir hafa skoðun á því og hafa lagt fram sínar tillögur og markmið í baráttunni gegn losun gróðurhúsalofttegunda. Mikill þröskuldur var yfirstiginn í síðustu viku þegar hin formlega samninganefnd, sem starfað hefur í fjögur ár, birti drög nýs loftslagssamnings sem byggð eru á þessum tillögum. Þegar slík drög voru kynnt á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn árið 2009 voru þau um 300 blaðsíður. Parísardrögin eru tæpar 50 blaðsíður, sem þó eru yfirfullar af hornklofum, sem í einföldu máli þýða átakamál. Hugi Ólafsson, formaður samninganefndar Íslands.Vísir/UNFCCCHugi Ólafsson, formaður samninganefndar Íslands, er minnugur átakanna í Kaupmannahöfn, en er sem fyrr vongóður um niðurstöðuna í París. „Maður skynjar andann að menn telja sig ekki geta komist upp með að það að ná ekki samkomulagi hérna,“ segir Hugi. „Það eru miklir hagsmunir í húfi og í raun er þetta pólitísk grettistak sem þarf að lyfta, menn þurfa að slá af kröfum á síðustu stundu. Það verður hart samið.“ Hugi segir áherslur Íslands vera að ná sterku samkomulagi með umgjörð um markmiðin svo þau verði enn öflugri með tímanum. Það er lykilatriði, enda eru samanlögð áhrif landsframlaganna fjarri því að tryggja komandi kynslóðum öruggt skjól.Eiffel turninn í París.Vísir/Kjartan Hreinn„Það sem skiptir svo miklu máli er að þetta er hnattrænt vandamál og það þarf hnattræna nálgun. Þess vegna skiptir það grundvallar máli að það sé alþjóðlegur samningur og skilningur á því að öll ríki þurfa að setja sér markmið og við þurfum sameiginlegt kerfi til að geta rýnt þessi markmið og ýtt á aukin metnað,“ segir Hugi. „En hinn raunverulegi árangur fer fram hjá einstökum ríkjum. Þar koma að atvinnulífið, félagasamtök, almenningur, borgir og annað. En með þetta í veganesti þá fá þessir aðilar skýr skilaboð.“ Ráðstefnusvæðið í París er risavaxið og verður næstu daga heimili fjörutíu þúsund ráðherra, samningamanna, umhverfisverndarsinna og blaðamanna. En það má í raun segja að loftslagsæði hafa gripið um sig um alla borgina. Það eru ekki bara samningamenn eins og Hugi sem eru fullir af orku fyrir viku samningagerða. Sjálf Parísarborg iðar af endurnýjanlegri orku og það má segja að heimsbyggðin hvetji samningamenn áfram í gegnum Eiffel-turninn. Hver færsla á Facebook og hvert tíst á Twitter ratar á hlið turnsins og um leið magnast geislarnir á toppi turnsins. Svo þjóðirnar sjái nú ljósið.
Loftslagsmál Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Fleiri fréttir Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Sjá meira