Ecclestone treystir á að Vettel endi einokun Mercedes

Hinn 85 ára Ecclestone segir að Mercedes hafi staðið sig gríðarlega vel og gert mjög vel að komast í þá stöðu sem liðið er í núna.
„Mercedes er að standa sig vel, mjög vel og eru drottnandi í íþróttinni. Þetta er ekkert nýtt, Ferrari hefur áður verið í svipaðri stöðu en það var samt öðruvísi,“ sagði Ecclestone í samtali við þýska fjölmiðilinn Welt.
„Ég áttaði mig á því fyrir ekki svo löngu að þegar Ferrari drottnaði yfir Formúlu 1 var tilfinningin gagnvart liðinu önnur en gagnvart Mercedes,“ bætti Ecclestone við.
Hann vonast því til þess að það verði Ferrari sem veltir Mercedes úr sessi.
Aðspurður hvort hann myndi vilja að Vettel yrði meistari næst, sagðist Ecclestone vona það.
„Formúla 1 er Ferrari. Þetta er langlíft hjónaband, sem hefur lifað allt af og verður að halda áfram að lifa,“ sagði Ecclestone að lokum.
Vettel varð þriðji í heimsmeistarakeppni ökumanna í ár, hann vann þrjár keppnir og náði í 278 stig, 44 stigum minna en Nico Rosberg sem varð annar.
Tengdar fréttir

Wolff: Samband ökumanna stærsti veikleiki Mercedes
Mercedes liðið gæti valið að losa annan núverandi ökumanna sinna undan samningi ef samband þeirra hefur áhrif á árangur liðsins, segir Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes.

Nico Rosberg vann lokakeppnina í Abú Dabí
Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í síðustu keppni tímabilsins. Lewis Hamilton varð annar á Mercedes og Kimi Raikkonen varð þriðji á Ferrari.

Red Bull notar Tag Heuer vél
Red Bull liðið mun nota Renault vél á næsta ári sem merkt verður úraframleiðandanum Tag Heuer.

Rosberg: Ég væri til í að byrja næsta tímabil á morgun
Nico Rosberg kom fyrstur í mark í lokakeppni tímabilsins, hann var þar með sína þriðju keppni í röð. Mercedes bætti stigametið í heimsmeistarakeppni bílasmiða, með því að ná fyrsta og öðru sæti í keppni dagsins. Hver sagði hvað eftir keppnina?

Bílskúrinn: Allt það helsta frá Abú Dabí
Síðasta keppni Formúlu 1 tímabilsins fór fram um helgina, Nico Rosberg á Mercedes vann þriðju keppnina í röð.