Hreiðar Már: „Hann er að ljúga þessu upp á mig“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. desember 2015 14:20 Hreiðar Már fyrir miðju ásamt verjendateymi sínu. Vísir/Stefán Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, þvertók fyrir það fyrir dómi í morgun að hafa gefið fyrirmæli um lánveitingar sem bankinn veitti þremur eignarhaldsfélögum þann 29. ágúst 2008 en um var að ræða peningamarkaðslán að upphæð samtals 130 milljónir evra. Umrædd lán voru notuð til að borga upp lán sem félögin þrjú höfðu fengið hjá Kaupþingi Lúxemborg en þeir fjármunir voru notaðir sem fjárframlög félaganna inn í félagið Chesterfield sem keypti lánshæfistengt skuldabréf, sem tengt var skuldatryggingarálagi Kaupþings. Vill ákæruvaldið meina að með lánveitingunum hafi Hreiðar Már gerst sekur um umboðssvik ásamt Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Kaupþings. Þá er Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum Hreiðars og Sigurðar. Björn Þorvaldsson saksóknari.Vísir/Stefán Veit ekki hver tók ákvörðun um lánin Þremenningarnir afplána nú allir langa fangelsisdóma vegna Al Thani-málsins á Kvíabryggju. Þá hafa þeir allir hlotið refsidóma í öðrum málum í héraði en Hæstiréttur á enn eftir að taka þau fyrir. Aðspurður fyrir dómi í dag kvaðst Hreiðar ekki vita hver hefði tekið ákvörðun um að veita umrædd lán í ágúst 2008, en óumdeilt er að lánin voru aldrei samþykkt í lánanefnd stjórnar, eins og verkferlar bankans mæltu fyrir um. Kvaðst Hreiðar aldrei hafa gefið fyrirmæli um að lán skyldu greidd út án þess að lánareglum væri framfylgt. „Þú liggur á tölvupósti sem sýnir nákvæmlega eitthvað allt annað“ Björn Þorvaldsson, saksóknari, vísaði þá meðal annars í framburð Halldórs Bjarkars Lúðvígssonar, sem var viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði Kaupþings, en hann sagði við yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara árið 2012 að Hreiðar hefði gefið fyrirmælin um að greiða lánin út. Þvertók Hreiðar fyrir þetta. „Ég ætla nú ekki að vera með of miklar ásakanir en þú liggur á tölvupósti sem sýnir nákvæmlega eitthvað allt annað,“ sagði Hreiðar og vísaði þar í tölvupósta Halldórs Bjarkars og Bjarka Diego, sem var framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, vegna lánveitinganna. „Það er ekkert í gögnum sem bendir til þess að ég hafi gefið fyrirmæli um þessi lán. [...] Hann er að ljúga þessu upp á mig og ég held að hlutlægur saksóknari hefði áttað sig á því,“ sagði Hreiðar um framburð Halldórs Bjarkars. CLN-málið Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, þvertók fyrir það fyrir dómi í morgun að hafa gefið fyrirmæli um lánveitingar sem bankinn veitti þremur eignarhaldsfélögum þann 29. ágúst 2008 en um var að ræða peningamarkaðslán að upphæð samtals 130 milljónir evra. Umrædd lán voru notuð til að borga upp lán sem félögin þrjú höfðu fengið hjá Kaupþingi Lúxemborg en þeir fjármunir voru notaðir sem fjárframlög félaganna inn í félagið Chesterfield sem keypti lánshæfistengt skuldabréf, sem tengt var skuldatryggingarálagi Kaupþings. Vill ákæruvaldið meina að með lánveitingunum hafi Hreiðar Már gerst sekur um umboðssvik ásamt Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Kaupþings. Þá er Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum Hreiðars og Sigurðar. Björn Þorvaldsson saksóknari.Vísir/Stefán Veit ekki hver tók ákvörðun um lánin Þremenningarnir afplána nú allir langa fangelsisdóma vegna Al Thani-málsins á Kvíabryggju. Þá hafa þeir allir hlotið refsidóma í öðrum málum í héraði en Hæstiréttur á enn eftir að taka þau fyrir. Aðspurður fyrir dómi í dag kvaðst Hreiðar ekki vita hver hefði tekið ákvörðun um að veita umrædd lán í ágúst 2008, en óumdeilt er að lánin voru aldrei samþykkt í lánanefnd stjórnar, eins og verkferlar bankans mæltu fyrir um. Kvaðst Hreiðar aldrei hafa gefið fyrirmæli um að lán skyldu greidd út án þess að lánareglum væri framfylgt. „Þú liggur á tölvupósti sem sýnir nákvæmlega eitthvað allt annað“ Björn Þorvaldsson, saksóknari, vísaði þá meðal annars í framburð Halldórs Bjarkars Lúðvígssonar, sem var viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði Kaupþings, en hann sagði við yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara árið 2012 að Hreiðar hefði gefið fyrirmælin um að greiða lánin út. Þvertók Hreiðar fyrir þetta. „Ég ætla nú ekki að vera með of miklar ásakanir en þú liggur á tölvupósti sem sýnir nákvæmlega eitthvað allt annað,“ sagði Hreiðar og vísaði þar í tölvupósta Halldórs Bjarkars og Bjarka Diego, sem var framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, vegna lánveitinganna. „Það er ekkert í gögnum sem bendir til þess að ég hafi gefið fyrirmæli um þessi lán. [...] Hann er að ljúga þessu upp á mig og ég held að hlutlægur saksóknari hefði áttað sig á því,“ sagði Hreiðar um framburð Halldórs Bjarkars.
CLN-málið Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira